Síða 1 af 1
m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 20:15
af emil40
Sælir félagar.
Ég er að hugsa um fá mér stærri m.2 disk í setupið mitt og skipta úr þessum minni sem er Samsung 970 EVO 250 gb. Með hverju mynduð þið mæla ? Ég var að sjá að þeir eru með Samsung 970 EVO Plus 1TB á 40þ hjá att.is mynduð þið mæla með einhverjum öðrum ?
Re: m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 21:20
af DJOli
Mér finnst þessi lofa góðu miðað við verð, og samkvæmt spekkum ætti hann ekki að gefa Samsung m.2 neitt eftir
https://kisildalur.is/category/11/products/1295
Re: m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 21:36
af Njall_L
Persónulega tæki ég alltaf disk sem er mikil og góð reynsla af og auðvelt að finna sögur um á netinu, til dæmis Samsung diskinn sem OP bendir á.
Þessi Teamgroup diskur sem DJOli bendir á er með mjög fína spekka en það síðasta sem ég myndi gera er að spila óþarfa rúllettu með diskakaup til að spara mér nokkra þúsundkalla. Frekar kaupa eitthvað þaulreynt sem kann að vera aðeins dýrara.
Re: m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 21:48
af DJOli
Njall_L skrifaði:Persónulega tæki ég alltaf disk sem er mikil og góð reynsla af og auðvelt að finna sögur um á netinu, til dæmis Samsung diskinn sem OP bendir á.
Þessi Teamgroup diskur sem DJOli bendir á er með mjög fína spekka en það síðasta sem ég myndi gera er að spila óþarfa rúllettu með diskakaup til að spara mér nokkra þúsundkalla. Frekar kaupa eitthvað þaulreynt sem kann að vera aðeins dýrara.
Ég meina. Ef drifið er allavega að koma vel út, þá er ekkert að því.
Hér er review frá Tom's Hardware guide
https://www.tomshardware.com/reviews/te ... ,6181.htmlReviews á Amazon
https://www.amazon.com/TEAMGROUP-Solid- ... 6Q1D/?th=1Reviews á Newegg
https://www.newegg.com/team-group-mp34- ... -_-Product
Re: m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 22:07
af Njall_L
Ég hef alls ekkert á móti þessum Teamgroup disk, hann var bara nærtækasta dæmið í því að ég væri að reyna að svara spurningunni frá OP "Með hverju mynduð þið mæla ?" og því að ég myndi sjálfur ekki mæla með einhverju sem ég hef ekki heyrt um. Ég myndi sem dæmi ekki heldur mæla með
þessum bókstaflega no-name disk eða
þessum frá einhverju sem ég hef heldur aldrei heyrt um.
Að því sögðu, þá tæki ég Samsung 970 EVO Plus fram yfir Teamgroup MP34 diskinn út frá því að Samsung er með MLC minni en Teamgroup er með TLC minni. Það eitt og sér er gerir það þess virði í mínum huga að borga ~5k aukalega fyrir Samsung diskinn.
Re: m.2 diskur
Sent: Mið 29. Apr 2020 22:43
af urban
Patriot eru samt alveg minnirframleiðandi sem að er búin að vera alveg óhemju tíma á markaðinum.
En ég ætlaði að fá mér þennan en því miður þá var ekki til 2TB neinstaðar þegar að ég var að versla og fékk mér 1tb týpuna af honum í staðin.
https://tolvutaekni.is/collections/hard ... d-3500mb-sEftir að hafa skoðað reviews héðan og þaðan þá hikaði ég ekki við það.
Þar að auki hef ég bara ekki svo stórar áhyggjur af því ef að diskur krassar, það er 2020 og maður er með allt backað upp einhver staðar sem að þarf að vera backað upp og svo 5 ára ábyrgð á disknum.
Re: m.2 diskur
Sent: Fim 30. Apr 2020 08:17
af emil40
Ég ákvað að taka engann sjéns og fór í Samsung 970 EVO Plus 1 TB á 40þ
https://att.is/product/samsung-970-evo- ... b-ssd-drif
Re: m.2 diskur
Sent: Fim 30. Apr 2020 08:33
af Bourne
Nánast allir þessir SSD diskar eru með Samsung kubba innbirgðis anyways
Re: m.2 diskur
Sent: Fim 30. Apr 2020 16:05
af ChopTheDoggie
Ég neldi mér í eitt eintak af 970 Evo 500GB á 23.750 kr
Ég hefði farið í 1TB en veskið leyfði mér það ekki á þann degi sem ég keypti diskinn
https://att.is/product/samsung-970-evo- ... gb-ssddrif
Re: m.2 diskur
Sent: Fim 30. Apr 2020 16:18
af emil40
til hamingju með diskinn
Re: m.2 diskur
Sent: Fös 01. Maí 2020 14:19
af emil40
Þá er ég búinn að borga diskinn hann ætti að koma fljótlega eftir helgi. Hlakka mikið til
Re: m.2 diskur
Sent: Fös 01. Maí 2020 15:45
af Hnykill
Samsung eru leiðandi í þessum diskum. þeir eru ekki að klikka.
Re: m.2 diskur
Sent: Fös 01. Maí 2020 23:54
af emil40
Ég er mjög ánægður með 250 gb diskinn sem ég er búinn að vera með þurfti bara meira pláss þannig að ég tók alveg eins disk bara stærri
Re: m.2 diskur
Sent: Lau 02. Maí 2020 14:17
af kornelius