Síða 1 af 1

Cloud Storage

Sent: Þri 16. Feb 2021 14:07
af thiwas
Ég er með mikið af fjölskyldumyndum mörg ár aftur í tímann sem mig langar að koma af öllum þessum flökkurum sem ég nota fyrir það.
Með hverju mælið þið fyrir svona geymslu.

Ég er að nota Onedrive fyrir upload af símamyndum og er ágætt í það,
Mér finnst hins vegar Google, Onedrive, dropbox og fleira ekki henta alveg í þetta, þar sem þetta eru örugglega um TB af myndum og vídeó skrám.

Er eitthvað annað sniðugt í boði þarna úti.

Re: Cloud Storage

Sent: Mið 17. Feb 2021 14:22
af ZiRiuS
Ég nota Backblaze, en það er í raun bara afritun og geymsla en ekki svona access cloud eins og Google, Onedrive og það. Mjög þægilegt dæmi samt

Re: Cloud Storage

Sent: Mið 17. Feb 2021 16:11
af thiwas
ok þetta gæti reyndar verið alveg málið fyrir mig, þarf ekki endilega cloud based access, heldur bara storage.

takk fyrir

Re: Cloud Storage

Sent: Fim 18. Feb 2021 15:43
af svavaroe
Backblaze B2. 1TB á 5$, getur loggað þig inn í vefviðmót hjá þeim og sótt stök skjöl og búið til buckets
og þessháttar. Svo geturu notað rclone eða önnur álíka afritunartól til að taka afrit fyrir þig inná B2 Cloud Storage.