Poppvél --- einhver reynsla?

Allt utan efnis

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf netkaffi » Fös 13. Nóv 2020 17:29

Það er ekkert mál að poppa í potti, en mig langar að vita hvort það sé ekki auðveldara í poppvél. Einhver prófað svona?

Mér finnst það vera svoldið ritual að popppa í potti, og ég nenni því ekki.

Það eru flestar raftækjaverslanir með poppvélar, og það hefur verið þannig í langan tíma, svo eitthvað hlýtur að seljast af þessu og vera not í þessu. Sbr. https://www.google.com/search?q=site%3A.is+poppv%C3%A9l
Hérna er ein á 3.990. Er málið að fara í 9.990 kr vélina frá OBH Nordica?


Btw, hérna er poppþráður vaktarinnar, LOL: viewtopic.php?f=9&t=34842
Síðast breytt af netkaffi á Lau 14. Nóv 2020 18:34, breytt samtals 2 sinnum.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Viggi » Fös 13. Nóv 2020 17:34

átti svona https://ht.is/product/poppvel-big-popper og gaf hana í restina þar sem ég var leiður á því að þrífa þetta. Er bara með sílíkon skál í örbylgjuna og hendi smjörklípu með og það er bara ekkert verra en í potti


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf jonsig » Fös 13. Nóv 2020 18:48

Notar þetta álíka oft og ísvélina...



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf worghal » Fös 13. Nóv 2020 19:08

maður þarf líka að spurja sig, þarf maður enn eitt tækið í eldhúsið? :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf netkaffi » Fös 13. Nóv 2020 19:15

jonsig skrifaði:Notar þetta álíka oft og ísvélina...
LOL. Er örugglega aldrei að fara kaupa íslvél. Gastu gert góðann ís úr henni?

Viggi skrifaði:átti svona https://ht.is/product/poppvel-big-popper og gaf hana í restina þar sem ég var leiður á því að þrífa þetta. Er bara með sílíkon skál í örbylgjuna og hendi smjörklípu með og það er bara ekkert verra en í potti
Sílíkon skál, hvar fær maður þannig?
Hversu mikið ves var annars að þrífa vélina?

worghal skrifaði:maður þarf líka að spurja sig, þarf maður enn eitt tækið í eldhúsið? :lol:

100%, ég veit að flestir sem kaupa eitthvað svona geima það svo inni í skáp næstu áratugina. LOL

Ég hinsvegar er alveg kominn með talsverða reynslu á hvað ég vil. Ég er mjög viðkvæmur fyrir mataræði og popp er eitt af því sem hefur ekki nein slæm áhrif á mig; þ.e.a.s. mjög lítið brain fog og veldur nánast engum kvíða (ég fæ kvíða af að borða kornmeti eins og brauð, og af sykri líka). Mér finnst popp líka drullugott. Þannig ef ég get sparað mér hand tökin og hugsunina í að gera popp, þá er það súper plús fyrir mig!
Síðast breytt af netkaffi á Fös 13. Nóv 2020 19:15, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf thrkll » Fös 13. Nóv 2020 19:35

[-X [-X [-X

Ég átti svona poppvél sem Elko var að selja einhverntíma. Án þess að hika get ég fullyrt að þetta er versta raftæki sem ég hef nokkurntíma átt.

Mig grunar að ég hafi kannski verið á svipuðum stað og þú: aðeins of mikil fyrirhöfn að poppa í potti en örbylgjupoppið er engin samkeppni þegar kemur að gæðum. Þetta voru einmitt ástæðurnar fyrir því að ég freistaðist (ó hvers vegna) til að kaupa poppvél. Ef ég hefði vitað hvað væri í þann mund að henda mig hefði ég frekar kosið að vaska upp kámuga smjörpotta til eilífðarnóns.

Þessi poppvél, eins og margar aðrar poppvélar, grundvallaðist á einhverjum einföldum mekanisma sem notar heitt loft til að hita poppið á meðan það snýst í hringi. Stóra loforðið var svo að það þurfi enga olíu til að sprengja kjarnana, sem aftur þýddi að ekki þyrfti að þrífa tækið og ætti að einfalda allt. Þetta var svo sannarlega rétt.

