Síða 1 af 1

vesen með webcam

Sent: Mán 02. Nóv 2020 14:52
af emil40
Hæ hæ félagar

Ég er í veseni með webbann hjá mér. Það er Adesso cybertrack h4 með innbyggðum microphone frá tölvulistanum. Ég var að tala við vin minn sem býr í usa ég sá hann og hann mig. Ég heyrði hann tala en hann heyrði ekki í mér. Ég prófaði að hringja í hann í gegnum messenger með símanum og þá var allt í lagi. Gætuð þið ímyndað ykkur hvað væri að. Hérna fyrir neðan er linkur á myndavélina


https://tl.is/product/cybertrack-h4-1080p

Re: vesen með webcam

Sent: Mán 02. Nóv 2020 15:37
af hagur
Þarftu ekki bara að fara í sound settings og velja mic-inn í heyrnatólunum sem default mic?

Re: vesen með webcam

Sent: Mán 02. Nóv 2020 15:45
af emil40
það er innbyggður mic í myndavélinni en skal prófa þetta og láta þig vita

Re: vesen með webcam

Sent: Mán 02. Nóv 2020 20:01
af oliuntitled
athugaðu privacy settings ef þú ert á win10, gæti verið stillt á að leyfa forritum að nota ekki mic-inn þinn.

Re: vesen með webcam

Sent: Mið 04. Nóv 2020 23:46
af emil40
ég hringdi í vinkonu mína hún heyrði miðlungs en vinur minn í usa heyrði ekkert.