USB snúrur og hleðslugeta

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

USB snúrur og hleðslugeta

Pósturaf GullMoli » Þri 17. Nóv 2020 10:38

Keypti mér Anker hleðslubanka um daginn og með honum fylgdi USB snúra. Frekar stór hleðslubanki eða um 15000mah svo það tekur daggóða stund að hlaða hann.

Ákvað að athuga hversu mörgum amperum hann var að hlaða sig á með svona USB mælistykki sem kemur á milli hleðslutækis og snúru (keypti á Aliexpress fyrir einhverjum árum).

Generic 1 metra snúra sem ég hef notað til að hlaða hitt og þetta: 5V og 1.12A

Anker snúran sem fylgdi með, sem er notabene tölurvert þynnri: 5V og 2.13A

Nánast tvöfaldaðist bara við það að skipta um snúru ](*,) Það vægast sagt skiptir máli að spá ekki eingöngu í því að vera með öflugt hleðslutæki..


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: USB snúrur og hleðslugeta

Pósturaf jonsig » Þri 17. Nóv 2020 12:30

Ertu að nota Power delivery eða qualcomm quick charge?

Spurning líka um hvað straumþeginn supportar t.d. Quick charge1,2,3 eða 4. En það er innbyggður fítus í mörgum hraðhleðsluaðferðum að "prófa" straum þol skottsins með að athuga spennufallið á viðtækinu, þar sem það er ekki hægt að treysta á viðnámsbrúnna sem er innbyggð í kapalinn sem segir hleðslutækinu hvað má senda mikinn samfelldan straum um snúruna.

Besta snúran sem ég hef notað er apacer PD 5A usb-c í kísildal.