En poppið sem kom út úr þessu... Reyndar get ég nú mörgum árum seinna sagt að þessi reynsla gerði mig að betri manni - en hvað um það. Stóri lærdómurinn hér var að popp sem er ekki steikt uppúr smjöri eða olíu er ekki popp. Það er heldur ekki matur og það er heldur ekki eitthvað sem menn geta yfir höfuð borðað. Þetta var í besta lagi dýrafóður fyrir húsdýr sem maður elskar ekki. Ekkert salt, poppkrydd, mismunandi vörumerki eða reddingar með olíu gátu bjargað óhamingjunni sem kom út úr þessari vél.

Ég er alls ekki einhver dannaður maður sem borðar bara eitthvað fínerí. Ég hef borðað úr ruslagámum og myndi ekki detta í hug að henda niðursoðnum túnfiski sem er kominn nokkra mánuði yfir tímann. En ég hefði aldrei getað borðað þetta popp. Það var þurrt og ógeðslegt og ég get ekki einu sinni lýst því. Ef ég hefði ekki þessa reynslu myndi ég ekki trúa því að hægt væri að búa til eitthvað svona hryllilegt úr afurð sem fyrirfinnst í jurtaríkinu.

Ef þetta er svo ekki nóg þá er versti kaflinn eftir; það var bókstaflega engin leið til að stjórna eða beina poppinu sem kom út ofaní skálina. Þegar poppið byrjaði að fljúga út um allt eldhúsið minnti þetta ekkert á þá notalegu rómatík sem poppið færði áður inn í líf mitt. Þess í stað var ég hlaupandi á eftir poppeldflaugum sem skutust í allar áttir, á hnjánum að teygja mig undir ísskápinn eftir ósprungnum maískjörnum og á sama tíma að reyna hvað ég gat til að stöðva þessi ósköp.

Það er e.t.v. óþarfi að taka það fram að ég henti þessu martraðatæki beint í ruslið, enda væri mikið níðingsverk að "endurnýta" svona fánýti.

Alla vega, ég leit á það sem siðferðilega skyldu að segja frá reynslu minni. Það gæti verið að það séu til einhverjar betri vélar, en af fullkominni góðvild - farðu varlega.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Televisionary » Fös 13. Nóv 2020 20:09

Ég kláraði tvær svona vélar. Við vorum sex í heimili þegar best lét með þessar græjur poppað 2-3 í viku. Notaði kókosolíu í hana.

Miðjustykkið sem heldur teininum sem snýst verður mjög stökkt eftir mikla notkun. Það brotnaði í báðum vélum hjá okkur. En ég vil taka það fram að ég keypti hvoruga vélina nýja. Fékk þær báðar gefins.

Þetta er lítil fyrirhöfn að poppa og fá mjög gott popp úr vélinni. Ég hefði ekki nennt að vaska þetta upp í höndunum þ.e.a.s. skálina. Vélina sjálfa var nóg að strjúka með bréfi/klút og taka teininn frá.

Fékk einhvern tíma popp úr minni poppvél, það var eins og að borða pappír, ekkert varið í það.

Í dag poppa ég bara á risa pönnu á gasi upp úr kókosolíu og er enga stund að því. Eina sem er neikvætt við þessa uppsetningu er að ég poppa alltaf of mikið.


Viggi skrifaði:átti svona https://ht.is/product/poppvel-big-popper og gaf hana í restina þar sem ég var leiður á því að þrífa þetta. Er bara með sílíkon skál í örbylgjuna og hendi smjörklípu með og það er bara ekkert verra en í potti



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Pandemic » Fös 13. Nóv 2020 21:28

thrkll skrifaði:[-X [-X [-X

Ég átti svona poppvél sem Elko var að selja einhverntíma. Án þess að hika get ég fullyrt að þetta er versta raftæki sem ég hef nokkurntíma átt.

Mig grunar að ég hafi kannski verið á svipuðum stað og þú: aðeins of mikil fyrirhöfn að poppa í potti en örbylgjupoppið er engin samkeppni þegar kemur að gæðum. Þetta voru einmitt ástæðurnar fyrir því að ég freistaðist (ó hvers vegna) til að kaupa poppvél. Ef ég hefði vitað hvað væri í þann mund að henda mig hefði ég frekar kosið að vaska upp kámuga smjörpotta til eilífðarnóns.

