Síða 1 af 1

aldur á hörðum disk

Sent: Sun 22. Mar 2020 22:42
af emil40
Sælir félagar.

Mig vantar að vita hvað diskur er gamall. Hérna eru upplýsingar um hann, einhver sem gæti aðstoðað mig í þessu ?

seagate momentus 500 gb 5000c50060d6fa82

Re: aldur á hörðum disk

Sent: Sun 22. Mar 2020 22:46
af nonesenze
það stendur oft utaná diskum dagsetning og svo eru til forrit eins og hdd tune til að fá upplýsingar um diskinn

Re: aldur á hörðum disk

Sent: Sun 22. Mar 2020 22:54
af pepsico
Allt að ellefu ára gamall bara m.v. stærð og tegund. Rosalega erfitt að finna út hversu mikið yngri en það hann er ef það stendur ekki utaná honum. Getur örugglega séð einhverjar nothæfar upplýsingar með forriti sem les S.M.A.R.T. upplýsingar af honum sbr. Power-On Hours og Power Cycle Count. CrystalDiskInfo ætti að geta sýnt þér það: https://crystalmark.info/en/software/crystaldiskinfo/

Re: aldur á hörðum disk

Sent: Mán 23. Mar 2020 07:15
af DJOli
Ég hef sjálfur einmitt verið að nota forrit sem er hægt að fá í prufuútgáfu, en það heitir Hard Disk Sentinel. Kunni svo vel við það að ég keypti mér eintak.

Það sýnir gífurlega ítarlegar upplýsingar um alla diska og drif, m.a. Sata kynslóð, samtals keyrslutíma osfv.
Upplýsingar sem forritið getur svo loggað fyrir þig (með það í keyrslu í bakgrunni) eru sem dæmi, flutningshraði og fleira, sem og já, tilkynningar ef heilsa disks nær einhverju hættulegu.
Skjáskot:
Mynd