Dropshipping frá t.d. AliExpress mætti líta að vissu leyti sem affiliate marketing... En þar þarftu að setja upp þína eigin verslun, s.s. á Shopify og auglýsa einhversstaðar, t.d. með Facebook auglýsingum.
Vinsælt er t.d. að búa til boli með Teespring eða öðru, þá hannarðu bol sem höfðar til einhvers ákveðins markhóps, ert með eigin svæði á Teespring þar sem þú verðsetur bolinn/peysuna sjálfur og hirðir gróðann, ef hann er einhver.
Bolasala er líklegast einfaldasta leiðin til að byrja, þar sem þú þarft ekkert að gera nema hanna og auglýsa, Teespring sér um verslun, framleiðslu, shipping og aftermarket þjónustu.
Með markhóp, þá getur þetta verið ákveðin starfsstétt, foreldrar, ákveðið áhugamál o.s.frv. sem auðvelt er að auglýsa beint til á Facebook. Svo bara prófarðu þig áfram og setur þann pening sem þú týmir í markaðssetningu. Passar bara að eignast ekki eitthvað favorite sem enginn vill en þú hefur endalausa trú á