Þessi poppvél, eins og margar aðrar poppvélar, grundvallaðist á einhverjum einföldum mekanisma sem notar heitt loft til að hita poppið á meðan það snýst í hringi. Stóra loforðið var svo að það þurfi enga olíu til að sprengja kjarnana, sem aftur þýddi að ekki þyrfti að þrífa tækið og ætti að einfalda allt. Þetta var svo sannarlega rétt.

En poppið sem kom út úr þessu... Reyndar get ég nú mörgum árum seinna sagt að þessi reynsla gerði mig að betri manni - en hvað um það. Stóri lærdómurinn hér var að popp sem er ekki steikt uppúr smjöri eða olíu er ekki popp. Það er heldur ekki matur og það er heldur ekki eitthvað sem menn geta yfir höfuð borðað. Þetta var í besta lagi dýrafóður fyrir húsdýr sem maður elskar ekki. Ekkert salt, poppkrydd, mismunandi vörumerki eða reddingar með olíu gátu bjargað óhamingjunni sem kom út úr þessari vél.

Ég er alls ekki einhver dannaður maður sem borðar bara eitthvað fínerí. Ég hef borðað úr ruslagámum og myndi ekki detta í hug að henda niðursoðnum túnfiski sem er kominn nokkra mánuði yfir tímann. En ég hefði aldrei getað borðað þetta popp. Það var þurrt og ógeðslegt og ég get ekki einu sinni lýst því. Ef ég hefði ekki þessa reynslu myndi ég ekki trúa því að hægt væri að búa til eitthvað svona hryllilegt úr afurð sem fyrirfinnst í jurtaríkinu.

Ef þetta er svo ekki nóg þá er versti kaflinn eftir; það var bókstaflega engin leið til að stjórna eða beina poppinu sem kom út ofaní skálina. Þegar poppið byrjaði að fljúga út um allt eldhúsið minnti þetta ekkert á þá notalegu rómatík sem poppið færði áður inn í líf mitt. Þess í stað var ég hlaupandi á eftir poppeldflaugum sem skutust í allar áttir, á hnjánum að teygja mig undir ísskápinn eftir ósprungnum maískjörnum og á sama tíma að reyna hvað ég gat til að stöðva þessi ósköp.

Það er e.t.v. óþarfi að taka það fram að ég henti þessu martraðatæki beint í ruslið, enda væri mikið níðingsverk að "endurnýta" svona fánýti.

Alla vega, ég leit á það sem siðferðilega skyldu að segja frá reynslu minni. Það gæti verið að það séu til einhverjar betri vélar, en af fullkominni góðvild - farðu varlega.


:lol: :lol: Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið af einni færslu enda hef ég fengið að sjá fjölskyldumeðlimi á hlaupum eftir poppinu þegar þessi græja fór í gang á heimilinu.
Síðast breytt af Pandemic á Fös 13. Nóv 2020 23:30, breytt samtals 1 sinni.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Frussi » Fös 13. Nóv 2020 21:37

Silicon skal all day, besta sem ég á


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf netkaffi » Lau 14. Nóv 2020 18:36

HAHAHAHAHA. Nú bara verð ég að prófa popp úr svona poppvél!



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf einarhr » Sun 15. Nóv 2020 00:01

á eina poppvél sem poppar ágætlega en það vantar smjörið, örbylgjupoppið í Costco er mjög gott ef maður nennir ekki að poppa í potti


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Danni V8 » Sun 15. Nóv 2020 03:50

Eitt sinn, þegar ég var töluvert yngri og bjó ennþá í foreldrahúsum, þá var ég andvaka um miðja nótt og langaði í popp.

Pabbi sefur mjög laust þannig minnsta umstang í íbúðinni hefði vakið hann, sem ég vildi komast í veg fyrir þannig örbylgjupopp var úr sögunni.
Mamma átti svona poppvél, og það voru til baunir og krydd svo ég sá þarna win-win lausn. Tók poppvélina niður í herbergið mitt, sem var á annari hæð en svefnherbergið þeirra og tók allt sem þurfti til að poppa með.

