Síða 1 af 1

Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 05:37
af Hizzman
Datt í hug að gera fjármálaþráð. Etv má ræða hluti eins og húsnæðislán, sparnað, fjárfestingar osfv.

Hvar halda menn að best sé að setja sparifé þessa dagana?

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 08:29
af rapport
Samanburður á innlendum leiðum

https://aurbjorg.is/#/bankareikningar

Ef þig langar að braska eitthvað sjálfur, þá eru til öpp og síður sbr. https://www.huddlestock.com/

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 09:35
af Dr3dinn
Endurfjármagna bara reglulega með aurbjorgu og borga niður þessa ofur vexti á lánum hérlendis.

Ekki flókið fjármálalífið þar.

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 09:43
af Plushy
Dr3dinn skrifaði:Endurfjármagna bara reglulega með aurbjorgu og borga niður þessa ofur vexti á lánum hérlendis.

Ekki flókið fjármálalífið þar.


Hvað meinarðu með að endurfjármagna reglulega og að það sé ekkert mál?

Mátt henda á mig skotheldum leiðbeiningum svo ég geti prófað :)

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 10:35
af Hjaltiatla
Ég hef lúmskt gaman af því að horfa Graham Stephan á Youtube koma með praktísk ráð þegar kemur að fjármálum:
https://www.youtube.com/channel/UCV6KDgJskWaEckne5aPA0aQ/videos

Í stuttu máli þá telur hann að sparnaður sé besta fjárfestingin (hann er mjög ýktur í þessu öllu saman) en hann kemur með skemmtilega vinkla sem fær mann til að hugsa.

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 13:10
af GullMoli
Mitt mat er að besta sparnaðarráðið sé að greiða eins mikið og fólk hefur tök á inná höfuðstól húsnæðislána sinna. Það bókstaflega marg-borgar sig

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 13:29
af Dr3dinn
Plushy skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Endurfjármagna bara reglulega með aurbjorgu og borga niður þessa ofur vexti á lánum hérlendis.

Ekki flókið fjármálalífið þar.


Hvað meinarðu með að endurfjármagna reglulega og að það sé ekkert mál?

Mátt henda á mig skotheldum leiðbeiningum svo ég geti prófað :)


Endurfjármögnun er í grunninn bara að taka nýtt lán til að borga það gamla, þegar vextir lækka... svo bara hoppa á milli lánastofnanna.

Getur stundum ekki borgað sig ef uppgreiðslugjöldin eru of há, en oftast nær maður þeim sparnaði til baka á nokkrum mánuðum. (+lántökugjöld)

Finnur bara lánið þitt með X-vöxtum.

Er annað betra í boði á aubjörgu...viltu verðtryggða eða óverðtryggða vexti... og svo skýturu..

Sumir eru að festa vexti en nýi seðlabankastjórinn okkar er alltaf að lækka vexti svo það gæti verið óskynsamlegt akkúrat núna.

Margir nota þetta líka til að stytta lánin, hef greitt upp 35 ára lán hjá íls og fært í lífeyrisjóð (-15ár halló) og stytt um fleiri fleiri ár með sömu greiðslum á mánuði hjá vinafólki mínu. Getur skipt mjög miklu fyrir fólk en því miður hugsa fáir um að skulda ekki mikið þegar það er komið á efri árin.

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 13:35
af Hjaltiatla
GullMoli skrifaði:Mitt mat er að besta sparnaðarráðið sé að greiða eins mikið og fólk hefur tök á inná höfuðstól húsnæðislána sinna. Það bókstaflega marg-borgar sig


Maður veltir samt fyrir sér hvort það sé endilega tilfellið, þ.e þegar þú ert kominn í þá stöðu að vera kominn með lán á lægri vöxtum (hjá lífeyrissjóðunum) að það gæti t.d borgað sig að kaupa aðra fasteign (með áhættu og öllu sem því fylgir) til að koma af stað veltu með að leigja íbúðina út.

Re: Fjármál

Sent: Fös 28. Feb 2020 14:00
af DJOli
Er nýbyrjaður í sjálfstæðum rekstri en veit ekkert hvort ég eigi að minnast á það á skattaskýrslunni minni sem ég skila á næstu dögum.
Á sama tíma var ég að klára endurhæfingu hjá Virk og tók vinnu með síðustu 3 mánuðina (síðustu þrjá mánuði 2019).
Þar sem launin úr vinnunni voru ekki nógu há til að tikka inn í kerfið, en á sama tíma, nógu nauðsynlegur aukapeningur hjá mér, þá ákvað ég að tilkynna ekki þessar 90.000 sem ég var að fá aukalega, en mun nú fá það í bakið. Slepp ég eitthvað við það?

