Síða 1 af 1
Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Þri 19. Maí 2020 20:35
af mercury
Sælir vaktarar.
Gerði þau mistök að panta mér rakvél frá US. Í fljótfærni minni spáði ég auðvitað ekkert í mögulegu rafmagnsveseni.
Fatta það svo auðvitað þegar ég sé tengilinn á vélinni og les þá á vélina 115vac 60hz 11w. Þekki allar þessar tölur og menn þurfa ekkert að fræða mig um það.... En fór í Elko og keypti þennan
https://elko.is/power-converter-230-v-ac-110vStóð ekkert með hz-in á kassanum og keypti ég þetta í góðri trú um að vélin myndi virka. prufa að henda þessu í samband og vélin gefur frá sér hellings læti en virðist alveg kraftlaus.
Les þá á spennubreytinn 110v 50hz..
Svo já mig vantar spennubreyti sem er þá 110-120v 60hz. eftir talsvert google þá fynn ég þetta ekki neinstaðar á netinu hér heima ? hafa vaktarar einhverja hugmynd um hvar ég gæti fundið þetta. ???
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 15:40
af mercury
engar hugmyndir?
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 15:44
af jonsig
Spennubreytar ehf í hafnarf. Eru með invertera og svona gums
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 16:20
af Kristján Gerhard
mercury skrifaði:Sælir vaktarar.
Gerði þau mistök að panta mér rakvél frá US. Í fljótfærni minni spáði ég auðvitað ekkert í mögulegu rafmagnsveseni.
Fatta það svo auðvitað þegar ég sé tengilinn á vélinni og les þá á vélina 115vac 60hz 11w. Þekki allar þessar tölur og menn þurfa ekkert að fræða mig um það.... En fór í Elko og keypti þennan
https://elko.is/power-converter-230-v-ac-110vStóð ekkert með hz-in á kassanum og keypti ég þetta í góðri trú um að vélin myndi virka. prufa að henda þessu í samband og vélin gefur frá sér hellings læti en virðist alveg kraftlaus.
Les þá á spennubreytinn 110v 50hz..
Svo já mig vantar spennubreyti sem er þá 110-120v 60hz. eftir talsvert google þá fynn ég þetta ekki neinstaðar á netinu hér heima ? hafa vaktarar einhverja hugmynd um hvar ég gæti fundið þetta. ???
Tíðnin er háð netinu, þú breytir því ekki svo glatt. Gæti bent á mögulegar lausnir en þær yrðu svo glóralausar að þær ná ekki nokkurri átt. Afskrifaðu apparatið.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 18:23
af Hizzman
Gætir pantað 12V í 115V 60Hz breyti og notað rafgeymi.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 19:25
af jonsig
Hizzman skrifaði:Gætir pantað 12V í 115V 60Hz breyti og notað rafgeymi.
Hann getur fengið mjög öfluga ólínulega spennubreyta á lítinn pening (12V). Annars eru til rafeindastýrðir áriðlar sem búa ekki til endilega hreina sínusbylgju sem ættu að virka í þetta gigg hjá honum og haft tíðnina rétta án þess að kaupa neitt af viti. Margir sem liggja á þannig ónotaðari græju.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 19:25
af arons4
Hef séð þessu reddað um borð í skipi með 230V 60hz kerfi með ca 300þ kr marine smart UPSa frá apc, getur stillt bæði spennu og tíðni sem þeir gefa út. Efast samt um að þessi blessaða rakvél sé þess virði.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 20:35
af rapport
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 22:41
af hagur
Get ekki séð að þessir séu 110v
60Hz eins og OP þarf.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 23:15
af Hizzman
jonsig skrifaði:Hizzman skrifaði:Gætir pantað 12V í 115V 60Hz breyti og notað rafgeymi.
Hann getur fengið mjög öfluga ólínulega spennubreyta á lítinn pening (12V). Annars eru til rafeindastýrðir áriðlar sem búa ekki til endilega hreina sínusbylgju sem ættu að virka í þetta gigg hjá honum og haft tíðnina rétta án þess að kaupa neitt af viti. Margir sem liggja á þannig ónotaðari græju.
Líka mögulegt að nota tíðnigjafa, góðan hifi-magnara og svo venjulegan spenni til að hækka spennuna.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 23:26
af jonsig
Sniðug pæling fyrir DC mótor en hvernig ætlaru að búa til negatíva spennu fyrir ac mótorinn í rakvélinni? DC spennar venjulegir ,AC ekki svo algengir?
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Mið 20. Maí 2020 23:31
af Hizzman
tíðnigjafinn gefur sínus 60Hz sem sveiflast td plús, mínus eitt volt.
Re: Hvar fæ ég spennubreyti?
Sent: Fim 21. Maí 2020 17:06
af beggi702
Mæli með að þú kaupir þér bara aðra rakvél gerða fyrir 230V 50Hz. Að redda spennubreytir og tíðnibreytir á bara eftir að vera vesen og eflaust dýrara þegar uppi er staðið.