Kom þessu síðan fyrir á góðum stað, stakk í samband og byrjaði að poppa. Helvíti sáttur með sjálfan mig að finna þessa lausn á málinu svo engin annar þurfti að vakna svo ég gæti fengið mér popp um miðja nótt.

Ég hugsaði ekki lengra en það, að beint fyrir ofan staðin þar sem ég setti poppvélina, á veggnum, var hitanæmur reykskynjari. Poppvélin var með gati efst þannig allur hitinn leitaði upp, beint í reykskynjarann.

Auðvitað fór reykskynjarinn í gang, og vakti alla í húsinu áður en ég náði að rífa hann af veggnum og taka batteríið úr.

Hef ekki notað svona poppvél síðan.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Danni1804
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mið 07. Okt 2020 17:46
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Danni1804 » Sun 15. Nóv 2020 20:23

Getur fengið sílikon poppskál í kokku með sílikon loki, setur baunir, salt/poppkrydd, olíu/smjör út í og í örbylgjuna.

Það er málið - ef þú setur poppkrydd + smjör og hrærir saman er það alveg eins og bíópopp.


Intel i7 9700K • ZOTAC Gaming Twin Edge OC RTX 3060 Ti • Gigabyte Z390 AORUS ELITE-CF• G Skill Trident Z RGB 16GB DDR4 3600MHz • Samsung 970 Evo Plus 1000GB • Corsair h100i • Seasonic Focus Gold 750W • Meshify C fractal

Acer Predator 240hz IPS 24.5" • Razer Naga • Steelseries Arcis Pro


Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Viggi » Sun 15. Nóv 2020 20:44

Það má ekki gleyma bíósaltinu svo þetta verði alvöru. Gárungarnir segja að þetta sé það allra besta. Er hægt að fá þetta einhverstaðar hér á klakanum eða er þetta það sama og í kryddhyllunum út í búð?

https://www.amazon.com/Gold-Medal-Prod- ... arketplace


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf netkaffi » Mán 16. Nóv 2020 00:07

Sílíkon skál, bara í IKEA eða hvaða heimilisbúnaðarverslun sem er?
Nvm: sá að það er búið að nefna "Kokku", og ég fann http://www.kokka.is á gúgle.

Danni1804 skrifaði:Getur fengið sílikon poppskál í kokku með sílikon loki, setur baunir, salt/poppkrydd, olíu/smjör út í og í örbylgjuna.

Það er málið - ef þú setur poppkrydd + smjör og hrærir saman er það alveg eins og bíópopp.
Gegggjað. Spenntur.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 16. Nóv 2020 00:10, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf thrkll » Mán 16. Nóv 2020 00:20

Viggi skrifaði:Það má ekki gleyma bíósaltinu svo þetta verði alvöru. Gárungarnir segja að þetta sé það allra besta. Er hægt að fá þetta einhverstaðar hér á klakanum eða er þetta það sama og í kryddhyllunum út í búð?

https://www.amazon.com/Gold-Medal-Prod- ... arketplace



Bíddu bíddu bíddu bíddu

Salt - í pappafernu?




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf netkaffi » Mán 16. Nóv 2020 01:28

thrkll skrifaði:Salt - í pappafernu?

Snilld. Verst að hafa salt í plastpoka!

Annars finnst mér gott að setja bara random krydd oft í staðin fyrir salt! Ég setti nachos-bragð krydd nýlega, eitthvað sem var á 50% afslætti í Iceland store. Fékk líka bacon-bragð krydd þar. Mjög gaman að prófa alskonar rugl krydd úr skápunum LOL á popp
Síðast breytt af netkaffi á Mán 16. Nóv 2020 01:35, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf thrkll » Mán 16. Nóv 2020 10:55

netkaffi skrifaði:Fékk líka bacon-bragð krydd þar.


Sumt fólk vill bara horfa á heiminn brenna. :shock:




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Poppvél --- einhver reynsla?

Pósturaf Icarus » Mán 16. Nóv 2020 11:24

Ég á svona poppvél, mikið notuð á mínu heimili.
Set smá dash af olíu með, poppið er alltaf just right og ekkert ópoppað.

Gafst uppá þessu sílikon drasli. En hún tekur vissulega smá pláss og ekki forgangshlutur ef ég væri með lítið eldhús.