Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun
Sent: Lau 12. Sep 2020 22:00
Keypti fyrir hálfu ári síðan (hérn á vaktinni) 43" Dell professional skjá (P4317Q). Þar sem svona stórir skjáir eru frekar óvenjulegir og flestir veigra sér við að fá sér slíkan þá vildi ég aðeins deila reynslunni minni af honum.
Margir myndu segja að 43" skjár sé alltof stór, og ég var einn af þeim. Ég var stórefins um að ég gæti vanist svona stórum skjá. Hafði séð svona 43" skrímsli í tölvulistanum, einhvern ódýran philips va led skjá, og ég var ekki hrifinn af honum, virkaði bara einsog sjónvarp á mig.
En af einhverjum ástæðum þá vissi ég að myndgæðin í svona Dell professional skjáum væru allt önnur en það sem maður sér í svona ódýrari VA led skjáum, og ég ákvað að taka sjénsinn og keypti þennan Dell skjá.
Þar á undan hafði ég verið með dual 27" benq va led skjái (FHD), nokkuð gamlir, og vildi fá eitthvað betra. Að horfa á svona gamlan VA led benq skjá var einsog að horfa á ljósabekk, alltof bjart blátt ljós. Ég keypti 34" ultra-wide IPS skjá og líkaði uppfærslan mjög vel, sérstaklega myndgæðin og ljósbirtan, sem voru miklu betri en í þessum benq va led skjáum. En það sem mér mislíkaði við ultra wide var að öll videó voru í 16:9 og ef maður setti þau í fullscreen þá voru þau í raun minni en á 27" skjá! Þar sem ég horfi einnig þó nokkuð á vídjó í tölvunni þá vildi ég fara aftur í 16:9 skjá en bara stærri.
Hvað myndgæðin varðar þá var þetta stórt stökk. Myndgæði á nýjum professional IPS skjá vs. gamall VA led skjár er bara djók að tala um. Ef manni er annt um augun þá fer maður í vandaðan IPS skjá. Líklega eru nýrri VA led skjáir skárri í dag.
En aftur að skjástærðinni. 43" er vissulega stórt, og fyrstu dagana var einsog ég væri kominn með viewscreen í Enterprise fyrir framan mig. Svo mikið pláss fyrir allskonar glugga. En eftir 6 mánuði er ég löngu búinn að venjast þessu, og í raun hefur þessi skjástærð haft mjög jákvæð áhrif á alla mína notkun og upplifun.
Ath að ég spila lítið af leikjum þannig að ég vel ekki skjái miðað við tölvuleikjanotkun, heldur desktop aðallega, productivity vinnslu, myndgæði.
En ég horfi líka mjög mikið á vídjó núna, mun meira en ég gerði. Á einnig 75" sjónvarp en ég kýs frekar að horfa á sjónvarpsefni í tölvuskjánum.
Annað sem þarf að hafa í huga er borðið sem skjárinn er á. Ég var með 60m borð á dýpt, það er ónothæft fyrir svona stóri skjái. Þú þarft í raun minnst 80cm, og ég fékk mér þannig borð (sérpantaði 240x80 cm borð) og það virkar vel. Borðið mætti vera dýpra, 85-90cm, og þá erum við komnir í borðstofuborðsdýpt í raun. 80 cm gengur upp fyrir mig þar sem herbergið er ekki það stórt.
Tilfinningin að nota svona stóran skjá, þetta er einsog að setjast fyrir framan alvöru battlestation. Færð ekki sömu tilfinningu á minni skjáum.
Annað tengt 4K upplausninni, þá er punktastærðin nokkuð eðlileg natively, þ.e. þarft ekki að upscala UI einsog er á minni skjám með 4K upplausn. Svo lengi sem menn séu með sæmilega sjón.
tldr, já, ég mæli tvímælalaust með 43" skjá fyrir þá sem hafa borðpláss og nota desktop mikið og vilja hágæðaskjá og mikil myndgæði. Myndi ekki segja að þetta sé fyrir tölvuleikjaspilara. Hinsvegar þarf að velja réttan skjá, mæli tvímælalaust með þessum Dell professional skjáum, get ekki sagt að ég mæli með öðrum því ég hef ekki séð eða notað aðra, en IPS er nauðsyn tel ég. Tekur smá tíma að venjast stærðinni en þú vilt ekki fara til baka í minni eftir að hafa notað svona stóran í einhvern tíma.
