Maddas skrifaði:ColdIce skrifaði:https://dealhappy.is/product/ps4-samhaefd-bluetooth-fjarstyring/
Hefur þú verslað af þessari síðu? Hef ekki séð hana sjálfur áður.
Fyrst varaðandi fjarstýringuna eins og OP er að spyrja um. Samkvæmt lýsingunni hjá Dealhappy er þetta "PS4 samhæfð Bluetooth Fjarstýring" svo maður myndi halda að um sé að ræða 3rd party eftirlíkingu en ekki upprunalega Sony fjarstýringu eins og OP virðist vera að leita að.
En varðandi síðuna sjálfa þá er þetta rekið á íslenskri kennitölu og lítur allt mjög vel út, sjá betur á um okkur síðunni:
https://dealhappy.is/um-okkur/Á sömu síðu segir þó líka:
Dealhappy Um Okkur síða, tekið þann 2.3.2021 skrifaði:Það er sérstök ánægja að geta boðið íslenskum kaupendum upp á fjölbreytt úrval af vörum á verði sem erlendar sölusíður bjóða uppá, án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyrir flutning til Íslands eða bíða í allt að tvo mánuði eftir að varan kemur til landsins – og þurfa þá að greiða gjald til Póstsins (og jafnvel toll og virðisaukaskatt af vörunni) til að fá vöruna afhenta.
Ég rétt renndi yfir vöruúrvalið og prófaði reverse Google image search á nokkrar vörur og tókst að finna langflest mjög auðveldlega á Aliexpress, Ebay, Banggood eða sambærilegum síðum, sjá dæmi hér að neðan.
Þó svo að ég sé sjálfur ekkert spenntastur fyrir þessum netverslunum sem eru mikið að poppa upp hérlendis með ýmsar vörur frá stöðum eins og Ali, Banggood o.s.f.v, þá mega Dealshappy eiga það að þeir segja það nokkuð beint út á um okkur síðunni að þeir séu að bjóða upp á vörur frá þessum eða sambærilegum stöðum. Hvort verðin séu sanngjörn er síðan auðvitað eitthvað sem hver og einn þarf að ákveða fyrir sjálfan sig.
- Untitled.png (717.96 KiB) Skoðað 814 sinnum
- Untitled2.png (383.9 KiB) Skoðað 814 sinnum