Síða 1 af 1

öryggiskerfi

Sent: Fös 28. Feb 2020 11:40
af fedora1
Sælir vaktarar
Er einhver sem hefur reynslu af því að skipta út öryggiskerfi frá td. Securitas fyrir eitthvað sem maður kaupir bara sjálfur.
Er þá aðalega að spá í þessa hefbundnu skynjara, reyk, vatn, hreyfi og etv. snerti.
Er að borga um 10k á hverjum mánuði þannig að þetta má alveg kosta eitthvað.

Smá googl gefur mér td.
https://www.oger.is/is/eldvarnir/oryggi ... yggiskerfi (Jablotron)
https://www.husa.is/netverslun/fatnadur ... id=5881715 ( Sikkerhjem S6evo)
https://www.iskraft.is/netverslun/fjars ... 5637253326 ( Sikkerhjem S6evo)
https://www.vorn.is/innbrots-og-brunavidvorunarkerfi (wolf-guard.com )
https://www.heimavorn.is/#Verd (Securitas)
Og svo var linkur frá lappari.com á
https://store.google.com/us/product/nes ... m?hl=en-US

Skari benti á
https://www.nortek.is/voruflokkur/innbrotavidvorun/ Ajax

Einhver hér með reynslu af þessum kerfum eða hefur einhver pantað kerfi að utan sem hefur reynst vel ?

Er kanski betra að spá frekar í almenna "Home Automation" fá nema inn í svoleiðis ?

Re: öryggiskerfi

Sent: Sun 01. Mar 2020 14:36
af fedora1
Humm, enginn sett upp DIY öryggiskerfi og er tilbúinn að commenta á hvernig það gekk, eða hvað ber að varast ?

Re: öryggiskerfi

Sent: Sun 01. Mar 2020 21:27
af Kristján Gerhard
Ég hef ekki framkvæmt neitt ennþá. Meiningin var hins vegar alltaf að setja upp kerfi sem að væri óháð ÖM eða Securitas. Ætlunin var að nota DSC búnað sem er það sama og Securitas setur upp. Þann búnað er hægt að nálgast bæði á ebay, í hinu ýmsu netverslunum og svo í verslun Securitas. Kosturinn sem ég sá við stöðvarnar frá DSC er að hægt er að fá ethernet módúlu fyrir þær sem gerir manni kleyft að tengjast stöðinni í gegnum hússtjórnarkerfi s.s. Openhab eða Home Assistant.

En eins og ég nefndi þá er þetta allt í nösunum á mér ennþá. Spenntur fyrir að heyra ef einhver framkvæmir eitthvað.

Re: öryggiskerfi

Sent: Sun 01. Mar 2020 22:48
af Skari
Við erum að selja Ajax innbrotakerfi, kannski það sé eitthvað sem myndi henta þér.. myndi samt ekki vera að skoða það sem eitthvað hússtjórnunarkerfi

https://www.nortek.is/innbrotavidvorun/

Það á samt að eftir að uppfæra síðuna aðeins, núna er hægt að fá hreyfiskynjara sem taka ljósmynd ef þeir skyldu fara í gang meðan kerfið er á verði.

Re: öryggiskerfi

Sent: Mán 02. Mar 2020 19:40
af fedora1
Skari skrifaði:Við erum að selja Ajax innbrotakerfi, kannski það sé eitthvað sem myndi henta þér.. myndi samt ekki vera að skoða það sem eitthvað hússtjórnunarkerfi

https://www.nortek.is/innbrotavidvorun/

Það á samt að eftir að uppfæra síðuna aðeins, núna er hægt að fá hreyfiskynjara sem taka ljósmynd ef þeir skyldu fara í gang meðan kerfið er á verði.


Sæll, þetta kemur sterklega til greina. Þið eruð bæði með hub og stjórnstöð+ er stjórnstöðin ekki bara uppfærsla á hub-inum þannig að maður þarf bara annaðhvort ?

Re: öryggiskerfi

Sent: Þri 03. Mar 2020 02:02
af izelord
Kristján Gerhard skrifaði:Ég hef ekki framkvæmt neitt ennþá. Meiningin var hins vegar alltaf að setja upp kerfi sem að væri óháð ÖM eða Securitas. Ætlunin var að nota DSC búnað sem er það sama og Securitas setur upp. Þann búnað er hægt að nálgast bæði á ebay, í hinu ýmsu netverslunum og svo í verslun Securitas. Kosturinn sem ég sá við stöðvarnar frá DSC er að hægt er að fá ethernet módúlu fyrir þær sem gerir manni kleyft að tengjast stöðinni í gegnum hússtjórnarkerfi s.s. Openhab eða Home Assistant.

En eins og ég nefndi þá er þetta allt í nösunum á mér ennþá. Spenntur fyrir að heyra ef einhver framkvæmir eitthvað.



Envisalink á DSC fær mín meðmæli. Hægt að tengja við Home Assistant og er búið að vera mjög stöðugt og áreiðanlegt undanfarin 3 ár.

Re: öryggiskerfi

Sent: Þri 03. Mar 2020 10:21
af kjartanbj
Ég er með Smartthings og skynjara á öllum hurðum og gluggum, hreyfiskynjara og sírenu, fæ svo tilkynningar í símann ef þeir skynja innbrot, síðan er ég með myndavéla kerfi líka unifi protect