Færð svona sennilega ekki hjá íslenskum verslunum. Þyrftir alltaf að panta einhverja rúllu erlendis held ég. Gætir haft samband við framleiðanda þessa borðs.
En bara svona að ímynda mér hvernig væri hægt að gera eitthvað ad hoc, úr svörtu taui (rúllu) sem þú færð frá saumastofum og þarft sennilega eitthvað gúmmí undirlag, kannski svona undirlag sem er notað undir parket. Veit ekki hvort það gangi að líma tau áklæðið á það, límið gæti blætt í gegn, kannski nóg að strekkja almennilega.
Þú getur líka haft samband við pingpong.is, þeir fitta nýja dúka á pool borð og kannski eru þeir með hugmyndir.
En verð að taka undir með vesley, þetta verður ekki skemmtileg að þrífa og verður gróðrastía allskons viðbjóðar.
Svo er yfirborð á músamottum mjög misjafnt. Ég hef prófað þessa steelseries músamottur, svartar, sem er sambærilegt og þetta skrifborð. Virkar alveg, en ég fer ekki aftur í það eftir að hafa prófað razer gravity control músamottuna sem er grófari og úr meira tau efni.
https://tl.is/product/goliathus-gravity ... musarmottaMúsin svífur ofan á slíkri músamottu, virðist vera minni snertiflötur á svona grófum músamottum og þar af leiðandi minna friction.
Maður veltir fyrir sér. Ég hef farið í svona þythokkí þar sem pekkarnir svífa ofan á loftflæði sem kemur upp úr þúsundum smárra gata. Það væri gaman að fá þannig músamottu/mús.