Síða 1 af 1
Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 12:55
af KermitTheFrog
Sæl öll! Ég er ekki viss um hvort þetta sé rétti vettvangurinn fyrir þetta mál, en það má færa þetta innlegg til eftir því sem við á.
Mig langar að forvitnast um hvort fleiri séu að lenda í því að fá ekki staðfestingar SMS frá netþjónustum hér og þar. Ég er í viðskiptum við Hringdu, sem mér skilst að sé að nota kerfi Símans. Ég er búinn að setja mig í samband við Hringdu og þau virðast ekki geta séð að það sé einu sinni reynt að senda SMS til mín á þeim tímum sem ég tek fram.
Þær þjónustur sem ég hef tekið eftir þessu eru m.a. PayPal (frekar óhentugt), Lightsnap, Tinder (einnig frekar óhentugt), Wind (nýja rafskútuleigan), Apple, og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.
Er einhver að lenda í svipuðu? Prófað á sínum tíma að setja sim kortið mitt í annan síma, en það var sama sagan.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 12:56
af vesi
var hjá hringdu í mörg ár og þetta klikkaði aldrei,,,,, eða það sjaldan að ég man ekki eftir þessu.,
edit: þá á ég við staðfestingarkóða sem kemur þegar ég kaupi með korti,
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 14:30
af GuðjónR
KermitTheFrog skrifaði:Þær þjónustur sem ég hef tekið eftir þessu eru m.a. Tinder (einnig frekar óhentugt)
You dog!
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 15:58
af lukkuláki
Er hjá Hringdu og hef verið það í nokkur ár.
Er einmitt með Paypal og allskonar þjónustur sem td. senda sms fyrir two-factor authentication og það er aldrei neitt vesen.
Kannski prófa að fá nýtt SIM kort? Svona til að prófa eitthvað.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 16:05
af dori
Ertu með nýtt/nýlegt númer? Oftast er best að leysa svona dæmi með þjónustufulltrúum Hringdu/Símans sem geta greint hvort SMS skeytið berst til þeirra eða ekki.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 17:43
af Revenant
Ég hef lent í vandræðum með að fá staðfestingar SMS (er hjá Símanum) frá t.d. GitHub og Skånetrafiken.
Ég sendi þeim erindi (varðandi Skånetrafiken) og svarið þeirra væri að fyrirtækið væri að senda skilaboðin með óöruggum og óviðurkenndum leiðum(?) og vildu því ekkert gera í því.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 20:26
af KermitTheFrog
Takk fyrir svörin. Ég er búinn að setja mig í samband við Hringdu og eins og kemur fram hér að ofan þá sjá þau ekki einu sinni að þessir aðilar séu að reyna að senda mér SMS.
Númerið er ekki nýlegt, og ekki sim kortið heldur. Ég veit ekki alveg hvað er til bragðs að taka.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 21:10
af HringduEgill
KermitTheFrog skrifaði:Takk fyrir svörin. Ég er búinn að setja mig í samband við Hringdu og eins og kemur fram hér að ofan þá sjá þau ekki einu sinni að þessir aðilar séu að reyna að senda mér SMS.
Númerið er ekki nýlegt, og ekki sim kortið heldur. Ég veit ekki alveg hvað er til bragðs að taka.
Sælir.
Svona mál hafa poppað upp og hefur verið miserfitt að leysa. Slíkt er gert í samráði við Símann þar sem við bitum þeirra dreifikerfi. Stundum eru þetta einföld mál þar sem SMS varnir eru að stöðva skeytin en stundum sjá þeir einfaldlega ekkert berast inn í sín kerfi. Þá þarf að talan við aðilann eða aðilana úti sem eru að koma skeytunum áfram. Stundum hefur það einfaldlega ekki gengið.
Sendu mér endilega linu, langar að sjá þitt mál.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 10. Sep 2020 21:35
af Viktor
Ég hætti að fá svona SMS í marga mánuði. Svo allt í einu byrjuðu þau að virka aftur.
Það er annar svipaður þráður hérna einhversstaðar.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fös 11. Sep 2020 19:08
af KermitTheFrog
HringduEgill skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Takk fyrir svörin. Ég er búinn að setja mig í samband við Hringdu og eins og kemur fram hér að ofan þá sjá þau ekki einu sinni að þessir aðilar séu að reyna að senda mér SMS.
Númerið er ekki nýlegt, og ekki sim kortið heldur. Ég veit ekki alveg hvað er til bragðs að taka.
Sælir.
Svona mál hafa poppað upp og hefur verið miserfitt að leysa. Slíkt er gert í samráði við Símann þar sem við bitum þeirra dreifikerfi. Stundum eru þetta einföld mál þar sem SMS varnir eru að stöðva skeytin en stundum sjá þeir einfaldlega ekkert berast inn í sín kerfi. Þá þarf að talan við aðilann eða aðilana úti sem eru að koma skeytunum áfram. Stundum hefur það einfaldlega ekki gengið.
Sendu mér endilega linu, langar að sjá þitt mál.
Sæll, trúðu mér, hafandi starfað í alls konar IT skil ég fullkomlega hvað það er erfitt að rekja og leysa svona mál.
Set þetta aðallega hérna inn því ég er forvitinn að vita hvort ég sé einn um þetta. Ég sendi þér línu.
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 01. Okt 2020 16:57
af pattzi
Oft vesen á svona þá bara reyna gera resend sms á síðunni... Tengist bara síðunni úti...
Annars nota ég aldrei svona nema þegar versla með korti á netinu kemur það sjálfkrafa...en reyni að fá frekar bara tölvupóst en oft sama vesen þar
Re: Staðfestingar SMS - Hringdu
Sent: Fim 01. Okt 2020 19:32
af olihar
Var ekki svona mál hérna á Vaktinni fyrir ekki svo löngu, aðilinn var hjá Hringdu sem endaði með að vandamálið fannst hjá Símanum þar sem þeir voru með einhvern block lista.