Næsti örgjörvinn minn
Sent: Fös 10. Jún 2005 11:45
Ímyndið ykkur að árið sé 2006, þið eruð staddir í eftirlætis tölvuverslun ykkar og lítið yfir úrvalið þar. Ykkur til mikillar undrunar og ánægju er eins og einn örgjörvaframleiðandinn hafi lesið hugsanir ykkar og hafa lagað örgjörvahönnun sína einmitt að ykkar hugmyndum. Hvernig væri sá örgjörvi?
Fyrir mitt leiti myndi hann vera nokkurn veginn á þessa leið:
Tvíkjarna Sempron með 64-bita og SSE3 viðbætum, 2X256KB L2 skyndiminni og dual channel DDR2 stýringu (á nýja ) sem styddi DDR2-1000 minniskubba. Hann væri smíðaður á 65nm vinnsluaðferð, væri með u.þ.b. 150M transistora og væri kjarninn u.þ.b. 70mm^2. Líkleg klukkutíðni væri 2.000MHz en þar sem þeir væru byggðir á nýjustu tækni væri auðvelt að koma þeim upp í 2.8-3.0GHz. Verð frá framleiðanda væri líklega 125-150$ svo að þetta væru kostakaup í alla staði.
Það er alltaf ókeypis að láta sig dreyma
Tjáið ykkur nú kæru vaktarar hvernig væri næsti örgjörvi ykkar ef þið fengjuð að ráða, reynið samt að vera raunsæ í hugmyndum ykkar og miða við þá þróun sem á sér stað núna.
Fyrir mitt leiti myndi hann vera nokkurn veginn á þessa leið:
Tvíkjarna Sempron með 64-bita og SSE3 viðbætum, 2X256KB L2 skyndiminni og dual channel DDR2 stýringu (á nýja ) sem styddi DDR2-1000 minniskubba. Hann væri smíðaður á 65nm vinnsluaðferð, væri með u.þ.b. 150M transistora og væri kjarninn u.þ.b. 70mm^2. Líkleg klukkutíðni væri 2.000MHz en þar sem þeir væru byggðir á nýjustu tækni væri auðvelt að koma þeim upp í 2.8-3.0GHz. Verð frá framleiðanda væri líklega 125-150$ svo að þetta væru kostakaup í alla staði.
Það er alltaf ókeypis að láta sig dreyma
Tjáið ykkur nú kæru vaktarar hvernig væri næsti örgjörvi ykkar ef þið fengjuð að ráða, reynið samt að vera raunsæ í hugmyndum ykkar og miða við þá þróun sem á sér stað núna.