Síða 1 af 1
Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 12:17
af GuðjónR
Ef það hljómar of gott til að vera satt þá er það mjög líklega ósatt.
Nú auglýsir NOVA eins og það sé enginn morgundagurinn ókeypis rafskútur á hverju degi, eina sem þú þarft að gera er að skrá persónuupplýsingar og gefa þeim leyfi til að hafa samband "ef þú vinnur" eða ef þeir vilja selja þér eitthvað.
Og hvergi er hægt að sjá lista yfir vinningshafa, er þetta þá bara allt í plati í *****gati?
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 12:43
af urban
þeir telja bara að auglýsingin sé meira virði en rafskútan.
Þú ert að hjálpa þeim við það
Ég hafði t.d. ekki séð þessa auglýsingu fyrr en hér
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 12:43
af Dóri S.
Þetta er í appinu þeirra og á heimasíðunni þeirra. Veðja á að þetta sé legit.
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 13:20
af GuðjónR
Hjálpa og ekki hjálpa, maður veltir fyrir sér þegar gjafaleikir eru í gangi og hvergi eru listar yfir vinningshafa hvort það sé verið að plata fólk?
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 14:48
af gnarr
Þeir voru nú bara að byrja með þennann leik í gær, líklega var fyrsti vinningshafinn dreginn út í dag og þeir setja væntanlega mynd af honum á instagram og facebook síðurnar sínar þegar hann mætir að sækja hlaupahjólið í búðina.
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 15:11
af Dr3dinn
Miðað við að bls í blöðunum kostar 200-400þ þá er þetta bara ódýrt.
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Fös 15. Maí 2020 20:05
af GuðjónR
gnarr skrifaði:Þeir voru nú bara að byrja með þennann leik í gær, líklega var fyrsti vinningshafinn dreginn út í dag og þeir setja væntanlega mynd af honum á instagram og facebook síðurnar sínar þegar hann mætir að sækja hlaupahjólið í búðina.
Sá þetta í gær eða fyrradag fyrst, það ættu að fara að hrúast inn vinningshafar
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Lau 16. Maí 2020 07:25
af Bourne
Eftir nokkrar vikur verða allir íslendingar komnir með rafskútu sweeeet.
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Lau 16. Maí 2020 11:02
af Viggi
Flestir horfa á þetta bara sem dót fyrir krakka. Er sá eini fullorðni í mínum bæ sem notar þetta af einhverju viti
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Lau 16. Maí 2020 13:28
af ZiRiuS
Er hægt að sigla á þessari skútu?
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Lau 16. Maí 2020 13:37
af GuðjónR
ZiRiuS skrifaði:Er hægt að sigla á þessari skútu?
Já, þú siglir um strætin blá
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 12:12
af brain
Fékk hringingu frá Nova áðan...
Góðar fréttir og slæmar..
Vann ekki hlaupahjól, en vann 2 mán fría GSM áskrift sem ég gat ekki notað.
Spurði um vinningslista en fékk það svar að þeir hringja bara en birta enga vinningshafa. go figure....
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 12:44
af urban
brain skrifaði:Fékk hringingu frá Nova áðan...
Góðar fréttir og slæmar..
Vann ekki hlaupahjól, en vann 2 mán fría GSM áskrift sem ég gat ekki notað.
Spurði um vinningslista en fékk það svar að þeir hringja bara en birta enga vinningshafa. go figure....
Ótrúlegt að þeir birti ekki vinningshafa, hefði haldið að það væri stærsta auglýsingin fyrir þá.
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 13:03
af GuðjónR
Hahahaha auðvitað birta þeir engan vinningslista því það er enginn vinningslisti til að birta
Ótrúlegt ef þeir halda að svona markaðssetning skili einhverju öðru en pirringi, þetta minnir amator facebook spammið þegar það var upp á sitt besta; "lækaðu, taggaðu og deildu og þú gætir unnið iPhone, 100 símar í boði þegar við náum 1000 fylgjendum" ... blablabla...
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 13:38
af Tiger
Fékk sama símtal áðan.....
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 14:27
af demaNtur
brain skrifaði:Fékk hringingu frá Nova áðan...
Góðar fréttir og slæmar..
Vann ekki hlaupahjól, en vann 2 mán fría GSM áskrift sem ég gat ekki notað.
Spurði um vinningslista en fékk það svar að þeir hringja bara en birta enga vinningshafa. go figure....
Hahaha já, ég fékk sama símtal. Lágkúrulegt að segja að maður hafi "unnið" í þessum leik
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 14:41
af sigurdur
Áhugavert. Eruð þið, sem hafið fengið símtal, með simkort frá Nova? Eru þeir að sigta út þá sem eru hjá samkeppnisaðilum?
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 15:14
af Plushy
Hehe fínt að fá lista yfir þá sem eru ekki hjá þeim en fylgjast með efninu frá þeim og bjóða þeim svo að færa sig yfir til sín gegn fyrstu 2 mánuðunum fríum. Unnuð ekkert...
Re: Nova - of gott til að vera satt?
Sent: Mið 20. Maí 2020 15:27
af GuðjónR
sigurdur skrifaði:Áhugavert. Eruð þið, sem hafið fengið símtal, með simkort frá Nova? Eru þeir að sigta út þá sem eru hjá samkeppnisaðilum?
Það virðist vera....