Síða 1 af 1

Viaplay kemur til Íslands.

Sent: Fim 26. Mar 2020 10:57
af Daz
Nú eru þau víst að koma til landsins, samvkæmt fréttatilkynningu sem er endurbirt á öllum fréttamiðlum (t.d. Kjarninn. Sjá einnig https://viaplay.is

Hafa einhverjir hér reynslu af áskrift hjá þeim, þ.e. appstuðningur, tv os stuðningur, desktop, chromecast.


(Veitir ekki af að fá aðeins meira afþreyingarefni, börnin úldna að hanga heima).

Re: Viaplay

Sent: Fim 26. Mar 2020 12:32
af Sporður
Eina reynsla mín af þeim er frá árinu 2013.

Þá horfði ég reyndar bara á þetta í spjaldtölvu ( samsung).

Ég man nú ekki eftir því að neitt hafi verið að plaga mig og það svarar líklegast ekki spurningum þínum.

Viaplay er búið að vera í gangi í langan tíma og ég myndi ætla að þeim hefði tekist að gera eitthvað rétt fyrst þeir eru ennþá í gangi.

Re: Viaplay

Sent: Fim 26. Mar 2020 13:55
af Kreg
var með þetta fyrir kannski 5 árum eða svo..virkaði mjög vel í LG sjónvarps appi sem og í android.

Vonandi taka þeir bara enska boltann og leyfa manni að velja lýsendur..t.d. enska sænska eða ísl :)


Virðist þetta samt ekki vera frekar lítið/slappt efni? Þeas miðað við trailerinn á viaplay síðunni..vonandi bætist slatti við

Re: Viaplay kemur til Íslands.

Sent: Mið 01. Apr 2020 20:57
af Hjaltiatla
Daz skrifaði:Nú eru þau víst að koma til landsins, samvkæmt fréttatilkynningu sem er endurbirt á öllum fréttamiðlum (t.d. Kjarninn. Sjá einnig https://viaplay.is

Hafa einhverjir hér reynslu af áskrift hjá þeim, þ.e. appstuðningur, tv os stuðningur, desktop, chromecast.


(Veitir ekki af að fá aðeins meira afþreyingarefni, börnin úldna að hanga heima).


Var að skrá mig rétt í þessu, það er app í boði fyrir Android tv og á android snjalltæki. Maður fær fyrstu tvær vikunar frítt.

Edit:Viaplay er til fyrir tölvuna þína, símann, spjaldtölvuna, leikjatölvuna, Chromecast, Apple TV og snjallsjónvarp
Þetta fékk ég uppgefið í tölvupósti þegar ég skràði mig
https://viaplay.is/devices

Re: Viaplay kemur til Íslands.

Sent: Mið 01. Apr 2020 22:32
af ZoRzEr
Búinn að vera horfa á teiknimyndir og þætti í dag. Margt barnaefni með íslensku tali og enskur texti á öllu sem ég hef spilað. Áhugvert fyrir ekki meiri pening. Nota app á LG sjónvarpi. Virkar fínt, ekki lent í neinu streaming veseni eða hökti.

Re: Viaplay kemur til Íslands.

Sent: Mið 01. Apr 2020 23:53
af mikkimás
Skilst að þeir hafi tryggt sé F1 sýningarréttinn á Íslandi, sem er það eina sem mér finnst fútt í sem stendur.

Vonandi bætast við enska deildin og meistaradeildin á næstunni.

Og já ég vil geta valið um lýsendur, og helst haft enga.

Re: Viaplay kemur til Íslands.

Sent: Fim 02. Apr 2020 00:46
af vesi
Er viaplay app á Lg tv. hvar ertu með það skráð? þ,e, í hvaða landi.


ZoRzEr skrifaði:Búinn að vera horfa á teiknimyndir og þætti í dag. Margt barnaefni með íslensku tali og enskur texti á öllu sem ég hef spilað. Áhugvert fyrir ekki meiri pening. Nota app á LG sjónvarpi. Virkar fínt, ekki lent í neinu streaming veseni eða hökti.