Síða 1 af 1

Hátíðni hljóð í straum breyti

Sent: Lau 26. Des 2020 18:54
af littli-Jake
Ég fékk nuddbissu í jólagjöf. Það er eitthvað leiðinda hátíðni hljóð í hleðslutækinu, svipað og í Egilshöll. Ég fékk að sjá eins græju og það er svipað hljóð þar. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Re: Hátíðni hljóð í straum breyti

Sent: Lau 26. Des 2020 19:24
af Bourne
Nei þetta er sjúklega algengt. Settu eyrað uppvið hvaða hleðslutæki sem er og þú munt heyra suð.
Bara mismunandi hversu hátt, þessi hljóð geta verið ótrúlega pirrandi.

Re: Hátíðni hljóð í straum breyti

Sent: Lau 26. Des 2020 19:25
af jonsig
Þetta er crappy hönnun, þetta hljóð á ekki að vera á heyranlega sviðinu. Er þetta þegar það er verið að hlaða eða öfugt ?

Re: Hátíðni hljóð í straum breyti

Sent: Lau 26. Des 2020 19:30
af gunni91
Hef því miður heyrt þetta alltof oft td í laptop hleðslutækjum en heyrist aldrei nema ég hendi breytinum við eyrað. Oftast eðlilegt.

Ef þetta er hátíðnihljóð er þetta eins og jonsig nefnir, sennilega léleg hönnun, sérstaklega þar sem þú ert búin að staðfesta eins hljóð hjá öðrum. Ef þú byrjar að heyra "buzzing" getur hann hinsvegar verið hættulegt hleðslutæki.

Re: Hátíðni hljóð í straum breyti

Sent: Lau 26. Des 2020 19:54
af jonsig
littli-Jake skrifaði:Ég fékk nuddbissu í jólagjöf. Það er eitthvað leiðinda hátíðni hljóð í hleðslutækinu, svipað og í Egilshöll. Ég fékk að sjá eins græju og það er svipað hljóð þar. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?


Vandamálið við þetta er ekki hljóðið sjálft, heldur gefur þetta til kynna metnaðinn sem fór í að hanna þetta hleðslutæki(orðið spennir betur við í þessu tilviki.)
Líklega hefur kínverjinn þarna komist í einhverja bulk sendingu af spennum sem ætlaðir voru í annað, og tweekað líklega niður spennuna af honum til að virka með þessari vöru. Meðan hönnunin þolir það er það í lagi með vörur sem eiga að endast bara ábyrgðartíman en gallinn er hinsvegar að spennirinn vinnur á lægri tíðni en hann var hannaður og byrjar að óma á okkar heyrnarsviði í stað 100kHz og uppúr.