Síða 1 af 1
Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 13:48
af rapport
Ég hef það greinilega of gott eða er bara svona innilokaður og hugmyndasnauður.
p.s. við gefum ekki dýrar gjafir og við reynum að hitta í mark að þær dýru okkar á milli (20-30þ. max) séu praktískar eða í það minnsta mjög skemmtilegar.
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 14:03
af Semboy
Thetta er thad sem mig langar. versace vel liktandi,ps5 fjarstyring, Veggja ljosmynd, gjafakort, har snyrtivara fra scotch porter, vin glos,
hringras bord fyrir rafmagn, bordplata ,nudd fyrir tvo,
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 15:27
af worghal
árið í ár er mjög gott til að koma sér inn í Lego
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 16:01
af Roggo
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 16:19
af Robotcop10
fæst svona einhverstaðar hérna á Íslandi ? eða eitthvað líkt þessu
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 16:27
af worghal
Robotcop10 skrifaði:fæst svona einhverstaðar hérna á Íslandi ? eða eitthvað líkt þessu
er ekki bara hægt að fá einhvern til að 3d prenta stút á ryksuguna sína.
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 16:41
af Roggo
worghal skrifaði:er ekki bara hægt að fá einhvern til að 3d prenta stút á ryksuguna sína.
Þetta er ekki handhæg ryksuga, þetta blæs lofti frá sér... Ekki rykhreinsarðu tölvuna þína með ryksugu?
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 18:25
af Brimklo
Hugmyndir sem ég gaf fjölskyldu og vinum var, pítsasteinn, svunta, örgjörvakæling, sous vide vél og kjöthitamælir. veit ekki hvort þú fílir eh af þessu.
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Sun 06. Des 2020 20:09
af rapport
Þetta á allt erindi + fann eina úlpu (en finnst smá kjánalegt að biðja um semi hlýja úlpu þegar veturinn er að fara versna og ég á geggjaða kuldaúlpu
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Fim 17. Des 2020 10:53
af kusi
Púff, var í svipuðum vandræðum sjálfur og öfunda frúnna ekki af þvi að kaupa fyrir mig gjöf. Það er fátt sem mig vantar.
Gat nefnt Leatherman (Wave, Skeletool), laser (mælitæki , "hallamál) og topplyklasett. Mér finnst bókin um Guðjón Samúelsson mjög spennandi og á þegar "Reykjavík sem ekki varð" sem mér finnst mjög skemmtileg. Ég keypti annars Delorean playmo fyrir "börnin" sem ég er ansi spenntur fyrir. Svo væri nú alltaf gaman að fá eitthvað skemmtilegt legósett
Ef ég ætti ekki nýlega Birkenstock væru þeir klárlega á listanum.
Annars skilst mér á meira smekkfólki en mér að jólagjöfin í ár sé annaðhvort nuddbyssa eða eitthvað af
https://www.muurikka.is/
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Fim 17. Des 2020 11:00
af Hjaltiatla
Er ekki Raspberry pi alveg málið
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Fim 17. Des 2020 11:37
af Lexxinn
kusi skrifaði:Annars skilst mér á meira smekkfólki en mér að jólagjöfin í ár sé annaðhvort nuddbyssa
Fyrir áhugasama þá mæli ég 100% með að panta slíkt frekar frá aliexpress - kostar ca 55% minna en að kaupa þetta hérna heima en færð sömu byssu svo lengi sem ekki sé keypt byssa upp á +50k.
Ég keypti frá
þessum seljanda nýlega 3 vélar sem eru allar að slá í gegn. Komst nýverið í snertingu við vélarnar sem Elko selur og ég finn lítinn sem engan mun í virkni vélanna + þær koma með sömu attachments. Pantaði 25oct og var komið í mínar hendur 24nov og 30nov
Sjálfur verslaði ég
þessar með LCD skjá og án LCD skjá - mjög ánægður með þær.
Þessar virðast svo vera nákvæmlega sömu nuddbyssur og Elko er að selja á 23þ. (allavega nákvæmlega sama útlit og kassi)
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Fim 17. Des 2020 12:07
af ABss
Þegar hugmyndaleysi og í raun algjört skortur á nokkurri vöntun er staðan, er einfaldlega gott að anda bara léttar og taka ekki þátt í óþarfa neyslu og spreði.
Ég er handviss, og vona svo sannarlega, um það að þú, og allir hér, hafið það sem allra best. Munum að dót og drasl er tímabundin gleði og hamingjan finnst ekki í nýju dóti, þó það geti vissulega verið skemmtilegt.
Ef staðan er orðin sú að það er bara vesen, og jafnvel leiðindi, að finna pakka fyrir nánustu ættingja, maka eða vini, sleppið því þá einfaldlega en leggið ykkur fram við að gera eitthvað sérstaklega skemmtilegt og gott fyrir þau eða með þeim
85þkr ipod-úr sem verður úrelt eftir ár vs. stefnumótakvöld með makanum, krakkarnir í pössun og fínerí.
Eða bara geyma peninginn til að janúar og febrúar verði nú ekki svo hræðilegir, slökkvið á símunum og hrærið í gommu af smákökudeigi. Deilið deiginu svo út til að einfalda öðrum að hafa bakstursstund, eða bakið og gefið beint.
Svona atriði gera heilmikið fyrir fólk og kosta sáralítið.
Smá vangaveltur frá áhugamanni um að gera jólin stresslaus(stressminni) og vinaleg.
Re: Hjálp - Veit ekki hvað mig langar í í jólagjöf
Sent: Fim 17. Des 2020 12:09
af jericho
Fékk svona kjöthitamæli í gjöf og þetta er svo mikil snilld!
https://www.fastus.is/fastus/fyrirtaekj ... c2a124524bVeit ekki hvort þú ert mikið fyrir borðspil, en sum þeirra eru svoooo skemmtileg. Mjög hollt áhugamál