Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Fim 01. Okt 2020 23:02

Ég geri mér grein fyrir því að flestir eru á því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast í 1% í einhvern tíma en verðbólgan er farin að hreyfa sig i ranga átt þannig að allt getur gerst. Landsbankinn hækkaði 5 ára vextina úr 4,4% í 4,5% í nýjustu vaxtaskrá sinni.
Ef að þið þyrftuð að velja núna um að festa vexti á óverðtryggðu húsnæðisláni, hvort mynduð þið velja 3 eða 5 ár?

Ég hallast að 3 árum fyrir lægra vaxtastig (efast um að efnahagskerfið hafi jafnað sig samt að fullu) en 5 árum til að vera nokkuð öruggur um að COVID (kreppu) áhrifin séu farin að mildast eða liðin hjá.

Ef svo ólíklega vildi til að vextir færu neðar þá gæti maður bara endurfjármagnað og tekið þetta 1% uppgreiðslugjald á sig.

Hvað segið þið?
Síðast breytt af falcon1 á Fim 01. Okt 2020 23:04, breytt samtals 1 sinni.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf blitz » Fös 02. Okt 2020 06:54

Ég var einmitt að festa vext í gær hjá Landsbankanum.

Fór úr 3,5% breytilegum í 3 ára fasta vexti @ 3,9%, finnst það ágætur millivegur.

Ég tók reyndar þátt í útboði Icelandair þannig að 3 ára binding er í samræmi við þær væntingar :lol:
Síðast breytt af blitz á Fös 02. Okt 2020 06:54, breytt samtals 1 sinni.


PS4

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Okt 2020 08:08

falcon1 skrifaði:Ég geri mér grein fyrir því að flestir eru á því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast í 1% í einhvern tíma en verðbólgan er farin að hreyfa sig i ranga átt þannig að allt getur gerst. Landsbankinn hækkaði 5 ára vextina úr 4,4% í 4,5% í nýjustu vaxtaskrá sinni.
Ef að þið þyrftuð að velja núna um að festa vexti á óverðtryggðu húsnæðisláni, hvort mynduð þið velja 3 eða 5 ár?

Ég hallast að 3 árum fyrir lægra vaxtastig (efast um að efnahagskerfið hafi jafnað sig samt að fullu) en 5 árum til að vera nokkuð öruggur um að COVID (kreppu) áhrifin séu farin að mildast eða liðin hjá.

Ef svo ólíklega vildi til að vextir færu neðar þá gæti maður bara endurfjármagnað og tekið þetta 1% uppgreiðslugjald á sig.

Hvað segið þið?



Ef ég væri að fara í fasta vexti, þá færi ég í 3 árin frekar. Hver 0.5% hækkun vaxta þýðir 350k hærri afborgun í vexti á 36 mánuðum.
Að því sögðu, þá er þessi verðbólgunálgun SÍ eins og risaeðla, þeir lækka vextina núna til þess að taka þátt í lífskjarasamningnum, stór partur heimilana stekkur á vagninn og endurfjármagnar, ef þeir ætla að rúlla vöxtunum upp í kjölfarið þá er það ekkert annað en landráð.

Gamla módelið hjá SÍ að hækka vexti þegar verðbólga fór á skrið var hugsuð þannig að verðbólgan væri drfin af eftirspurn, þ.e. fólk keypti meira og verðin hækkuðu og innlutningur varð meiri en útflutningur, krónan féll og þá hækkuðu þeir vexti. Þ.e. til að slá á þenslu. Í dag er verðbólgan ekki að hækka vegna einkaneyslu, það er heimsfaraldur og heimskreppa, að auka vandann með þvi að hækka vextina myndi einfaldlega gera íllt verra.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf blitz » Fös 02. Okt 2020 08:42

GuðjónR skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég geri mér grein fyrir því að flestir eru á því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast í 1% í einhvern tíma en verðbólgan er farin að hreyfa sig i ranga átt þannig að allt getur gerst. Landsbankinn hækkaði 5 ára vextina úr 4,4% í 4,5% í nýjustu vaxtaskrá sinni.
Ef að þið þyrftuð að velja núna um að festa vexti á óverðtryggðu húsnæðisláni, hvort mynduð þið velja 3 eða 5 ár?

