Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Fös 05. Mar 2021 04:49

Þar sem ég nenni ekki að senda fyrirspurn til fjarskiptafyrirtækjanna sem ég er með númer hjá. Þá er ég að velta því fyrir mér hvort að Rich Communication Services (RCS) sé notað á Íslandi eða hvort að þetta fari bara allt í gegnum Google. Þetta átti að vera arftaki sms skilaboðanna og er staðall frá árinu 2007.

Rich Communication Services gerir fólk að senda sms skilaboð í gegnum WiFi þó að ekkert farsímasamband sé til staðar. Hjá mér er þetta í boði í Samsung Galaxy S20 Ultra 5G (Android 11) en ekki í Samsung Galaxy S9+ (Android 10).

Síðan má einnig nefna að Íslensku fjarskiptafyrirtækin styðja ekki WiFi Calling (VoWiFi) og VoLTE er í lítilli notkun á Íslandi. Það eru bara Nova og Vodafone (?) sem bjóða upp á þá þjónustu í dag.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf JReykdal » Fös 05. Mar 2021 11:04

RCS virkar hjá Símanum. Setti inn SMS appið frá google.

Virkaði líka á S8 með því appi.
Síðast breytt af JReykdal á Fös 05. Mar 2021 11:05, breytt samtals 1 sinni.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Fös 05. Mar 2021 14:51

Ég var beðinn um að setja inn símanúmer og gerði það fyrir Síminn símanúmerið og síðan Nova símanúmerið. Hvar finn ég þær stillingar?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf JReykdal » Þri 09. Mar 2021 16:38

ég fór bara í stillingarnar í Google Messages og kveikti á Chat features.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf HringduEgill » Þri 09. Mar 2021 22:17

RCS á að virka hjá Símanum/Hringdu og VoLTE er áætlað á 1Q þessa árs.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Þri 09. Mar 2021 23:40

HringduEgill skrifaði:RCS á að virka hjá Símanum/Hringdu og VoLTE er áætlað á 1Q þessa árs.


Það er kominn tími að Síminn kveiki á VoLTE. Þeir eru langt á eftir öllum með þessa tækni.




tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Tengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf tar » Mið 10. Mar 2021 19:39

Þetta er áhugaverður þráður, ég hafði ekki heyrt áður um þetta WiFi Calling (VoWiFi).

Nú er það svo að það er búið að leggja ljósleiðara víða um sveitir landsins. Ég veit um slatta af heimilum í dreifbýli, þar sem er gott netsamband og WiFi, en ekkert eða lélegt farsímasamband. Í stöku íbúðum í þéttbýli er líka slappt farsímasamband og þar myndi VoWiFi því einnig nýtast, þannig þetta yrði ekki bara fyrir dreifbýlið. Það væri gagnlegt fyrir marga að geta notað VoWiFi.

Síðan eru rafræn skilríki orðin nauðsyn í dag, m.a. fyrir almenning til að hafa samskipti fyrir hið opinbera. Á heimilum með lélegu farsímasambandi er því mjög óþægilegt að geta ekki notað rafræn skilríki. Myndi VoWiFi eða VoLTE tæknin sem nefnd er hér að ofan gagnast við að nota rafræn skilríki í engu farsímasambandi?

Ég veit að hér á þessu góða spjalli eru aðilar frá öllum fjarskiptafyrirtækjum. Vil sérstaklega hrósa notanda "HringduEgill" fyrir gagnleg svör í gegnum tíðina. Ég leyfi mér að varpa hér fram tveimur spurningum:

1.
Munu íslensk fjarskiptafyrirtæki fara að styðja WiFi Calling (VoWiFi) og þá hvenær?

2.
Munu íslensk fjarskiptafyrirtæki innleiða tækni þannig að hægt verði að nota rafræn skilríki á heimilum þar sem er ekkert/lélgt farsímasamband?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf dori » Mið 10. Mar 2021 22:39

tar skrifaði:Myndi VoWiFi eða VoLTE tæknin sem nefnd er hér að ofan gagnast við að nota rafræn skilríki í engu farsímasambandi?

Rafræn skilríki á símkorti nota SMS þannig að VoLTE/VoWiFi munu ekkert hjálpa því (Voice over X). Mögulega getur RCS borið þessi auðkennis SMS skeyti. Ég þekki ekki RCS nógu vel.

tar skrifaði:Munu íslensk fjarskiptafyrirtæki innleiða tækni þannig að hægt verði að nota rafræn skilríki á heimilum þar sem er ekkert/lélgt farsímasamband?

Auðkenni er búið að búa til app sem notar nettengingu þannig að það mun virka á heimanetinu þínu þó þú sért ekki með farsímasamband. Hvernig þeir útfærðu það þýðir samt að þú þarft að bíða eftir að allir þjónustuveitendur (bankar, símafyrirtæki, skatturinn og svo framvegis) útfæra það. Ég myndi ekki halda niðrí mér andanum en svona... Ætli flestir verði ekki komnir með þetta einhverntíma seinni part þessa árs eða snemma á næsta.

Sjá hér: https://app.audkenni.is/
Síðast breytt af dori á Mið 10. Mar 2021 22:40, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Fim 11. Mar 2021 01:45

Ef rafræn skilríki eru send með sms þá ætti það að virka yfir RCS og WiFi en ef einhver önnur leið er notuð þá auðvitað virkar það ekki.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Fös 30. Apr 2021 00:16

Veit einhver hérna hvort að Nova styðji RCS þjónustu. Ég var að færa mig yfir til Nova og RCS virkjast ekki í símanum hjá mér (Samsung Galaxy S20 5G). Það er reyndar skrítið þar sem ég er með símanúmer hjá Nova á Samsung Galaxy S9+ og þar tengist allt saman rétt og virðist virka rétt. RCS virkaði hjá Síminn og tengdist þar án vandamála.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf hfwf » Fös 30. Apr 2021 12:58

jonfr1900 skrifaði:Veit einhver hérna hvort að Nova styðji RCS þjónustu. Ég var að færa mig yfir til Nova og RCS virkjast ekki í símanum hjá mér (Samsung Galaxy S20 5G). Það er reyndar skrítið þar sem ég er með símanúmer hjá Nova á Samsung Galaxy S9+ og þar tengist allt saman rétt og virðist virka rétt. RCS virkaði hjá Síminn og tengdist þar án vandamála.


Virkt hjá mér á 1+8p, hjá nova með google messages.
Síðast breytt af hfwf á Fös 30. Apr 2021 13:02, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslensku farsímafyrirtækin og Rich Communication Services

Pósturaf jonfr1900 » Fös 30. Apr 2021 13:50

Þá eru hugsanlega að nota RCS án þess að það komi kerfi Nova við. Eins og þetta lítur út núna, þá virðist sem að Nova styðji ekki RCS þjónustu. Ég er með annað númer og bæði neita að tengjast á Samsung Galaxy S20 Ultra 5G með RCS. Ég fæ alltaf skráning mistókst upp hjá mér á bæði númerin sem er mjög skrítið. Þetta gerist reyndar ekki í Samsung Galaxy S9+ síma sem ég er með sem gæti mögulega verið vísbending um galla í Samsung Message útgáfunni sem er notuð í Samsung Galaxy S20 Ultra 5G.