Síða 1 af 3
Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 13:32
af GuðjónR
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 13:45
af Viktor
Það róar mig talsvert að vita að Syndis eru all-in í þessu.
Það er öryggisfólk á heimsmælikvarða.
https://www.facebook.com/thesyndis/post ... 8566947114Það hlýtur að vera hægt að útfæra þetta á skynsamlegan hátt í samræmi við persónulöggjöf ESB.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 14:03
af Geronto
Mér er mjög illa við að DeCode séu í þessu og ég er enn ekki alveg viss hvort að ég vilji nota þetta app, en ég er sammála þessu, það róar mann talsvert að Syndis séu í þessu.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 14:18
af Sporður
Forritarar IE voru sjálfir að gefa vinnu sína er það ekki?
IE var ekki að gefa vinnuna þeirra er það?
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 14:24
af Geronto
Sporður skrifaði:Forritarar IE voru sjálfir að gefa vinnu sína er það ekki?
IE var ekki að gefa vinnuna þeirra er það?
Hmm okei ef það er málið þá er það aðeins skárra í mínum augum allavega.
Annars veit ég ekki hvað þetta á eftir að skila miklum árangri á meðan að þetta er bara gps en ekki bluetooth eins og í singapore.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 15:13
af B0b4F3tt
Ég hef nú unnið sem forritari hjá ÍE og ég vill ekki meina að ég hafi verið eitthvað illa innrættur þar. Þar er bara fólk sem vinnur vinnuna sína af heilum hug. Ég varð ekki var við eitthvað evil overlord plan þar
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 15:14
af Klemmi
Ef ég skil fréttina rétt, þá gerir þetta ekkert annað en að skrá ferðir þínar og geyma Á SÍMANUM.
Sendir engin gögn fyrr en þú hefur verið greindur með smit og samþykkir þá sérstaklega að senda þessar upplýsingar til nánari skoðunar.
Sem sagt, EF ég skil þetta rétt, þá fara gögnin um ferðalögin þín ekkert fyrr en þú sýkist og ákveður þá að deila þessum gögnum.
Þetta vissulega dregur samt úr notagildi forritsins, þar sem þú getur þá ekki matchað stað- og tímasetningar við aðra sem ekki hafa sýkst, og því ekki gefið upp sínar ferðir til að athuga hvort þið hafið verið á sama tíma á sama stað...
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 15:24
af Televisionary
Vitandi af Tedda og félögum í Syndis með í partýinu þá færu þeir vart að hætta orðspori sínu fyrir eitthvað sem væri ekki á faglegum grundvelli.
Ef einhverjir hafa þekkingu að vinna með það að gera hluti ópersónugreinanlega eru það ÍE sem hafa þurft að vinna í kringum reglugerðir þess ansi lengi.
Syndis tekur þetta út væntanlega og alger óþarfi að blása þetta upp í einhverja móðursýki, stígum varlega til jarðar.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 16:58
af Revenant
Ef bæði Syndis og persónuverndarfulltrúi landlæknis (sem ég þekki og treysti mjög vel varðandi mál tengd persónuvernd) gúddera þetta þá sé ég ekkert að því að setja þetta app upp.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 17:38
af dori
Klemmi skrifaði:Ef ég skil fréttina rétt, þá gerir þetta ekkert annað en að skrá ferðir þínar og geyma Á SÍMANUM.
Sendir engin gögn fyrr en þú hefur verið greindur með smit og samþykkir þá sérstaklega að senda þessar upplýsingar til nánari skoðunar.
Sem sagt, EF ég skil þetta rétt, þá fara gögnin um ferðalögin þín ekkert fyrr en þú sýkist og ákveður þá að deila þessum gögnum.
Þetta vissulega dregur samt úr notagildi forritsins, þar sem þú getur þá ekki matchað stað- og tímasetningar við aðra sem ekki hafa sýkst, og því ekki gefið upp sínar ferðir til að athuga hvort þið hafið verið á sama tíma á sama stað...
