Síða 1 af 1

Minniskorta Heildsali

Sent: Mán 08. Mar 2021 13:33
af GummiLeifs
Góðan daginn,
Ég er að leita af góðum heildsala fyrir Micro SD kort fyrir vinnuna, við höfum verið að panta af Amazon þar sem það eru fín verð þar en viljum helst komast í góðan heildsala, ég ætlaði að checka hvort eitthver hérna vissi um góðan heildsala fyrir slík kort annaðhvort í USA eða Evrópu.

Allt það sem ég finn á netinu lítur bara út fyrir að vera scam og eru með svipuð verð og á Amazon þannig ef eitthver veit um góðan heildsala þá má sá sami hafa samband við mig í Pm eða svara á þræðinum. Við höfum líka verslað á Íslandi frá heildsölu aðila nema verðin eru bara rugl þegar að við föttuðum að við gætum verið að panta þetta töluvert ódýrara sjálfir að utan.

Re: Minniskorta Heildsali

Sent: Mán 08. Mar 2021 19:24
af Sinnumtveir
Gott mál. Talandi um sd-kort er reynsla mín af mismunandi framleiðendum ekki öll jafn góð.
Ég hef auðvitað ekki prófað allt en af því sem ég hef prófað eru Lexar og Samsung bestir,
kannski langbestir.

PS. Ég kaupi aldrei minniskort á Íslandi.

Re: Minniskorta Heildsali

Sent: Mán 08. Mar 2021 19:41
af GummiLeifs
Við seljum bara 1 týpu frá einum framleiðanda þar sem hún hefur alltaf virkað og aldrei klikkað hjá viðskiptavinum, allavegana ekki í tækjunum sem við erum að selja :)

Svo er líka svo mikið um "false advertisment" framaná pakkningum á þessum kortum eins og "Speeds up to 100mb/s" þannig fyrir fólk sem veit ekki betur þá er það að kaupa kort sem les á 100 mb/s en skrifar ekki á nema 30 mb/s.

Annars varðandi það að kaupa ekki minniskort á Íslandi þá væri ég í sama pakka ef ég hefði ekki þau fríðindi að versla það beint úr vinnuni, hinsvegar græðir maður lítið á því ef maður pantar bara 1 stk þar sem byrjunar sendingarkostnaður með t.d Amazon á 1 minniskorti er held ég 35-40 dollarar eða svo haha.

Sinnumtveir skrifaði:Gott mál. Talandi um sd-kort er reynsla mín af mismunandi framleiðendum ekki öll jafn góð.
Ég hef auðvitað ekki prófað allt en af því sem ég hef prófað eru Lexar og Samsung bestir,
kannski langbestir.

PS. Ég kaupi aldrei minniskort á Íslandi.

Re: Minniskorta Heildsali

Sent: Þri 09. Mar 2021 09:21
af Dropi
Hversvegna ekki kaupa af B&H? Þeir eru með góða þjónustu til Íslands.