Barnabílstóll
Sent: Lau 16. Jan 2021 19:18
Sælir vinir. Ég er að brasa við að setja upp barnabílstól í bíl og er að velta því fyrir mér hversu mikið maður leggur á þennan support leg sem fer í gólfið.
Fyrir mér virðist það "meika sens" að setja allt álag á fótinn þannig stóllinn sé alveg pikkfastur og spennist í sætisbakið, en leiðbeiningarnar segja ekkert voða mikið um málið, bara að það þurfi að koma grænt merki á fótinn, en það gerir það svosem um leið og fóturinn er kominn í fulla snertingu við gólfið.
Vandamálið er að ef stóllinn er jafn spenntur og fastur og ég vill hafa hann, þá er töluverður halli á stólnum afturábak og virðist alls ekki sitja rétt í bílnum, sérstaklega af því hann liggur ekkert á setunni. Hins vegar, ef hann situr á setunni og fóturinn er bara temmilega stilltur á gólfið, þá er hægt að hreyfa hann töluvert, eða kannski 5°+/- upp, sem mér finnst alveg galið.
Hvernig hafið þið sem eigið svona stóla gengið frá þessu?
Fyrir mér virðist það "meika sens" að setja allt álag á fótinn þannig stóllinn sé alveg pikkfastur og spennist í sætisbakið, en leiðbeiningarnar segja ekkert voða mikið um málið, bara að það þurfi að koma grænt merki á fótinn, en það gerir það svosem um leið og fóturinn er kominn í fulla snertingu við gólfið.
Vandamálið er að ef stóllinn er jafn spenntur og fastur og ég vill hafa hann, þá er töluverður halli á stólnum afturábak og virðist alls ekki sitja rétt í bílnum, sérstaklega af því hann liggur ekkert á setunni. Hins vegar, ef hann situr á setunni og fóturinn er bara temmilega stilltur á gólfið, þá er hægt að hreyfa hann töluvert, eða kannski 5°+/- upp, sem mér finnst alveg galið.
Hvernig hafið þið sem eigið svona stóla gengið frá þessu?