Mögulega er broadcastað ef þú ert smitaður hvar þú varst (ópersónugreinanlegt, bara staðsetning og tími) þannig að aðrir sem voru á sama stað á sama tíma fái ábendingu um að láta kíkja á sig. Ég hef ekki pælt mikið í neinu af þessu en það var bara það fyrsta sem mér datt í hug til að gera þetta gagnlegra.
Annars er ég sammála fyrri ræðumönnum. Ef persónuverndarfulltrúi landlæknis gefur þessu grænt ljós og Syndis koma nálægt þessu þá er tilfinningin mín að treysta þessu.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 17:52
af Tiger
Er forvitin hvað þessir 9 sem hafa sagt nei hafa gegn þessu.
Ert líklega nú þegar búinn að samþykkja smáa letrið af tugum forrita í símanum þínum sem er mun grófara í upplýsingasöfnun en þetta.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 17:58
af GuðjónR
Gott að heyra hvað þið hafið um þetta að segja.
Er búinn að fara heilan hring en er sammála að Syndis er ákveðin öryggisstimpill.
Vil taka fram að það er hægt að skipta um skoðun, þ.e. breyta valinu sínu í þessari könnun.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 18:17
af ABss
Verður kóðinn ekki bara augljóslega frjáls og opinn?
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 20:01
af rapport
Af hverju ætti ekki að nota þetta app, a.m.k. á meðan þetta ástand varir... þó svo að Google mundi sjá ferðir þínar... af hverju er leynd ferða þinna mikilvægari en heilsa allra sem þú hittir?
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 20:21
af Revenant
Það má samt ekki gleymast að vilja ekki taka þátt í svona verkefni er fullkomlega lögleg afstaða og ber að virða hana.
Það yrði flott ef stór hluti landsmanna myndi nota sér þetta app af fúsum og frjálsum vilja en að þvinga því upp á mann (eða annan) er skammarlegt.
Virðum ákvörðun fólks, sama hver hún er. Það er valkvætt að setja þetta app upp en ekki skylda.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 21:06
af Zorglub
Nú þegar skráir síminn allt sem þið gerið, hvert þið farið, hverja þið hittið og hlustar á ykkur líka þannig að það er eiginlega dáldið spaugilegt að sjá menn með áhyggjur yfir þessu.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 21:16
af Hjaltiatla
Ég borga ekki fyrir data service, nota spotify offline,audible offline, onedrive offline þegar ég er á ferðinni og nota eingöngu wifi þess vegna svaraði ég nei. Kemur fyrir að ég noti Google Maps þegar ég er að ferðast (nota þá GPS) og versla mér gagnamagn. Ég skrifa mínar ferðir þess í stað niðrá blað og málið er dautt.Er persónulega ekkert á móti þessu en ætla einfaldlega ekki að nota þetta app sjálfur.
En hérna er annar vinkill svona til að koma blóðinu ykkar af stað
https://www.visir.is/k/8a55db37-ab4b-4e19-8321-b2f21b93d0cd-1585138911053
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 21:52
af GuðjónR
Hjaltiatla skrifaði:Ég borga ekki fyrir data service, nota spotify offline,audible offline, onedrive offline þegar ég er á ferðinni og nota eingöngu wifi þess vegna svaraði ég nei. Kemur fyrir að ég noti Google Maps þegar ég er að ferðast (nota þá GPS) og versla mér gagnamagn. Ég skrifa mínar ferðir þess í stað niðrá blað og málið er dautt.Er persónulega ekkert á móti þessu en ætla einfaldlega ekki að nota þetta app sjálfur.
En hérna er annar vinkill svona til að koma blóðinu ykkar af stað
https://www.visir.is/k/8a55db37-ab4b-4e19-8321-b2f21b93d0cd-1585138911053
Ég hlustaði á rökin hjá konunni og fannst þau góð, varðandi gagnaöflun og eins varðandi hamaganginn í Kára.