Ég hallast að 3 árum fyrir lægra vaxtastig (efast um að efnahagskerfið hafi jafnað sig samt að fullu) en 5 árum til að vera nokkuð öruggur um að COVID (kreppu) áhrifin séu farin að mildast eða liðin hjá.

Ef svo ólíklega vildi til að vextir færu neðar þá gæti maður bara endurfjármagnað og tekið þetta 1% uppgreiðslugjald á sig.

Hvað segið þið?



Ef ég væri að fara í fasta vexti, þá færi ég í 3 árin frekar. Hver 0.5% hækkun vaxta þýðir 350k hærri afborgun í vexti á 36 mánuðum.
Að því sögðu, þá er þessi verðbólgunálgun SÍ eins og risaeðla, þeir lækka vextina núna til þess að taka þátt í lífskjarasamningnum, stór partur heimilana stekkur á vagninn og endurfjármagnar, ef þeir ætla að rúlla vöxtunum upp í kjölfarið þá er það ekkert annað en landráð.

Gamla módelið hjá SÍ að hækka vexti þegar verðbólga fór á skrið var hugsuð þannig að verðbólgan væri drfin af eftirspurn, þ.e. fólk keypti meira og verðin hækkuðu og innlutningur varð meiri en útflutningur, krónan féll og þá hækkuðu þeir vexti. Þ.e. til að slá á þenslu. Í dag er verðbólgan ekki að hækka vegna einkaneyslu, það er heimsfaraldur og heimskreppa, að auka vandann með þvi að hækka vextina myndi einfaldlega gera íllt verra.


Bankarnir geta auðvitað alltaf hækkað vexti óháð vaxtabreytingum SÍ.


PS4

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Okt 2020 08:59

blitz skrifaði:Bankarnir geta auðvitað alltaf hækkað vexti óháð vaxtabreytingum SÍ.

Alveg rétt, en það er mikil samfélagsleg pressa á þeim núna að gera það ekki.
Og í raun erfitt fyrir þá að réttlæta hækkanir.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GullMoli » Fös 02. Okt 2020 09:46

GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Bankarnir geta auðvitað alltaf hækkað vexti óháð vaxtabreytingum SÍ.

Alveg rétt, en það er mikil samfélagsleg pressa á þeim núna að gera það ekki.
Og í raun erfitt fyrir þá að réttlæta hækkanir.


Ef verðbólgan er að hækka þá er það ástæða til að hækka vextina. Af hverju ætti bankinn að taka á sig tap fyrir okkur?

Ég veit að lífeyrissjóðurinn sem húsnæðislánið mitt er hjá endurskoðar fasta vexti á 3 mán fresti, síðast í september. Svo ég hef smá tíma til að endurfjármagna í nýjustu lækkun ef ég vil, áður en þeir hækka aftur (nema stýrivextir verði lækkaðir enn meira).


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Okt 2020 10:06

GullMoli skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Bankarnir geta auðvitað alltaf hækkað vexti óháð vaxtabreytingum SÍ.

Alveg rétt, en það er mikil samfélagsleg pressa á þeim núna að gera það ekki.
Og í raun erfitt fyrir þá að réttlæta hækkanir.


Ef verðbólgan er að hækka þá er það ástæða til að hækka vextina. Af hverju ætti bankinn að taka á sig tap fyrir okkur?

Ég veit að lífeyrissjóðurinn sem húsnæðislánið mitt er hjá endurskoðar fasta vexti á 3 mán fresti, síðast í september. Svo ég hef smá tíma til að endurfjármagna í nýjustu lækkun ef ég vil, áður en þeir hækka aftur (nema stýrivextir verði lækkaðir enn meira).


Jú ef verðbólgan fer úr böndunum þá hækka bankarnir vexti óháð Seðlabankanum, það mun gerast. Bankarnir fara seint í neikvæð útlán. Við erum ekki komin þangað ennþá, Seðlabankinn hefur líka svigrúm til að lækka frekar, allt betra en að hækka vexti í því ástandi sem er núna.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Fös 02. Okt 2020 12:01

Maður treystir heldur ekki bönkunum... sbr. þetta https://ns.is/2020/09/04/lan-med-breyti ... n-ologleg/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Okt 2020 12:21

falcon1 skrifaði:Maður treystir heldur ekki bönkunum... sbr. þetta https://ns.is/2020/09/04/lan-med-breyti ... n-ologleg/

Nope, maður verður að fara eftir eigin sannfæringu. Það getur vel verið að maður fari þessa leið, tel það samt ekki alveg tímabært.

