Síða 1 af 1

Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 15:31
af ColdIce
Daginn
Er að íhuga kaup á turni sem er samsettur og er t.d. að skoða þetta
https://www.computer.is/is/product/tolv ... ara-abyrgd
Er eitthvað varið í þetta inwin dót?
Brenndi mig mikið á Dreamware í gamla daga og vil ekki endurtaka það...
Eins með skjá, er þetta ágætis skjár?
https://www.computer.is/is/product/skja ... 1440-144hz

Væri alveg til í linka á aðra turna og skjái ef þið mælið með einhverju

Fyrirfram þakkir

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 16:40
af hoaxe
Hvernig leiki ertu aðallega spila?

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 16:54
af ColdIce
hoaxe skrifaði:Hvernig leiki ertu aðallega spila?

Enga en planið er að eiga vél sem ræður við alla nýju leikina og er nokkuð future proof næstu 2-3 árin allavega.
Sé fyrir mér að vera mest í GTA, COD og slíku, en ómögulegt að segja til um það eins og er.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 18:36
af hoaxe
Ég persónulega hef átt inwin og var ég mjög ánægður með hana, en ef þú vilt future proof þá er þetta fínt setup, ég persónulega myndi fá þá til að setja i5 10600k í staðinn, þá ertu fullkominn held ég

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 22:46
af jonsig
Veit ekki mikið um þetta merki, en veit INWIN psu eru svosem OK. En ekkert meira en það.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Sun 21. Feb 2021 23:27
af Halli13
ColdIce skrifaði:Væri alveg til í linka á aðra turna og skjái ef þið mælið með einhverju


Þó þú viljir samsetta tölvu þá þarftu ekki endilega að versla þér einn af þeim samsettu möguleikum sem eru í boði hjá verslununum. Ég hef heyrt að oft séu notaðir íhlutir í þær sem hafa selst hægt og þeir séu að reyna að koma þeim út þannig, þó ég viti svosem ekkert um það.

Þegar ég keypti mér tölvu fyrir nokkrum árum fékk ég bara ráðleggingar um íhluti hjá þeim sem að þekkja til, t.d. hellingur af liði hér sem gæti hjálpað þér með það. Síðan verslaði allt hjá tölvutækni og þeir hentu því saman fyrir mig frítt, en það er líklega bara í boði ef þú verslar allt á sama staðnum, annars kostar samsetning hjá verslununum ekkert brjálað.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 00:53
af hoaxe
Sammála síðasta ræðumanni, ég myndi komast að því hvaða CL þetta minni hefur, 3200mhz eru ekki nægilegar upplýsingar.
Lang sniðugast væri að fá nákvæmar upplýsingar á innihaldi pakkans og skipta út þeim hlutum sem eru "lackluster".. ef þú færð þær upplýsingar skal ég glaður fara yfir þetta.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 07:10
af ColdIce
Þakka ykkur fyrir. Hvað með þennan skjá?

Annars er hér samsetning frá ATT. Hvernig leggst þetta í ykkur?

Fractal design focus G kassi
Corsair CX750W RGB psu
Asus ROG STRIX RTX 3060Ti 8GB OC Gaming skjákort
asus prime h410m a 1200 móðurborð
Corsair 2x8gb 3600mhz cl18 minni
Samsung evo plus 970 500gb nvme ssd
i5 10600kf örri

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 08:12
af Njall_L
ColdIce skrifaði:Er eitthvað varið í þetta inwin dót?

Þeir hjá Computer.is kalla tölvurnar sem þeir setja saman hjá sér Inwin vegna þess að þær eru í Inwin kössum, annars eiga þær ekkert skylt við Inwin. Síðan er restin af íhlutunum bara "off the shelf" og sett saman hjá þeim. Þessi tölva sem þú linkar á virðist vera nokkuð fínn balance en ég myndi sjálfur biðja um betri aflgjafa heldur en þennan Inter Tech Argus..

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 10:34
af Klemmi
ColdIce skrifaði:Þakka ykkur fyrir. Hvað með þennan skjá?

Annars er hér samsetning frá ATT. Hvernig leggst þetta í ykkur?

Fractal design focus G kassi
Corsair CX750W RGB psu
Asus ROG STRIX RTX 3060Ti 8GB OC Gaming skjákort
asus prime h410m a 1200 móðurborð
Corsair 2x8gb 3600mhz cl18 minni
Samsung evo plus 970 500gb nvme ssd
i5 10600kf örri


Vinnsluminnið mun ekki keyra á 3600MHz með þessu borði, H410 kubbasett með i5 styður mest 2666MHz. Skrítið að verslun pari þetta saman.
Myndi sjálfur fara í 1TB disk, Att eru ekki með neinar "ódýrar" týpur, en Intel 660/665p eða Crucial P1 eru spennandi kostir, í boði hjá Computer/Tölvutækni.

Aðalvandamálið með kaup á nýrri tölvu núna er að fá skjákort. Nýju 3000 series kortin eru uppseld alls staðar, en líklega/vonandi eiga verslanir einhver eintök til að selja með heilum tölvum.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 12:06
af ColdIce
Fann 3070 kort og held ég sé búinn að ákveða turninn en spurning með skjá. Hvorn myndu þið velja?

https://www.computer.is/is/product/skja ... 1440-144hz

https://www.computer.is/is/product/skja ... hz-c34h890

Hér er turninn annars
3D078733-6AA7-4CDA-8FBE-FA74DC6B46A0.jpeg
3D078733-6AA7-4CDA-8FBE-FA74DC6B46A0.jpeg (193.84 KiB) Skoðað 1384 sinnum

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 13:40
af Alfa
Eins og hefur komið fram er InWin kassinn bara, eins og að skýra Corsair tölvu af því það er kassinn. Hef átt 2 og þeir voru fínir en loftflæði svona so so. Eina sem ég hef að setja út á þessa tölvu sem þú varst með uppraunlega er að ég myndi ekki líta við þessum PSU. EVGA er 1000 kr dýrari hjá þeim. 650w þó en hinn er ábyggilega ekki 750w hvort sem er.

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 16:43
af ColdIce
Var að fá þennan pakka líka. Er mikill performance munur hér?
1.
3C786D86-91F5-4169-B138-37E07EEB1B81.jpeg
3C786D86-91F5-4169-B138-37E07EEB1B81.jpeg (193.84 KiB) Skoðað 1302 sinnum


2.
8CDA5D9E-0C7A-469D-AF57-83A6AF1321CE.jpeg
8CDA5D9E-0C7A-469D-AF57-83A6AF1321CE.jpeg (137.81 KiB) Skoðað 1302 sinnum

Re: Álit á nýrri tölvu

Sent: Mán 22. Feb 2021 18:12
af Raidmax
ColdIce skrifaði:Var að fá þennan pakka líka. Er mikill performance munur hér?
1.3C786D86-91F5-4169-B138-37E07EEB1B81.jpeg

2. 8CDA5D9E-0C7A-469D-AF57-83A6AF1321CE.jpeg


Ekki beint rosalega mikill performance munur en það eru nokkir hlutir sem eru meira high end en aðrir.

Þessi Inter-Tech afgjafi í efri vélinni er eitthvað sem ég myndi ekki fjárfesta í ef ég ætlaði að eiga vélin í meira en ár.

Samsung Evo vs Silicon Power - Evo frekar.

Esports kælingin frekar en CM H412R