Síða 1 af 1
Rafhlaupahjól
Sent: Mán 25. Maí 2020 15:22
af °°gummi°°
Ég er að pæla í að fá mér rafhlaupahjól, aðallega til að erindast í miðbænum.
Ég er 190 og yfir 80kg og þetta þarf að geta haldið hraða upp brekku þó það sé mótvindur.
Þegar ég skoða hvað er í boði þá sýnist mér þetta vera voða mikið villta vestrið og erfitt að vita hvað er gott og hvað ekki svo mér datt í hug að athuga hvort einhver ykkar hér hafið reynslu af þessum mismunandi hjólum?
Ég hef smá reynslu af Xiaomi 365 en mér finnst það of máttlaust, hugsanlega er Pro útgáfan bara málið en ég hef líka alveg áhuga á þessum hjólum sem eru að koma núna sem eru enn öflugri, og svo vil ég hjól sem er ekki komið í döðlur eftir ár af notkun, þolir bleytu og hægt er að fá parta í
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mán 25. Maí 2020 15:38
af chaplin
Zero hjólin eru líklegast það sem þú vilt skoða betur mv. lýsinguna hjá þér. Ódýrasta kostar 85.000 kr með 350W mótor og öflugasta týpan kostar 200.000 kr með 2x1000W mótorum.
https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/rafh ... hlaupahjol
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mán 25. Maí 2020 17:46
af Viggi
Myndi allan daginn taka 200k týpuna eftir að hafa haft m365 pro. Bæði upp brekkurnar svo dempararnir. Var á rúntinum frá costco svæðinu upp í smáralind og þar í kring og það var ekki lítið sem maður fann fyrir öllum ójöfnum. En ert ekki að fara bera þetta mikið
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mán 25. Maí 2020 19:25
af hagur
Ég held að það sé ekkert rafhlaupahjól að fara að halda hraða með þig upp brekkur í mótvindi nema mögulega öflugustu Zero hjólin. Fer náttúrulega eftir því hvernig þú skilgreinir að "halda hraða"
Mitt Mi 365 non-pro hjól fer með mig upp allar brekkur sem ég hef prófað en hægir alveg á sér niður í tæplega gönguhraða í bröttum brekkum, t.d upp hlykkjóttu brekkuna hjá kanínuhúsinu í Elliðaárdal. Samt er ég búinn að tjúna mitt með custom firmware og hækka motor power constant upp í sem samsvarar 4-500wöttum og hámarkshraðann upp í 35. Ég er c.a 85kg.
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Þri 26. Maí 2020 13:37
af °°gummi°°
Þakka svörin.
Þetta með að "halda hraða" þá er ég að hugsa um að halda kannski 15kmh upp Skólavörðustíginn, þarf ekkert að vera fullur hraði - en deal breaker þegar maður er kominn undir röskan gönguhraða. Ég er svolítið spenntur fyrir þessum Zero hjólum, myndi líklega ekki fara alveg í 10x típuna, það eru tröppur að íbúðinni minni og 35kg er full mikið hugsa ég
En varðandi þau, ég sé að þau eru öll bara gefin upp fyrir 25kmh hámakshraða, og ég mun líklega fara svolítið um framkvæmdasvæði þar sem gangandi (og rafhjól) neyðast út á götuna og þá finnst mér þægilegra að komast í 30-35 svo það sé minna verið að keyra framhjá manni. Hefur einhver hérna uppfært hraðann á þessum Zero hjólum frá Ellingssen?
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Þri 26. Maí 2020 13:47
af kiddi
Ég er ekki viss um að ég myndi þora að fara hraðar en 25 nema vera í nánast mótorhjólahlífðarbúnaði, ég verð alveg pínu noj á 25 og meðvitaður um að ég gæti þurft að splæsa í nýjar tennur ef ég myndi fljúga fram fyrir mig.
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 09:21
af °°gummi°°
Já, það er eins gott að passa sig á þessu
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 09:31
af Lexxinn
°°gummi°° skrifaði:Þakka svörin.
Þetta með að "halda hraða" þá er ég að hugsa um að halda kannski 15kmh upp Skólavörðustíginn, þarf ekkert að vera fullur hraði - en deal breaker þegar maður er kominn undir röskan gönguhraða. Ég er svolítið spenntur fyrir þessum Zero hjólum, myndi líklega ekki fara alveg í 10x típuna, það eru tröppur að íbúðinni minni og 35kg er full mikið hugsa ég
En varðandi þau, ég sé að þau eru öll bara gefin upp fyrir 25kmh hámakshraða, og ég mun líklega fara svolítið um framkvæmdasvæði þar sem gangandi (og rafhjól) neyðast út á götuna og þá finnst mér þægilegra að komast í 30-35 svo það sé minna verið að keyra framhjá manni. Hefur einhver hérna uppfært hraðann á þessum Zero hjólum frá Ellingssen?
Zero 10x kemst alveg leikandi upp í 60+. Þau eru köppuð með litlum kappli sem þú þyrftir að fjarlægja en þá fyrnist vissulega ábyrgðin, auðvelt gúggl.
Ef þú getur skoðað Zero 8x mæli ég með því. Nýrri týpa af 8 hjólinu, sé það ekki enná heimasíðun Ellingsen en það er með sömu gerð dempara og 10x. Heillar nokkuð sú útfærsla, ekki mundi ég þora vera á 25km/h með dempara eins og zero 8 eða 9 á götum reykjavíkur og lenda í einni pínu lítilli holu.
