Síða 1 af 1

Snjöll vekjaraklukka

Sent: Lau 22. Ágú 2020 18:52
af ColdIce
Daginn.

Hef verið að leita mér að vekjaraklukku þar sem ég get stillt vekjara fyrir hvern dag vikunnar og sá þá að það er hægt að kaupa snjalla vekjaraklukku, sem dæmi frá Lenovo.
Vitið þið hvar ég get fengið svoleiðis klukku hérlendis?
Eins er ég til í að panta að utan ef þið mælið með einhverri.

Fyrirfram þakkir

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Lau 22. Ágú 2020 20:42
af mainman
Er ekki Amazon Alexa frábær í þetta?

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Lau 22. Ágú 2020 21:08
af hagur
Google Nest Hub getur gert þetta og ýmislegt fleira. Hann fæst t.d hjá computer.is síðast þegar ég vissi, en kostar rúmlega 20þús kall. Spurning hvort að einfaldasti Google Home gæinn geti þetta ekki bara líka, hann kostar mikið minna.

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 00:17
af vesi
Leysir síminn þetta ekki ?

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 08:21
af blitz
Mörg snjallúr geta leyst þetta og eru með þann þægilega fidus að vekja þig með víbringi.

Mi band 5 líklegast ódýrasti valkosturinn ef sú leið er tekin.

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 08:27
af ColdIce
Veit af síma og úrum, en er að leita að vekjaraklukku sem er með skjá svo ég geti sleppt því að hafa símann í herberginu.

Eitthvað líkt þessu
https://www.lenovo.com/us/en/smart-clock

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 09:43
af Sultukrukka

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 10:34
af mjolkurdreytill
Vill maður hafa svona stóran skjá í svefnherberginu?

Ég geri ráð fyrir að þessum skjá fylgi mikið af bláu ljósi sem er slæmt fyrir svefninn.

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Sun 23. Ágú 2020 11:24
af hagur
mjolkurdreytill skrifaði:Vill maður hafa svona stóran skjá í svefnherberginu?

Ég geri ráð fyrir að þessum skjá fylgi mikið af bláu ljósi sem er slæmt fyrir svefninn.


Þetta er hugsað m.a fyrir náttborð og þessa notkun. Svissar yfir á ambient mode og gefur nánast ekkert ljós frá sér.

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Mið 26. Ágú 2020 18:29
af ColdIce
Keypti Google nest hub. Takk fyrir hjálpina :)

Re: Snjöll vekjaraklukka

Sent: Mið 16. Sep 2020 20:45
af netkaffi
Til hvers þarftu skjá?

Ef þú þarft bara að sjá klukkuna þá er hún held ég á nýjustu Amazon Alexa. Veit þú ert búinn að kaupa, finnst þetta bara skemmtileg umræða. Væri til í svona sem varpar klukkunni á vegginn.