jonsig skrifaði:Sælir
Veit einhver hvað það er að kosta ca að gera upp 3x3x2.7m baðherbergi. Þá fá sér einhverja lala baðh.innréttingu klósett, bað og flísa.
Getur verið 500 þús til 2 milljónir.
Dýrasti kostnaðarliðurinn er aðkeypt vinna, fá pípara, flísara, etc.
Svo er spurning hvort þú vilt breyta einhverju drastískt, færa lagnir og svona. T.d. veit ég um fólk sem vildi færa salerni frá einum vegg til annars, það þurfti vinnu upp á milljón krónur hjá pípara.
Svo er spurning hve dýr tæki þú vilt. Þú getur fengið vask á 10 þús eða 200 þús, og hvort þú vilt svona handklæðaofn sem geta kostað sæmilegir um 100 þús til 500 þús.
Svo er líka spurning hvort það sé kominn tími á lagnirnar hjá þér, þú vilt ekki splæsa í splunkunýtt baðherbergi aðeins til að rífa upp veggi og gólf ári síðar til að skipta út lögnum.
ATH að stærsti kostnaðarliðurinn er ekki endilegar flísar. Þannig að ég myndi alltaf eyða meira í að fá góðar og flottar flísar. Gólfflísar á 9 fm gæti kostað 20 þús ef þú velur það ódýrasta, en 100 þús ef þú velur vandaðra, og það er mikill munur á gæðum... en er ekki hlutfallslega stærsti kostnaðarliðurinn.
Hef aldrei farið í svona framkvæmd sjálfur, en hef pælt mikið í þessu og þessvegna hef aldrei farið í þetta... alltof dýrt það sem ég vil gera.
Svo þarftu að huga að því að svona framkvæmd tekur kannski lágmark 2 vikur, stundum 1-2 mánuði. Þannig að ég myndi alltaf vilja aðgang að vara-baðherbergi.