Það er hægt að færa sterk rök með og á móti. Því meira sem ég hugsa um þetta því meira fer ég úr því að vera óákveðinn í að vera á móti.
Ég hef það á tilfinngunni að við séum að stíga óafturkræf skref með þessu.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 22:40
af falcon1
Ég hef ekki myndað mér skoðun né kannað þetta eitthvað vel, hinsvegar er alltaf stóra spurningin hjá manni hvaða tryggingu hefur maður fyrir því að þessum gögnum verði eytt sem og aðgangur að forritinu eftir að þessu ástandi líkur? Stundum er ekki aftur snúið þótt tilgangurinn í upphafi sé góður.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 22:49
af GuðjónR
falcon1 skrifaði:Ég hef ekki myndað mér skoðun né kannað þetta eitthvað vel, hinsvegar er alltaf stóra spurningin hjá manni hvaða tryggingu hefur maður fyrir því að þessum gögnum verði eytt sem og aðgangur að forritinu eftir að þessu ástandi líkur? Stundum er ekki aftur snúið þótt tilgangurinn í upphafi sé góður.
Einmitt, þú hefur enga tryggingu fyrir því að gögnunum verði eytt.
Löggan hefur oft starfað á "gráum" svæðum áður.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 22:58
af appel
Þetta verður alltaf ónákvæmt. GPS er ekkert nákvæmt í svona farsímum. Þetta segir ekkert til um hvort þú hafir smitað tiltekna aðila sem voru í 10 metra radíus við þig.
Málið er að þetta hafur takmarkað notagildi í dag þegar allir eru í sjálfskipaðri sóttkví. Flestir muna hverja þeir hitta núna. Kannski öðruvísi fyrir 3-4 vikum síðan þá var enginn að pæla í þessu, en núna eru allir með varann á.
Appið hefði verið fínt fyrir mánuði síðan, en gerir lítið gagn núna. Hefur sóttvarnarlæknir minnst á þetta app? Held ekki. Þetta eru bara tæknigúrúar sem finnst þetta sniðugt, svolítið sjálfshverfir og pæla ekki endilega í gagninu á þessum tímapunkti.
Prófanir hinsvegar myndu gera það. Ég held að það eigi að fara miklu aggressívera í að prófa núna. Prófa alla þá sem vilja láta prófa sig, svo lengi sem hægt er að sinna því.
Það eru fullt af kjánum þarna úti ennþá sem eru "æi ég var með einhvern smá hita, hósta en ég hélt að það væri bara flensan!". Þetta fólk á að fá einhver sósíal refsistig fyrir heimsku, hærri vexti á lánum og svona. Ef þú ert með einhver PÍNKULÍTIL einkenni, haltu þig í einangrun. Annars gætir þú smitað einhvern sem smitar einhvern sem vinnur á öldrunarheimili.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fim 26. Mar 2020 23:15
af Stuffz
well me generally not-a-fan of stasi-style-methodology..
ég er nú varla að trúa þessu til að byrja með og svo hér er fleira..
og munu þá túristarnir t.d. verða látnir installa þessu á símana sína við komuna til landsins, ef ekki þá er þetta því miður bara að lúkka sem eitt stk skítafix, eitt yfir alla ganga annars er þetta ekkert að ganga, 1 túristi tók út hvað 20 heilbrigðisstarfsmenn á húsavík, nokkur öflugt KDR hlutfall það..
gósentíð free-for-all gagnaöflunar orgy.. með ófyrirsjáanlegum frelsisskerðandi öryggiskrata blautdraums langtímaafleiðingum, ólíkt fyrirsjáanlegum náttúrulegum afleiðingum eðlilegrar framvindu af smávægilegum skala í samanburði við íslenska forsögu tugprósenta fráfalla, móðuharðindi e.t.c
ef 3% ógn er nóg til að hvekkja okkur svona mikið til að fórna nær öllum persónufrelsum, hvað segir það um okkur ef við stæðum frammi fyrir 6%, 9%, 12%, 20%, 33% ógnum hvað mikið meira er hægt að fá fólk til að gefa frá sér.