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 09:36
af brynjarbergs
Ég er alveg þarna að elska rafhlaupahjól og notagildi þeirra ... en ég verð að velja mér annan faraskjóta eins og staðan er í dag þar sem ég er 201cm, sterkbyggður með mjúku efsta lagi sem skila mér í 124kg!
Efast um að það sé til það hlaupahjól sem ræður við mig - en i'd love to be proven wrong!!
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 09:41
af Klemmi
brynjarbergs skrifaði:Ég er alveg þarna að elska rafhlaupahjól og notagildi þeirra ... en ég verð að velja mér annan faraskjóta eins og staðan er í dag þar sem ég er 201cm, sterkbyggður með mjúku efsta lagi sem skila mér í 124kg!
Efast um að það sé til það hlaupahjól sem ræður við mig - en i'd love to be proven wrong!!
Zero 10x er gefið upp fyrir allt að 150kg einstakling, svo þú og þín kíló ættuð alveg að fljúga þar áfram, jafn vel með skólatösku
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 10:04
af brynjarbergs
Klemmi skrifaði:brynjarbergs skrifaði:Ég er alveg þarna að elska rafhlaupahjól og notagildi þeirra ... en ég verð að velja mér annan faraskjóta eins og staðan er í dag þar sem ég er 201cm, sterkbyggður með mjúku efsta lagi sem skila mér í 124kg!
Efast um að það sé til það hlaupahjól sem ræður við mig - en i'd love to be proven wrong!!
Zero 10x er gefið upp fyrir allt að 150kg einstakling, svo þú og þín kíló ættuð alveg að fljúga þar áfram, jafn vel með skólatösku
Vá, mér fannst ég bara hafa lesið 120kg?!?!?!
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 10:05
af brynjarbergs
brynjarbergs skrifaði:Klemmi skrifaði:brynjarbergs skrifaði:Ég er alveg þarna að elska rafhlaupahjól og notagildi þeirra ... en ég verð að velja mér annan faraskjóta eins og staðan er í dag þar sem ég er 201cm, sterkbyggður með mjúku efsta lagi sem skila mér í 124kg!
Efast um að það sé til það hlaupahjól sem ræður við mig - en i'd love to be proven wrong!!
Zero 10x er gefið upp fyrir allt að 150kg einstakling, svo þú og þín kíló ættuð alveg að fljúga þar áfram, jafn vel með skólatösku
Vá, mér fannst ég bara hafa lesið 120kg?!?!?!
https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/leit ... 0X-52V18AHHámarksþyngd: 120 kg
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 10:14
af Klemmi
brynjarbergs skrifaði:https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/leit?ProductID=ZERO-Z10X-52V18AH
Hámarksþyngd: 120 kg
Spes, m.v. bæklinginn eru þetta 150kg
https://power-scooter.com/images/pdf/ZE ... l_4_EN.pdf
- 10x.png (99.27 KiB) Skoðað 4175 sinnum
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 10:26
af Klemmi
Mögulega breytilegt meðal útgáfa... þarna er 2x 800W mótor en ekki 2 x 1000W, sé misvísandi upplýsingar líka erlendis, annað hvort gefið upp 120kg eða 150kg
Örugglega rétt hjá Ellingsen að þeirra hjól séu gerð fyrir 120kg.
*Bætt við*
Hér eru 3 útgáfur, allar gefnar upp fyrir 330lbs, ~150kg
https://revrides.com/products/zero-10x-electric-scooter
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 15:17
af GullMoli
Sá einn á svona Zero 10x hlaupahjóli og sá lét ekkert stoppa sig. Hoppaði niður kanta og upp ójöfnur, fjöðrunin virtist vera gera honum auðvelt fyrir.
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Mið 27. Maí 2020 21:32
af sigurdur
Klemmi skrifaði:Mögulega breytilegt meðal útgáfa... þarna er 2x 800W mótor en ekki 2 x 1000W, sé misvísandi upplýsingar líka erlendis, annað hvort gefið upp 120kg eða 150kg
Örugglega rétt hjá Ellingsen að þeirra hjól séu gerð fyrir 120kg.
*Bætt við*
Hér eru 3 útgáfur, allar gefnar upp fyrir 330lbs, ~150kg
https://revrides.com/products/zero-10x-electric-scooter
Max load er venjulega gefið upp sem hjól + maður. 120kg maður + 30 kílóa hjól, max load 150 kg. Gæti skýrt þessar mismunandi tölur.
Re: Rafhlaupahjól
Sent: Fim 28. Maí 2020 08:24
af brynjarbergs
sigurdur skrifaði:Klemmi skrifaði:Mögulega breytilegt meðal útgáfa... þarna er 2x 800W mótor en ekki 2 x 1000W, sé misvísandi upplýsingar líka erlendis, annað hvort gefið upp 120kg eða 150kg
Örugglega rétt hjá Ellingsen að þeirra hjól séu gerð fyrir 120kg.
*Bætt við*
Hér eru 3 útgáfur, allar gefnar upp fyrir 330lbs, ~150kg
https://revrides.com/products/zero-10x-electric-scooter
Max load er venjulega gefið upp sem hjól + maður. 120kg maður + 30 kílóa hjól, max load 150 kg. Gæti skýrt þessar mismunandi tölur.
Þetta meikar bara fáránlega mikinn sens! Takk