Síða 1 af 1

Sjónvörp frá USA

Sent: Mán 23. Nóv 2020 11:33
af torfih
Eru menn (og konur) að versla sjónvörp frá USA? Hef keypt myndavélar og tölvuskjái frá B&H í NY og fengið fína afgreiðslu, er eitthvað sem þarf að varast varðandi sjónvörp?

Re: Sjónvörp frá USA

Sent: Mán 23. Nóv 2020 11:40
af Njall_L
Staðfesta að það virki á 230V áður en þú kaupir. Langflest tæki í dag virka á 110-240V en um að gera að fá það nelgt niður áður.

Ekki gera ráð fyrir að tuner (loftnetsmóttakari) virki hérna heima

Re: Sjónvörp frá USA

Sent: Mán 23. Nóv 2020 13:30
af Hizzman
Hvað með CE merki? Eru raftæki án CE ekki stoppuð í tollinum?

Re: Sjónvörp frá USA

Sent: Mán 23. Nóv 2020 16:43
af Chez
I recently moved from the US to Iceland. I had a number of TVs in the US (including an LG OLED) and none were compatible with 240V (I checked when we were considering whether to ship them or sell and buy new here).

Re: Sjónvörp frá USA

Sent: Mán 23. Nóv 2020 22:08
af Hrotti
Ég pantaði 65" TV frá B&H í fyrra og það var allt til fyrirmyndar, Kom heim að dyrum mun hraðar en ef ég hefði látið senda það úr RVK (bý í Reykjanesbæ) :)