Síða 1 af 1

3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 17:59
af GuðjónR
Landsbankinn var að tilkynna vaxtalækkun á breytilegum húsnæðislánum úr 3.5% í 3.3% eða 0.2%
Gildistaka er 1. desember.

Nú er tækifæri fyrir þá sem eru ennþá með hryllingslán að gefa sjálfum sér endurfjármögnun í jólagjöf.
https://www.landsbankinn.is/frettir/202 ... kar-vexti/

Re: 3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 18:51
af jonsig
Er þetta ekki verðtryggður-uppí-rjáfur-skítur?

Re: 3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 19:23
af vatr9
Óverðtryggt 3,3%.
Nú þakkar maður fyrir að hafa ekki fest vextina.

Re: 3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 21:59
af arnarj
Tilkynnt með 6 daga fyrirvara um lækkun.

Þegar þeir hækkuðu vexti um daginn var enginn fyrirvari, fréttin send út eftir lokun og vextir hækkaðir daginn eftir
https://www.landsbankinn.is/frettir/202 ... ir-voxtum/

Þvílík vinnubrögð

Re: 3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 22:08
af Viktor
arnarj skrifaði:Þegar þeir hækkuðu vexti um daginn var enginn fyrirvari, fréttin send út eftir lokun og vextir hækkaðir daginn eftir
https://www.landsbankinn.is/frettir/202 ... ir-voxtum/

Þvílík vinnubrögð


:eh

Landsbankinn.is skrifaði:Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hækka

Re: 3.3% vextir hjá Landsbanka

Sent: Mið 25. Nóv 2020 22:33
af arnarj
Sallarólegur skrifaði:
arnarj skrifaði:Þegar þeir hækkuðu vexti um daginn var enginn fyrirvari, fréttin send út eftir lokun og vextir hækkaðir daginn eftir
https://www.landsbankinn.is/frettir/202 ... ir-voxtum/

Þvílík vinnubrögð


:eh

Landsbankinn.is skrifaði:Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hækka


Þú ert ekki að skilja eðli málsins, auðvitað hækka ekki vextirnir hjá þeim sem eru nú þegar með lán á föstum vöxtum. Allir aðrir sem gætu haft áhuga á að færa sig í lán með föstum vöxtum fá engan fyrirvara til að færa sig yfir í lán með föstum vöxtum fyrir vaxahækkunina.