Síða 1 af 1

Xbox notendur

Sent: Lau 16. Jan 2021 12:55
af tanketom
Góða kvöldið Xbox notendur. Eins og einhver ykkar vita þá er ég ásamt öðrum aðilum búinn að vinna hörðum höndum í að koma með Xbox almennilega til Íslands. Það þýðir að við erum að berjast fyrir að fá Xbox vélar, aukahluti, Game Pass, Live osfrv. án þess að fólk þurfi að fara krókaleiðir til þess að verða sér út um þessa hluti og fái þá á móti fulla þjónustu líkt og er erlendis.

Fyrr í dag skrifaði ég í þráð hér að neðan að nú væru hjólin loksins farin að snúast en líkt og var bent á, þá snúast þau hægt. Við hins vegar fögnum öllum hreyfingum!

Til þess að við getum beitt enn meiri þrýstingi á okkar fólk innandyra hjá Microsoft þá settum við saman örstuttan 10 spurninga spurningalista til þess að útbúa tölfræði um markaðinn fyrir fund með Microsoft sem innan tveggja vikna.

Eru ekki allir til í að hjálpast að og svara þessum stutta spurningalista?

https://forms.office.com/Pages/Response ... BDNFdBRC4u


A.T.H ég er bara áfram senda þennan póst, mér datt í hug að margir hér hefðu áhuga og er þetta á vegum Grétars. Takk

Re: Xbox notendur

Sent: Lau 16. Jan 2021 14:19
af netkaffi
Takk. Var að svara.

Re: Xbox notendur

Sent: Lau 16. Jan 2021 17:50
af Zethic
Gleðifréttir, var einmitt að ergja mig á afhverju það bólar ekkert á Series X á Íslandi

En mjög vafasamt að biðja um email addressu og þetta mikið af upplýsingum án þess að koma fram undir nafni. Í raun algjört rautt flagg