natti skrifaði:S.s. pointið mitt er:
.
Ég er innilega sammála, minn vinnustaður (opinber) mun skila inn umsögn sem fer yfir flesta þessa punkta sem þú minnist á.
En þetta hefur bein áhrif á UT geirann í landinu og getur settl íþyngjandi kröfur á birgjasamskipti/viðskiptasömbönd við einyrkja og smærri fyrirtæki.
Mér finnst það góða í þessu að öll starfsemi fari undir scope stjórnkerfis fyrir upplýsingaöryggi, það gerir öryggisstjóran "mannlegri" s.s. HR tengdari, í dag eru öryggisstjórarnir oft nær eingöngu fyrir UT starfsfólkið en í raun er það röng nálgun, ef einhverjir aðilar gerta haldið aga og vilja styðjast við og viðhalda skráðu verklagi þá er það oftar en ekki UT fólkið.
En um leið og öryggisstjórinn á að fara nálgast fleira fólk, þá er um leið farið að gera allt of stífar kröfur til formlegrar menntunar.
Það ætti að skipta upp "tæknilegum öryggisútfærslum a.k.a. tæknilegur öryggisstjóri" og "Að reka stjórnkerfi fyrir upplýsingaöryggi a.k.a. gæða- og öryggisstjóri"
Annar fer yfir tæknilegar útfærslur og horfir inn í kerfin og þjónustunar en hinn skoðar þjónustur, egnir, ferla og verklag og sér stóra samhengið.
Sbr. micro- og macroeconomics "Rekstrarhagfræði og Þjóðhagfræði" og þá þarf "micro- og macro information security management."
EN
Þetta skjal er bara eitt af átta skjölum sem ráðuneytið ætlar að gefa út um þennan "Landarkitektúr" þetta skjal á bara að vera "kafli 4" ef ég man rétt.
Takk fyrir svarið, mig dauðlangaði að fá að heyra skoðanir annarra áður en ég færi að blasta :-)