(Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Allt utan efnis

Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

(Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf Dazy crazy » Lau 13. Feb 2021 17:07

Góðan og blessaðan daginn.

Pabbi spurði hvernig fartölvu hann ætti að kaupa sem þolir hnjask og er þokkalega öflug í myndbandsvinnslu. Ég er ekki lengur eins sleipur á svellinu og ég var en ég sagði honum að kaupa Lenovo umfram annað þar sem ég hef mjög góða reynslu af þeim.
Hann býr í Noregi og fann síðu sem selur refurbished vélar og mér líst þokkalega á þær en datt í hug að spyrja hér hvaða vél af þessum menn myndu helst mæla með.

https://www.pcdeal.no/pc-nettbrett/pc-baerbar/lenovo

Kv. Dagur


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf rapport » Lau 13. Feb 2021 17:24

Myndvinnsla er líklega best á Apple




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 13. Feb 2021 18:18

Hann gæti farið í öflugri tölvur frá Thinkpad eins og W540, W541 eða P51 sem eru til sölu þarna. Sýnist þær allar koma með i7 quad core og 16 gb vinnsluminni. Thinkpad er líka með TP útgáfur eins og T540P og T460P. Dell og HP eru líklegast með sambærilegar útgáfur.

Eldri gerðirnar eru líklegast bara með VGA porti út ef hann ætlar að nota aukaskjá.

En þessar tölvur eru ekki léttar, nær þremur kg líklegast. Sterklega byggðar og ættu að þola hnjask.

P.S. 40 týpurnar frá Lenovo koma með mús/snertifleti sem margir myndu lýsa sem ekki þeim vinsælasta. Góðu fréttirnar eru þær að það er frekar auðvelt að skipta um músina sjálfur.
Síðast breytt af mjolkurdreytill á Lau 13. Feb 2021 18:28, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf Dazy crazy » Lau 13. Feb 2021 22:26

Takk fyrir svörin, við skoðum þetta betur :D


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf einarn » Sun 14. Feb 2021 01:15

mjolkurdreytill skrifaði:Eldri gerðirnar eru líklegast bara með VGA porti út ef hann ætlar að nota aukaskjá.


Held að flest Thinkpad módel séu með mini dp. Er sjálfur með 431s og það er þannig á henni.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 14. Feb 2021 11:01

einarn skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:Eldri gerðirnar eru líklegast bara með VGA porti út ef hann ætlar að nota aukaskjá.


Held að flest Thinkpad módel séu með mini dp. Er sjálfur með 431s og það er þannig á henni.


Það er líklegast rétt hjá þér. Mér hefur einhvern veginn alltaf tekist að láta þessa mDP útganga fara framhjá mér.

W540/1 og T550 koma þá einnig með VGA útgangi en P50 og yngri módelin eru einnig með HDMI útgangi.




Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: (Hjálp) Pabbi spurði mig hvaða tölvu hann ætti að kaupa..

Pósturaf Dazy crazy » Sun 14. Feb 2021 15:14

Hann fer líklega í W540 fyrir skjástærðina og kaupir svo dokku seinna ef hann vantar hdmi eða dvi skjátengi


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!