Varðandi sjálfstæða reksturinn, þá er ég s.s. hvorki kominn með fyrirtæki, né vsk númer svo ég rukka ekki vsk.
Þarf ég að halda eftir hluta af tekjunum mínum til að greiða í skatt eða eru einhverjar undanþágur þegar maður hefur rekstur?

Re: Fjármál

Sent: Sun 01. Mar 2020 16:35
af GullMoli
Hjaltiatla skrifaði:
GullMoli skrifaði:Mitt mat er að besta sparnaðarráðið sé að greiða eins mikið og fólk hefur tök á inná höfuðstól húsnæðislána sinna. Það bókstaflega marg-borgar sig


Maður veltir samt fyrir sér hvort það sé endilega tilfellið, þ.e þegar þú ert kominn í þá stöðu að vera kominn með lán á lægri vöxtum (hjá lífeyrissjóðunum) að það gæti t.d borgað sig að kaupa aðra fasteign (með áhættu og öllu sem því fylgir) til að koma af stað veltu með að leigja íbúðina út.


Reyndar góður punktur, þetta er 1 og 2 sætið. Borga inná höfuðstól / fjárfesta í íbúð til útleigu = win / win.

Re: Fjármál

Sent: Sun 01. Mar 2020 17:03
af Hjaltiatla
GullMoli skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
GullMoli skrifaði:Mitt mat er að besta sparnaðarráðið sé að greiða eins mikið og fólk hefur tök á inná höfuðstól húsnæðislána sinna. Það bókstaflega marg-borgar sig


Maður veltir samt fyrir sér hvort það sé endilega tilfellið, þ.e þegar þú ert kominn í þá stöðu að vera kominn með lán á lægri vöxtum (hjá lífeyrissjóðunum) að það gæti t.d borgað sig að kaupa aðra fasteign (með áhættu og öllu sem því fylgir) til að koma af stað veltu með að leigja íbúðina út.


Reyndar góður punktur, þetta er 1 og 2 sætið. Borga inná höfuðstól / fjárfesta í íbúð til útleigu = win / win.


Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst mikið yfir þetta, en mun sjálfur eflaust skoða þetta einhvern tímann.
Aðal vangaveltan er hvernig þetta kæmi út t.d þegar maður þarf að gefa upp leigutekjur (en vera með lán á móti) og hvernig myndi þetta virka í öllu þessu vaxtabótakerfi VS það að greiða hraðar af einu láni.
Hugsanlega hentar þetta betur eingöngu ef maður er t.d að reisa tvo hús hlið við hlið (og ákveða að búa í öðru húsinu og spara sér kostnaðinn við að kaupa tilbúna íbúð og get gert eitthvað sjálfur t.d kaupa fokhelt og panta efni frá Póllandi).
Mögulega einhver Vaktari komi með skemmtilegan vinkil inní umræðuna.

Re: Fjármál

Sent: Mið 04. Mar 2020 16:31
af Hizzman
Ég er að skoða hvað á að gera við sparifé. Einn möguleiki er að kaupa innlend skuldabréf eða hlutabréf. Ég sé ekki betur en að allir aðilar sem miðla slíkum viðskiptum séu með nánast sömu verðskrá! Þ.e. 1% í þóknum af höfuðstól þegar viðskipti eru gerð. Er þetta einhvers konar fákeppni eða ólöglegt samráð?

Veit einhver um hvar er ódýrast að gera svona viðskipti?

Re: Fjármál

Sent: Mið 04. Mar 2020 21:18
af steini_magg
Hizzman skrifaði:Ég er að skoða hvað á að gera við sparifé. Einn möguleiki er að kaupa innlend skuldabréf eða hlutabréf. Ég sé ekki betur en að allir aðilar sem miðla slíkum viðskiptum séu með nánast sömu verðskrá! Þ.e. 1% í þóknum af höfuðstól þegar viðskipti eru gerð. Er þetta einhvers konar fákeppni eða ólöglegt samráð?

Veit einhver um hvar er ódýrast að gera svona viðskipti?


Veit að Landsbankinn er með 0,75% ef þú kaupir í gegnum netið. Held að flestir bankar séu með einhvern afslátt ef þú kaupir bréf í gegnum netið.