Bankarnir hafa til 24. september til þess að bregðast við kröfum Neytendasamtakanna.

Ætli þeir séu búnir að bregðast við?




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Lau 03. Okt 2020 18:38

Hvað halda menn að gerist núna eftir að ljóst er að stjórnvöld eru að herða aðgerðir aftur?
Vaxtalækkun líklegri í dag en í gær?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Mán 05. Okt 2020 17:11

falcon1 skrifaði:Hvað halda menn að gerist núna eftir að ljóst er að stjórnvöld eru að herða aðgerðir aftur?
Vaxtalækkun líklegri í dag en í gær?

Seðlabankastjóri hefur lýst því yfir að hann sé til í að fara með stýrivexti í 0% þannig að ég er bjartsýnn.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf Dr3dinn » Þri 06. Okt 2020 09:07

Frábær umræða herramenn.

Ég var í þessum geira og þið hafið alltaf grace-period að sækja um vexti og festa þá. Þ.e. þið fáið hjá stórum bönkunum þau kjör þegar þið sækið um. Þótt hækkanir hafi komið hjá SI sama dag. Þannig að fyrirfram festa vexti er eiginlega eins og að setja á sig smokkinn á hádegi fyrir kvöld kynlíf.

En allur er varinn á og að misstíga sig í lánum er dýrara en barneignir... þannig já að festa vexti getur verið skynsamlegt. Hjá mér munar 15þ á mánuði að festa vexti hjá samkeppnis banka og hætta að hafa áhyggjur af þessu ástandi, sem er nú ódýr hugarró. (færa sig frá LB í íslandsbanka)

Menn þurfa líka að meta hugarróna, ef fólk er viðkvæmt fyrir 15-35% hækkunum á lánum, þá í guðanna bænum festiði vexti, en ekki gráta ef þeir hækka ekki. Þið eruð að tryggja ykkur með að festa vexti en ekki að fjárfesta í hlutabréfum. Alltaf hægt að endurfjármagn síðar (gegn kostnaði ef þið festið vexti)

Ég persónulega, ætla að hinkra aðeins, ég sótti um fyrsta óverðtryggða lánið mitt á 7% vöxtum á sínum tíma (nú 3,5%) , því held ég að ég gefi þessu smá ramma / svigrúm áður en maður festir sína vexti.
(Í versta falli fer maður í annað með lánið og festir þetta og fer í 3,95-4,6%.)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Þri 06. Okt 2020 10:25

Vaxtaákvörðunardagur á morgun 7. október.
Vona að vextir lækki um amk. 0.25%
Finnst líklegt að þeir verði óbreyttir.
Á ekki von á hækkun.
Mín 5 cent.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Mið 07. Okt 2020 09:18

GuðjónR skrifaði:Vaxtaákvörðunardagur á morgun 7. október.
Vona að vextir lækki um amk. 0.25%
Finnst líklegt að þeir verði óbreyttir.
Á ekki von á hækkun.
Mín 5 cent.


Og þú hafðir rétt fyrir þér. ;)

Líklega hefði orðið lækkun á stýrivöxtum ef verðbólgan væri ekki að aukast en því miður þurfti það að gerast. Vonandi er það rétt hjá flestum efnahagsgúrúum að verðbólgan sé bara til skammstíma og hjaðni frekar fljótt. :)




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Fös 23. Okt 2020 23:09

Íslandsbanki hækkar vexti :( - Hvers vegna eru þeir að hækka vexti þegar stýrivextirnir hafa ekkert breyst? Hvernig virkar "ávöxtunarkrafa á skuldamarkaði"?

https://www.vb.is/frettir/islandsbanki- ... ti/164848/




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Mán 16. Nóv 2020 17:14

Nú er Landsbankinn að hækka fasta vexti...

hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta svona hækkanir þegar allt samfélagið er í frosti?




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf vatr9 » Mán 16. Nóv 2020 17:26

Er ekki skiljanlegt að Landsbankinn hækki þegar útlit er fyrir dýrari fjármögnun.
Þeir eru líka að binda sig til 3ja eða 5 ára.

Ætla sjálfur að halda mig í breytilegum óverðtryggt. Er enn í plús miðað við að festa :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Mán 16. Nóv 2020 20:59

vatr9 skrifaði:Er ekki skiljanlegt að Landsbankinn hækki þegar útlit er fyrir dýrari fjármögnun.


Seðla­bank­inn hefur keypt rík­is­skulda­bréf fyrir einn og hálfan millj­arð króna á síð­ustu fimm vik­um, en þar af keypti hann fyrir tæpar 500 millj­ónir króna í gær. Þetta er virkasta tíma­bil Seðla­bank­ans á skulda­bréfa­mark­aði frá því að hann hóf magn­bundna íhlutun í apríl síð­ast­liðn­um.
Þessi aðgerð kall­ast magn­bundin íhlutun (e. quantita­tive easing) og hefur hún verið notuð af seðla­bönkum víða um heim­inn til að örva fjár­fest­ingar og lán­töku með því að færa lang­tíma­vexti nið­ur.


https://kjarninn.is/frettir/2020-11-16- ... labankans/




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf falcon1 » Mán 16. Nóv 2020 21:12

Þannig að maður ætti þá að eiga von á því að þessir langtímavextir ættu að fara niður á næstu mánuðum ef Seðlabankinn heldur áfram að kaupa.




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf vatr9 » Mán 16. Nóv 2020 21:18

Þess meiri ástæða að vera ekki að flýta sér í fasta vexti. Breytilegir eru lægri og gætu tæknilega sé lækkað enn meira ef Seðlabankanum tekst það sem Guðjón talar um.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Mán 16. Nóv 2020 21:34

Eftir tvö verðtryggð lán, annað með 6.15% vöxtum og hitt með 4.8% plús 7% uppgreiðslugjaldi þá fagnaði ég fyrir ári síðan Landsbankaláni með 5.05% breytilegum vöxtum. Vextirnir eru núna 3.5% en mættu líklega hækka í 10%+ til að jafna gömlu hryllingslánin. Og ef það gerist einhverntíman þá verð ég búinn að lækka höfðustólinn það mikið að ég verð samt betur settur. Það var því og er no-brainer að vera með breytilega óverðtryggða vexti.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Nóv 2020 09:22

Og rétt í þessu voru stýrivextir lækkaðir um 0.25%
Þeir eru því orðnir 0.75%




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf Dr3dinn » Mið 18. Nóv 2020 09:25

GuðjónR skrifaði:Og rétt í þessu voru stýrivextir lækkaðir um 0.25%
Þeir eru því orðnir 0.75%


Var eimmit að lenda i vesen með að landsbankinn gerði allt til að koma í veg fyrir að fólk festi vextina... svo lækka stýrivextir!!!

Áhugavert "twist"


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf hagur » Mið 18. Nóv 2020 09:27

Nú verður fróðlegt að sjá hvort bankarnir lækki breytilegu vextina hjá sér m.v þetta. Finnst það einhvernveginn ólíklegt.
Efast líka um að föstu vextirnir lækki, bæði Landsbankinn og Íslandsbanki nýbúnir að hækka þá.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa vexti á óv láni - 3 eða 5 ár? :)

Pósturaf Dr3dinn » Mið 18. Nóv 2020 09:31

hagur skrifaði:Nú verður fróðlegt að sjá hvort bankarnir lækki breytilegu vextina hjá sér m.v þetta. Finnst það einhvernveginn ólíklegt.
Efast líka um að föstu vextirnir lækki, bæði Landsbankinn og Íslandsbanki nýbúnir að hækka þá.


Líklegast að breytilegir fari áfram lækkandi en fastir vextir verða enn óeðlilega háir.

Vantar svo mikið samkeppni á þennan markað eftir að lífeyrissjóðirnir fóru í vörn í framhaldi að VR sagði að þetta væru alltof lágir vextir... hafa sumir ekki tekið þátt í samkeppnin eftir það. (mitt mat ekki fjölmiðla)

Það sem ég væri til í að losna alveg frá bönkunum! 1,5% fastir vextir hjá smá sparisjóðum / lífeyrissjóð væri ideal!


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB