Síða 1 af 1
lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Fim 09. Apr 2020 05:05
af Kristján
Eru fleiri að lenda í því að þeir deila ekki á deildu þannig að hlutfallið fer bara lækkandi en hækkar aldrei?
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Fös 10. Apr 2020 04:08
af kizi86
margt sem getur spilað inní.. t.d hvaða leið þú notar til að komast inná síðuna, mæli eindregið með dns leiðinni, allar aðrar leiðir eru bögg á einhvern hátt, hvaða torrent forrit ertu með? og er það rétt stillt? ef hefur ekki opið port, virkar upnp fyrir þig? ég er að uploada ca 1-2TB á mánuði á deildu..
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Fös 10. Apr 2020 09:10
af jojoharalds
Kristján skrifaði:Eru fleiri að lenda í því að þeir deila ekki á deildu þannig að hlutfallið fer bara lækkandi en hækkar aldrei?
.
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 02:47
af Kristján
er með bittorrent og utorrent, ekki snert stillingar á þeim forritum, ég deili á erlendar síður svosem.
ég er að nota einn af mirror linkunum sem eru á síðunni, smallfoot
hef ekki snert routerinn líka
edit- snerta þau as in breyttia einhverjum stillingum
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 05:48
af kizi86
jojoharalds skrifaði:Kristján skrifaði:Eru fleiri að lenda í því að þeir deila ekki á deildu þannig að hlutfallið fer bara lækkandi en hækkar aldrei?
Mæli með að nota
https://www.proxysite.com/
Verandi nördaspjall þá er dáltið asnalegt að mæla með einhverju svo óöruggu.. Dns leiðin er best, því ef gerir það í routernum, þá virkar það fyrir öll tæki sem tengjast honum. Því þetta block hjá internet veitunum er ekkert nema dns manipulation/hijack, og er versta útgáfa af svona blokki, þvi dns á að vera heilagt. Að ISPar eigi sjálfir við dns serverana sína.... Heresy!
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 12:57
af Stuffz
kizi86 skrifaði:jojoharalds skrifaði:Kristján skrifaði:Eru fleiri að lenda í því að þeir deila ekki á deildu þannig að hlutfallið fer bara lækkandi en hækkar aldrei?
Mæli með að nota
https://www.proxysite.com/
Verandi nördaspjall þá er dáltið asnalegt að mæla með einhverju svo óöruggu.. Dns leiðin er best, því ef gerir það í routernum, þá virkar það fyrir öll tæki sem tengjast honum. Því þetta block hjá internet veitunum er ekkert nema dns manipulation/hijack, og er versta útgáfa af svona blokki, þvi dns á að vera heilagt. Að ISPar eigi sjálfir við dns serverana sína.... Heresy!
verstu spádómar rætast, ritskoðuð framtíð..?
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 13:05
af halipuz1
http://51.255.32.210/browse.php Ég nota þennan link.
Veit ekki betur en að ég fæ allt seedið inn hjá mér sem ég seeda. Nema þú sért að tala um að henda inn torrenti. Veit ekki, getur prufað þessa, þarft ekkert að spá þá í dns eða öðru.
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 13:14
af Hjaltiatla
halipuz1 skrifaði:http://51.255.32.210/browse.php
Ég nota þennan link.
Getur einfaldað þér lífið og virkjað DoH í vafranum þínum.
https://www.zdnet.com/article/dns-over-https-will-eventually-roll-out-in-all-major-browsers-despite-isp-opposition/
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 17:40
af dandri
Re: lokað fyrir að deila á deildu
Sent: Lau 11. Apr 2020 21:34
af Kristján
Ég prufa að nota ip töluna beint og skoða hvernig það gengur.
Ég veit ekki hvernig svona torrent síður virka en með því að fara inná deildu í gegnum mismunandi leiðir, mun það eitthvað breyta hvernig trackerinn er að virka?
er það trackerinn sem segir hvað ég er að deila og sækja eða?
er trackerinn eitthvað örðuvísi ef ég fer í gegnum dns eða ekki eða þessa mirror linka eða hvað?
takk fyrir svörin sem eru komin