Síða 1 af 1

Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 11:33
af Thomzen1
Hefur einhver pantað 2 gen heimavörnina frá Ring?
Reynsla?
https://shop.ring.com/pages/security-system

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 11:43
af GuðjónR
Er þetta ekki nýkomið í Costco?
7 stykkja settið á 52k.
Dyrabjallan á 60k.

Hef ekki reynslu af þessu en finnst þetta áhugavert.

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 12:13
af kjartanbj
Alveg til töluvert betri lausnir en þetta sem þarf ekki að borga mánaðargjald af , töluvert ódýrari líka

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 12:23
af CendenZ
Ég er með Ring kerfi heima, bæði dyrabjalla og þjófavörn á hurðum og gluggum. Það kostar ekkert aukalega nema þú viljir geyma upptökur af dyrabjöllunni og þá er mánaðarlegt gjald.
Ég er svo með 3x UniFi myndavélar.

Ég fæ skilaboð í símann minn og hjá konunni þegar það er dinglað og svo ef það er hreyfing á unifi-myndavélunum.

Rosafínt combo.

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 13:38
af Thomzen1
Það sem er incostco er gen 1
Það er komið nýrra kerfi,,,
GuðjónR skrifaði:Er þetta ekki nýkomið í Costco?
7 stykkja settið á 52k.
Dyrabjallan á 60k.

Hef ekki reynslu af þessu en finnst þetta áhugavert.

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 13:39
af Thomzen1
Ég er einmitt með myndavélar frá Ring.
Mjög áhugasamur um kerfið... hvaða gen ertu með?
CendenZ skrifaði:Ég er með Ring kerfi heima, bæði dyrabjalla og þjófavörn á hurðum og gluggum. Það kostar ekkert aukalega nema þú viljir geyma upptökur af dyrabjöllunni og þá er mánaðarlegt gjald.
Ég er svo með 3x UniFi myndavélar.

Ég fæ skilaboð í símann minn og hjá konunni þegar það er dinglað og svo ef það er hreyfing á unifi-myndavélunum.

Rosafínt combo.

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 16:59
af dogalicius
Kannski ætti ég að búa til þráð, En langar samt að spyrja. Virkar þetta eða vita menn um önnur kerfi sem virka í fjölbýli
8 íbúðir.
Semsagt ekkert mánaðargjáld og það þyrfti að geta opnað hurðina fyrir fólki.

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 17:18
af pepsico
dogalicious það eru til slíkir dyrasímar í öllum stærðum og gerðum. Þarft bara að fara í gegnum rétt ferli í húsfélaginu (í samræmi við lög um persónuvernd ef það er með myndavél) og hafa svo samband við verktaka t.d. fann ég þetta www.dyrasimar.is

Re: Ring Home Security

Sent: Fös 11. Sep 2020 17:22
af daaadi
kjartanbj skrifaði:Alveg til töluvert betri lausnir en þetta sem þarf ekki að borga mánaðargjald af , töluvert ódýrari líka

Hvaða lausnir? Eitthvað sem er til á íslandi, langar að setja upp kerfi með dyrabjöllu + myndavél, og hreyfi skinjurum innandyra. Væri hæst til í að geta hýst þetta sjálfur (video geymsluna).

Re: Ring Home Security

Sent: Lau 12. Sep 2020 00:21
af Gunnar
https://threatpost.com/ring-plagued-sec ... ks/151263/

farið varlega i þetta ef ykkur þykir vænt um privacy.

Re: Ring Home Security

Sent: Lau 12. Sep 2020 11:20
af mort
ég sé ekki betur en þeir eru búnir að forca 2FA - get allavega ekki slökkt á því í fljótu bragði. Nokkuð solid græjur (physically) of app/vefur virkar mjög vel, er með tvær myndavélar og dyrabjöllu. Hef ekki farið í sjálft öryggiskerfið, er ekki viss að það sé available fyrir Ísland. Tæknin eru bakvið nat - þarft ekkert pinholing svo ekki exposed út á Internetið, ef accountinn er secure þá ætti þetta að vera í lagi - en auðvitað er allt myndefnið ekki hjá þér sjálfum svo who knows.

Re: Ring Home Security

Sent: Lau 12. Sep 2020 13:01
af GullMoli
Er með tvær Ring myndavélar og þær eru svo tengdar í Home Assistant. Er svo með spjaldtölvu í stofunni sem birtir Home Assistant, þar sem ég get séð hvenær var síðast hreyfing og mynd úr síðustu upptöku (og ef ég ýti á myndina þá sýnir það mér upptökuna).

Mjög þægilegt hvað það varðar.

Re: Ring Home Security

Sent: Mán 21. Sep 2020 13:57
af netkaffi
kjartanbj skrifaði:Alveg til töluvert betri lausnir en þetta sem þarf ekki að borga mánaðargjald af , töluvert ódýrari líka

Hvað myndir þú segja að væri betra? Ég veit ekki neitt, en vantar svona.

Re: Ring Home Security

Sent: Mán 21. Sep 2020 16:42
af GuðjónR
netkaffi skrifaði: Ég veit ekki neitt...

Æji...