Settuppið:
Margir myndu segja að 43" skjár sé alltof stór, og ég var einn af þeim. Ég var stórefins um að ég gæti vanist svona stórum skjá. Hafði séð svona 43" skrímsli í tölvulistanum, einhvern ódýran philips va led skjá, og ég var ekki hrifinn af honum, virkaði bara einsog sjónvarp á mig.
En af einhverjum ástæðum þá vissi ég að myndgæðin í svona Dell professional skjáum væru allt önnur en það sem maður sér í svona ódýrari VA led skjáum, og ég ákvað að taka sjénsinn og keypti þennan Dell skjá.
Þar á undan hafði ég verið með dual 27" benq va led skjái (FHD), nokkuð gamlir, og vildi fá eitthvað betra. Að horfa á svona gamlan VA led benq skjá var einsog að horfa á ljósabekk, alltof bjart blátt ljós. Ég keypti 34" ultra-wide IPS skjá og líkaði uppfærslan mjög vel, sérstaklega myndgæðin og ljósbirtan, sem voru miklu betri en í þessum benq va led skjáum. En það sem mér mislíkaði við ultra wide var að öll videó voru í 16:9 og ef maður setti þau í fullscreen þá voru þau í raun minni en á 27" skjá! Þar sem ég horfi einnig þó nokkuð á vídjó í tölvunni þá vildi ég fara aftur í 16:9 skjá en bara stærri.
Hvað myndgæðin varðar þá var þetta stórt stökk. Myndgæði á nýjum professional IPS skjá vs. gamall VA led skjár er bara djók að tala um. Ef manni er annt um augun þá fer maður í vandaðan IPS skjá. Líklega eru nýrri VA led skjáir skárri í dag.
En aftur að skjástærðinni. 43" er vissulega stórt, og fyrstu dagana var einsog ég væri kominn með viewscreen í Enterprise fyrir framan mig. Svo mikið pláss fyrir allskonar glugga. En eftir 6 mánuði er ég löngu búinn að venjast þessu, og í raun hefur þessi skjástærð haft mjög jákvæð áhrif á alla mína notkun og upplifun.
Ath að ég spila lítið af leikjum þannig að ég vel ekki skjái miðað við tölvuleikjanotkun, heldur desktop aðallega, productivity vinnslu, myndgæði.
En ég horfi líka mjög mikið á vídjó núna, mun meira en ég gerði. Á einnig 75" sjónvarp en ég kýs frekar að horfa á sjónvarpsefni í tölvuskjánum.
Annað sem þarf að hafa í huga er borðið sem skjárinn er á. Ég var með 60m borð á dýpt, það er ónothæft fyrir svona stóri skjái. Þú þarft í raun minnst 80cm, og ég fékk mér þannig borð (sérpantaði 240x80 cm borð) og það virkar vel. Borðið mætti vera dýpra, 85-90cm, og þá erum við komnir í borðstofuborðsdýpt í raun. 80 cm gengur upp fyrir mig þar sem herbergið er ekki það stórt.
Tilfinningin að nota svona stóran skjá, þetta er einsog að setjast fyrir framan alvöru battlestation. Færð ekki sömu tilfinningu á minni skjáum.
Annað tengt 4K upplausninni, þá er punktastærðin nokkuð eðlileg natively, þ.e. þarft ekki að upscala UI einsog er á minni skjám með 4K upplausn. Svo lengi sem menn séu með sæmilega sjón.
tldr, já, ég mæli tvímælalaust með 43" skjá fyrir þá sem hafa borðpláss og nota desktop mikið og vilja hágæðaskjá og mikil myndgæði. Myndi ekki segja að þetta sé fyrir tölvuleikjaspilara. Hinsvegar þarf að velja réttan skjá, mæli tvímælalaust með þessum Dell professional skjáum, get ekki sagt að ég mæli með öðrum því ég hef ekki séð eða notað aðra, en IPS er nauðsyn tel ég. Tekur smá tíma að venjast stærðinni en þú vilt ekki fara til baka í minni eftir að hafa notað svona stóran í einhvern tíma.
Settuppið: