Síða 1 af 1

bæta texta inn á mynd

Sent: Fim 28. Jan 2021 03:11
af emil40
Góða kvöldið kæru félagar.

Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhver hérna væri til í að kenna mér að setja texta inn á mynd. Ég er með mynd sem ég ætla að láta einstakling fá sem þarf að hafa texta með og langar að geta látið hana fá myndina þannig.

með bestu kveðjum.

emil40

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fim 28. Jan 2021 08:51
af jericho
Geri ráð fyrir að þú sér að tala um video, t.d. bíómynd. Ég hef alltaf náð bara í subtitles skrár (t.d. .SRT) af síðum eins og subscene.com eða opensubtitles.org. Ef þú notar t.d. VLC player, þá getur þú valir textaskrá undir "Subtitle -> Add subtitle file..."

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fim 28. Jan 2021 10:37
af emil40
já ég er að tala um bíómynd. Ég var að skoða þessar síður en fann ekki íslenskann fyrir þessa tilteknu mynd.

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fim 28. Jan 2021 12:10
af jericho
Svo best sem ég veit, þá er mjög takmarkað framboð af íslenskum textum.

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fim 28. Jan 2021 22:11
af einarhro
Opnar enska textann, srt skránna, í notepad og þýðir textann yfir á íslensku.

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fös 29. Jan 2021 11:01
af emil40
er ekki rosalega mikið verk að þýða heila mynd. Spurning hvort að það sé til forrit sem sæi um það ?

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fös 29. Jan 2021 11:45
af Njall_L
emil40 skrifaði:Spurning hvort að það sé til forrit sem sæi um það ?

https://translate.google.com/

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fös 29. Jan 2021 12:16
af Daz
Ef þú hefur myndina á disk, eins og er augljóst að þú hefur þar sem þú ert með rafrænt eintak af henni, þá geturðu rippað textann af diskinum sérstaklega.

Re: bæta texta inn á mynd

Sent: Fös 29. Jan 2021 12:19
af Klemmi
Þú varst í sömu pælingum í fyrra, fékkst þar meðal annars svör um hvernig þýða mætti textann:
viewtopic.php?f=9&t=82053&p=705179