Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Sent: Sun 04. Apr 2021 07:44
af Hjaltiatla
Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebookhttps://www.visir.is/g/20212093133d/staerdarinnar-gagna-leki-hja-face-book-inni-heldur-per-sonu-upp-lysingar-is-lendingaPersónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð.
Ætli það styttist í að það fari að leka einhverjum djúsí Messenger skilaboðum?
Re: Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Sent: Sun 04. Apr 2021 09:41
af olihar
Messenger er allavegana ekki encrypted ennþá, sem er alveg sturlað.
Re: Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Sent: Sun 04. Apr 2021 13:07
af bigggan
Sýnist þetta vera listinn, hinsvegar þarf að vera notanda til að skoða gögnin.
https://raidforums.com/Thread-Free-Face ... s-For-free
Re: Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Sent: Sun 04. Apr 2021 13:38
af mjolkurdreytill
Smá álag á vefþjónanna hjá þeim. Búið að vera svona í dágóða stund núna.
RaidForums skrifaði:The maximum server load limit has been reached. Please keep trying, eventually you will get through or alternatively you can check back later.
Edit:
Kom loksins í gegn.
Það er hinsvegar ekki nóg að vera skráður notandi á þessu spjallborði. Maður þarf að kaupa inneign til þess að geta skoðað þessi gögn.
Re: Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook
Sent: Sun 04. Apr 2021 14:22
af hreinnbeck
Ég rúllaði yfir þetta fyrir nokkru (þetta er gamall leki), óskaplega fáir þarna sem ég þekki til. Það sem er talið vera afmælis eða fæðingardagar eru það ekki, í það minnsta passaði ekkert af því sem ég þekkti til og árin eru 0001/20XX.
Svo þetta eru símanúmer, nöfn eins og fólk gaf FB þau, bæjarfélag, sambandsstaða, vinnustaður, einhver timestamp og netföng (bara 610 af 31.343). Við flesta vantar bæjarfélag, sambandsstöðu, vinnustað og netfang.
Fyrir utan símanúmer og einstaka netfang er eiginlega ekkert þarna sem ekki má sjá galopið á týpískum prófíl á FB.