Bricked bios uppfærsla
Sent: Fim 30. Apr 2020 14:53
Vorum að uppfæra móðurborðið, ASUS x570 Tuf gaming plus, með offical BIOS frá ASUS í vél hjá bróðir mínum og meðan við vorum að keyra inn BIOS uppfærsluna í gegnum "EZ update" þá frosnar vélinn, var föst í "Processing..." í nokkurn tíma. Eftir 1klt þá ákváðum við að þetta væri ekki að virka og við tökum þá tölvuna úr sambandi, og eftir það þá hættir vélinn að POST-a. Kemur ekkert upp á skjáinn, eina sem kemur er rauða LED ljósið á móðurborðinu fyrir CPU.
Þá förum við að reyna flest allt sem okkur dettur í hug og það sem Internetið mældi með, enn ekkert virkar. Reyndum meira segja að nota recovery tól sem á að vera í móðurborðinu.
Við förum þá með vélina á verkstæðið þar sem þetta móðurborð var keypt, varla hálfs árs móðurborð. Látum þá vita hvað gerðist og þeir nefna að það gæti verið vafamál með ábyrgð á þessu. Viku seinna hringja þeir og láta okkur vita að móðurborðið er dautt og skv. fína letrinu hjá ASUS að þetta sé ekki í ábyrgð. Þar sem þessi vél er notuð í Animation lærdóm, og verkefni á fullu núna, þá þurftum við að fá þessa vél sem fyrst og við sættum okkur við að fá nýtt mobo, og þeir setja það í.
Hef sjálfur uppfært ófáar tölvur með BIOS update og aldrei lent í þessu að tölvan sé alveg dauð, meira segja þegar update-ið failar þá hefur alltaf recovery kickað inn.
Þannig að mín spurning/pæling er fyrir þá sem hafa lent í svipuðu, hvernig var þetta leyst? Var þetta í ábyrgð, fenguð þið nýtt mobo á kostnaðarverði eða eitthvað annað?
Þá förum við að reyna flest allt sem okkur dettur í hug og það sem Internetið mældi með, enn ekkert virkar. Reyndum meira segja að nota recovery tól sem á að vera í móðurborðinu.
Við förum þá með vélina á verkstæðið þar sem þetta móðurborð var keypt, varla hálfs árs móðurborð. Látum þá vita hvað gerðist og þeir nefna að það gæti verið vafamál með ábyrgð á þessu. Viku seinna hringja þeir og láta okkur vita að móðurborðið er dautt og skv. fína letrinu hjá ASUS að þetta sé ekki í ábyrgð. Þar sem þessi vél er notuð í Animation lærdóm, og verkefni á fullu núna, þá þurftum við að fá þessa vél sem fyrst og við sættum okkur við að fá nýtt mobo, og þeir setja það í.
Hef sjálfur uppfært ófáar tölvur með BIOS update og aldrei lent í þessu að tölvan sé alveg dauð, meira segja þegar update-ið failar þá hefur alltaf recovery kickað inn.
Þannig að mín spurning/pæling er fyrir þá sem hafa lent í svipuðu, hvernig var þetta leyst? Var þetta í ábyrgð, fenguð þið nýtt mobo á kostnaðarverði eða eitthvað annað?