fyrir utan svona 97% aukið andlegt álag á allar þessar þjóðir af þessum ofuraðgerðum og hinni komandi Refsigleði.
see how it goes..
ftr ég fer hvort eð er ekkert svo þarf ekki frían rakstur, fyrir utan að þetta virkar sennilega ekki á nokia 808.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fös 27. Mar 2020 07:26
af kjartanbj
Stuffz skrifaði:well me generally not-a-fan of stasi-style-methodology..
ég er nú varla að trúa þessu til að byrja með og svo hér er fleira..
og munu þá túristarnir t.d. verða látnir installa þessu á símana sína við komuna til landsins, ef ekki þá er þetta því miður bara að lúkka sem eitt stk skítafix, eitt yfir alla ganga annars er þetta ekkert að ganga, 1 túristi tók út hvað 20 heilbrigðisstarfsmenn á húsavík, nokkur öflugt KDR hlutfall það..
gósentíð free-for-all gagnaöflunar orgy.. með ófyrirsjáanlegum frelsisskerðandi öryggiskrata blautdraums langtímaafleiðingum, ólíkt fyrirsjáanlegum náttúrulegum afleiðingum eðlilegrar framvindu af smávægilegum skala í samanburði við íslenska forsögu tugprósenta fráfalla, móðuharðindi e.t.c
ef 3% ógn er nóg til að hvekkja okkur svona mikið til að fórna nær öllum persónufrelsum, hvað segir það um okkur ef við stæðum frammi fyrir 6%, 9%, 12%, 20%, 33% ógnum hvað mikið meira er hægt að fá fólk til að gefa frá sér.
fyrir utan svona 97% aukið andlegt álag á allar þessar þjóðir af þessum ofuraðgerðum og hinni komandi Refsigleði.
see how it goes..
ftr ég fer hvort eð er ekkert svo þarf ekki frían rakstur, fyrir utan að þetta virkar sennilega ekki á nokia 808.
Hvaða ferðamenn? Það eru engir ferðamenn að koma, öll stærstu rútu fyrirtækin eru búin að taka nánast alla sína bíla af númerum
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fös 27. Mar 2020 08:40
af ABss
Nokkrir nefna hér óæskilega gagnaöflun, sem er réttmæt vangavelta. Aðrir nefna að stórfyrirtækin/símaframleiðendur/stofnanir geri sitt allra ítrasta í að safna þessum gögnum nú þegar og notendur eru misupplýstir gagnvart því. Það er líka rétt.
Hér er þó grundvallarmunur á, í tilfelli símaframleiðenda/apple/google og hvað það nú er, þá eru farnar ýmsar krókaleiðir í að safna sem mestu og jafnvel beinlínis leyna því hverju er safnað. Með þessu forriti ertu bókstaflega að afhenda þessar upplýsingar viljandi.
Það mætti líkja þessu við að þú sért í stanslausri upptöku misvel falinna öryggismyndavéla versus að fara í myndatöku sjálfviljugur.
Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?
Sent: Fös 27. Mar 2020 08:58
af KristinnK
Tiger skrifaði:Er forvitin hvað þessir 9 sem hafa sagt nei hafa gegn þessu.
Ert líklega nú þegar búinn að samþykkja smáa letrið af tugum forrita í símanum þínum sem er mun grófara í upplýsingasöfnun en þetta.
Það eru nú ekki allir sem nota snjallsíma, einmitt af því að það vill ekki láta fylgjast með sér 24/7.
Persónulega myndi ég ekki hafa neitt á móti því að nota þetta forrit að því gefnu að það sendi engar upplýsingar nema ég sé smitaður, en ég nota ekki snjallsíma, þannig það kemur á eitt fyrir mig.