Fake vara og eBay / Paypal / VISA
Sent: Fim 24. Des 2020 11:39
TLDR: Fékk sent 'fake' 50$ Casio úr og eBay/Paypal krefjast þess að ég sendi það til baka (sem kostar mig um 50% af verði úrsins) til þess að fá endurgreitt. Er galið að gera endurkröfu til Valitor um að færslan sé ógild?
Pantaði úr frá eBay (passaði mig á því að velja 'legit' seljanda með gott review) sem skilaði sér um daginn. Tók það upp og fannst eitthvað off - létt m.v. önnur Casio og þá kom m.a. einkennilegt hljóð þegar ég kveikti á backlight o.fl.
Fór að Googla og komst fljótlega að því að úrið er fake - það vantar ýmsa functions o.fl. sem á að vera á alvöru úri. Sendi ítarlega lýsingu á seljanda með myndum og myndbandi sem svaraði bara "Leiðinlegt að þetta uppfyllti ekki væntingar - sendu það til baka og við endurgreiðum". Sama svar kemur frá eBay og Paypal þótt ég hafi farið yfir það nokkuð ítarlega hvers vegna þetta er fake, ekki orginal.
Þótt að um litlar fjárhæðir (50$) sé um að ræða er þetta prinsipp mál - finnst ótrúlegt að það sé í lagi að senda eftirlíkingu og láta mig svo borga return shipping til að fá endurgreitt. Ég hugsa að Casio væri ekkert alltof sátt við það að úrið sé sent til baka - sem opnar auðvitað á möguleika seljanda að selja það aftur. Þrátt fyrir þessar röksemdir fæ ég bara "computer says no" frá Paypal.
Til þess að taka smá sök af seljanda þá var augljóst að úrið hafði verið opnað á einhverjum tímapunkti og því mögulegt að einhver hafi keypt úrið - skipt því út fyrir fake og sent til baka fyrir endurgreiðslu.
Ég held að úr því sem komið er þurfi ég hreinlega að gera endurkröfu á Valitor og vísa til þess að ég hafi fengið eftirlíkingu. Hefur einhver lent í öðru eins?
Pantaði úr frá eBay (passaði mig á því að velja 'legit' seljanda með gott review) sem skilaði sér um daginn. Tók það upp og fannst eitthvað off - létt m.v. önnur Casio og þá kom m.a. einkennilegt hljóð þegar ég kveikti á backlight o.fl.
Fór að Googla og komst fljótlega að því að úrið er fake - það vantar ýmsa functions o.fl. sem á að vera á alvöru úri. Sendi ítarlega lýsingu á seljanda með myndum og myndbandi sem svaraði bara "Leiðinlegt að þetta uppfyllti ekki væntingar - sendu það til baka og við endurgreiðum". Sama svar kemur frá eBay og Paypal þótt ég hafi farið yfir það nokkuð ítarlega hvers vegna þetta er fake, ekki orginal.
Þótt að um litlar fjárhæðir (50$) sé um að ræða er þetta prinsipp mál - finnst ótrúlegt að það sé í lagi að senda eftirlíkingu og láta mig svo borga return shipping til að fá endurgreitt. Ég hugsa að Casio væri ekkert alltof sátt við það að úrið sé sent til baka - sem opnar auðvitað á möguleika seljanda að selja það aftur. Þrátt fyrir þessar röksemdir fæ ég bara "computer says no" frá Paypal.
Til þess að taka smá sök af seljanda þá var augljóst að úrið hafði verið opnað á einhverjum tímapunkti og því mögulegt að einhver hafi keypt úrið - skipt því út fyrir fake og sent til baka fyrir endurgreiðslu.
Ég held að úr því sem komið er þurfi ég hreinlega að gera endurkröfu á Valitor og vísa til þess að ég hafi fengið eftirlíkingu. Hefur einhver lent í öðru eins?