Fartölva eða Turn ?

Allt utan efnis

Höfundur
gufan
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva eða Turn ?

Pósturaf gufan » Mið 12. Feb 2020 08:39

Daginn

Ég ætla gefa stráknum mínum leikjatölvu í fermingargjöf. Hvort mæli þið með fartölvu eða turn ? er mikill verðmunur á þessu ef þetta á að vera almenninlegt ?

Ég er mjög grænn í þessu svo allar ráðleggingar væru vel þegnar




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva eða Turn ?

Pósturaf Mossi__ » Mið 12. Feb 2020 09:13

Hvað hafðirðu hugsað þér með budget? :)

Þú getur fengið fartölvu sem dugar vel í leiki og vinnslu fyrir ca 150.000. En auðvitað færðu meira ef þú eyðir meira. Passa bara að þar sé skjákort en ekki bara skjástýring.

Ég geri allt mitt á 6-7 ára gamalli fartölvu sem dugar enn vel. Kostaði þá 190.000. Jújú, get ekki spilað í hæstu gæðum, en get spilað alla leiki á henni. En á þessu 6-7 árum þá hefur orðið svakalega mikil þróun á vélbúnaði.

Með turn. Þá er það nú bara þannig að turnar munu alltaf hafa möguleikann á meiri afkastagetu. Það er soldið svona, the sky is the limit.

Nú hreinlega veit ég ekki hvað er í tísku í dag hjá unglingum, turnar eða fartölvur. Spurning að fylgja því?

Turn gæti kveikt á vélbúnaðargrúskbakteríunni hjá kauða.. sem eg myndi kalla kost :D

En honum fylgir auðvitað að kaupa skjá og lyklaborð og mús og svona og það er hægt að nördast heilan helling yfir hvqð af því ert best og flottast.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva eða Turn ?

Pósturaf Baldurmar » Mið 12. Feb 2020 10:28

Turn alla leið, hvað fer í hann er alveg eftir budgetinu ykkar.
Hægt að smíða geggjaða leikjatölvu fyrir ~250.000 með öllu (skjá og lyklaborð, heyrnatól, mús) með slatta af RGB (fermingabarn :D :D)
En það er alveg sveigjanleiki í boði í turnum +- hundrað þús jafnvel, hægt að kaupa ódýrara og krakkinn gæti þá t.d uppfært í framtíðinni fyrir eigin pening


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb