Síða 1 af 1

nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 19:52
af vesi
Sælir,

Er svona á báðum áttum hvort ég eigi að setja upp sjónvarpstölvu eða fá mér "bara" Nvidia sheld og nota app leiðina.
Væruð þið til í að benda mér á pros and cons við þetta.
Er soldið að gera þetta í 1,skipti fyrir utan eina vél sem keyrði kodi, svo það koma heimskulegar spurningar.

kv.
v

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 20:00
af gotit23
var sjálfur alltaf með sjónvarpstölvu,

uppfærði siðan í shield og nota Synology tveggja diska nas box sem server uppfærði minnið í því í 12gb og skipti út viftuna fyrir Bequiet.

tekur minna plás,
eyðir minni rafmagn
sygur ekki í sig ryk (nema synology boxið stundum)
auðveld fyrir alla fjölskylduna ,
ekkert mál að setja upp notendur og þarmeð tryggja að enginn er að "fíkta" óþarfa
og einnig er hægt að streyma tölvuleiki í shield svo þú getur verið í sófanum að spíla tölvuleiki - jafnvel með öðrum í co - up leikjum .

hef ekki lent í neinum lagg eða neitt þannig.

mæli með shield alla daga umfram sjónvarpstölvu. :)

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 20:14
af vesi
Hefur þú lent í einhverju sem það hefur ekki spilað, t.d stór blu ray mynd í fáránlegum gæðum, eða einhverju hljóð dæmi sem nvidia skilur ekki?


gotit23 skrifaði:var sjálfur alltaf með sjónvarpstölvu,

mæli með shield alla daga umfram sjónvarpstölvu. :)

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 20:28
af Zethic
Fékk mér sjálfur Apple TV fyrir Netflix og PLEX og sé ekki eftir því.
Keypti það 2016 (ekki 4k týpan). Aldrei lent í veseni og engu að kvarta varðandi hljóð og myndgæði

Nota bene þá þarftu ekki að vera Apple maður eða með önnur Apple tæki, en Airplay er svo ruglað þægilegt

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 20:50
af gotit23
vesi skrifaði:Hefur þú lent í einhverju sem það hefur ekki spilað, t.d stór blu ray mynd í fáránlegum gæðum, eða einhverju hljóð dæmi sem nvidia skilur ekki?


gotit23 skrifaði:var sjálfur alltaf með sjónvarpstölvu,

mæli með shield alla daga umfram sjónvarpstölvu. :)


er með avatar í 150gb útfærví í lord of the rings sl með því allra besta sem upp er hægt að bjóð í mynd og fann ég ekki fyrir neinu hökkti.
en ég hef aftur á móti lent í því þegar Gandalf í lord of the rings kemur yfir hóllinn þá kom smá hökkt en það gerist líka í tölvuni .
(tölvan var með 980ti kort)

að öðru leiti hef ég ekki lent í neinu,nema ef fællin er gallaður .

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 21:04
af vesi
Er ekki allveg ár í að næsta útgáfa kemur. Sýnist það gerast seint á ca 2ára fresti

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 22:01
af SolidFeather
Ég segi Shield, það ræður við allt.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 22:06
af vesi
Hvað eru menn að gera varðandi vpn á þessum græjum?

Never mind, google fann þetta,en er einhver ein þjónusta betri en önnur.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 22:18
af hagur
Sjónvarpstölva er svakalega 2006 eitthvað .... Android TV box er málið eins og hefur komið hér fram og Shield er rollsinn í þeim.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 22:31
af vesi
hagur skrifaði:Sjónvarpstölva er svakalega 2006 eitthvað .... Android TV box er málið eins og hefur komið hér fram og Shield er rollsinn í þeim.


Jamm er að átta mig á þvi, fýnt að update-a þetta á 2020 standard.

Hvernig er menn að horfa á enska í þessu. (Þá ekki með okuráskrift) á hérna heima.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Sun 20. Sep 2020 23:39
af CendenZ
Ég er með NUC vél og utanáliggjandi HD kælda hýsingu sem server, m.a. plex.
Svo bara AppleTv með öllu sem maður þarf, (þ.m.t. iptv en við erum alveg hætt að horfa á íþróttir þannig við höfum ekkert endurnýjar slíkar áskriftir)

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Mán 21. Sep 2020 07:52
af Hjaltiatla
Ég held að Nvidia Shield sé málið alla daga. Þæginleg fjarstýring og nóg af öppum á Google Play store (t.d Nova TV)
Einu rökin fyrir því að taka sjónvarpsvél vs Nvidia shield eru að þú þolir ekki auglýsingar (mjög erfitt að blokka auglýsingar t.d á Youtube appinu á Android TV). En þá þarftu að díla við stýrikerfi , redda þér fjarstýringu og pæla í forritum og þess háttar.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Mán 21. Sep 2020 08:40
af hivsteini
Ég er búinn að vera með shield í 2 ár og er mjög ánægður en hef einmitt verið að lenda í hökti við myndir sem eru í góðum gæðum og fæ oft meldinguna “Your connection to the server is not fast enough to stream this video. Check your Network.”. Hefur einhver hugmynd hvað gæti valdið þessu ? Er sjálfur með serverinn, allt vírað.

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Mán 21. Sep 2020 08:47
af Konig
hivsteini skrifaði:Ég er búinn að vera með shield í 2 ár og er mjög ánægður en hef einmitt verið að lenda í hökti við myndir sem eru í góðum gæðum og fæ oft meldinguna “Your connection to the server is not fast enough to stream this video. Check your Network.”. Hefur einhver hugmynd hvað gæti valdið þessu ? Er sjálfur með serverinn, allt vírað.


Allir mjög liðlegir við aðstoða við Plex á íslensku Plex grúppunni :)

https://www.facebook.com/groups/5335629 ... ?ref=share

Re: nvidia shield vs Sjónvarpstölva

Sent: Mán 21. Sep 2020 10:25
af hagur
vesi skrifaði:
hagur skrifaði:Sjónvarpstölva er svakalega 2006 eitthvað .... Android TV box er málið eins og hefur komið hér fram og Shield er rollsinn í þeim.


Jamm er að átta mig á þvi, fýnt að update-a þetta á 2020 standard.

Hvernig er menn að horfa á enska í þessu. (Þá ekki með okuráskrift) á hérna heima.


Ég reyndar borga glaður fyrir Símann Sport og horfi þannig á enska boltann, bara í gegnum NovaTV.

En hef líka verið með iptv.shop og setti það upp í TV hlutann í Kodi með IPTV Simple Client plug-ininu (minnir að það heiti það). Það virkaði bara nokkuð vel.