Síða 1 af 1
Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Þri 12. Jan 2021 18:17
af mikkimás
Sælir.
Tek fyrst fram að ég veit ekkert um rafmagn.
En þannig er að ég er að hugsa um að panta mér á Amazon SMART loftljós sem eru LED, dimmanleg og með úrval af litum.
Kannski asnaleg spurning, en eru einhverjar líkur á að ég sé að kaupa mér búnað sem fari ekki eftir sama rafmagnsstandard og við búum við á Íslandi?
Þetta eru eftir sem áður bara loftljós.
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Þri 12. Jan 2021 18:20
af worghal
ég var eitthvað að skoða þetta fyrir um ári síðan, þá var víst einhver munur á milli hue pera frá usa og eu samkvæmt reynslusögum sem ég hef lesið og hafa usa perur ekki fílað það of vel að vera notaðar í evrópu, veit sjálfur ekki hvort það sé 100% satt.
veit ekkert um neinar aðrar perur.
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Þri 12. Jan 2021 18:22
af Semboy
usa perur ad taka inn 120v medan evropa 230 til 240. Ef thetta er evropa amazon tha er ekkert mal
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Þri 12. Jan 2021 18:23
af kimpossible
Hef heyrt að USA Hue perur virki alveg í evrópu. Hinsvegar ef þú ert að nota venjulegan rofa til að kveikja á slökkva á þeim, þá ráða þær illa við það. En ef þær eru alltaf með straum á sér. Þá endast þær fínt.
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Þri 12. Jan 2021 20:02
af Tbot
Allur rafmagnsbúnaður (110-240 VAC) þarf að vera CE merktur. Ef hann er það ekki er hætta á að hann verði stoppaður í tolli og sendur aftur eða fargað.
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Mið 13. Jan 2021 01:06
af olihar
USA Philips Hue virkar ekki í Evrópu með góðu móti.
Re: Loftljós af Amazon og Rafmagnsstandard á Íslandi
Sent: Mið 13. Jan 2021 08:33
af Arkidas
Ég notaði 14 bandarískar Philips Hue white and color ambiance á EU straumi í c.a. 2 ár.
Virkaði alveg, fyrir utan það að ég gat ekki slökkt á þeim í appinu. Þær kveiktu bara strax á sér aftur. Ég fattaði seinna að það er hægt að slökkva á þeim í appinu ef ég minnka fyrst birtustigið og bíð aðeins. Það virðist vera að þær nái þá að kólna. Tengist því eitthvað.
Skipti svo yfir í LIFX sem eru mun bjartari og sama model virkar hvar sem er í heiminum.
En ef þú ætlar í Hue þá myndi ég nú líklega sjálfur reyna að fara í evrópska útgáfu (til í Elko?). En þú getur metið þetta sjálfur. Kannski mun ódýrara að kaupa frá USA, þekki það ekki. Mér fannst þetta slökkvidæmi ekki það pirrandi, ég slekk meira að segja enn oftast á LIFX perunum mínum handvirkt. Nema þegar ég fer út. Þá er næs að það gerist sjálfkrafa auðvitað.