Síða 1 af 1

Það sem við vitum og vitum ekki um Kung Flú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 10:35
af GuðjónR
Hvað er málið með þennan Corona vírus? er þetta sýklavopn sem fór úrskeiðis? Er þetta eðlilega þróun vírusa? Munum við sjá það sama núna og þegar svínaflensan kom á sínum tíma, þ.e. mótefni tilbúið að kantinum sem gaf þeirri sögu byr undir báða vængi að lyfjafyrirtækin væru á bak við þetta?
Það var alla vega skrítið að fyrstu viðbrögð Kínverskra yfirvalda voru að fangelsa þá sem fjölluðu um þetta outbreak. Einnnig er orðrómur um tugi ef ekki hundruð þúsunda smitaðra í Kína. Það vantar ekki samsæriskenningarnar en hver er ykkar skoðun?

Kort sem sýnir útbreiðsluna
Samsæriskennig um sýklavopn



Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 11:15
af DabbiGj
Held að þetta sé slys, þ.e. fólk að borða villtar leðurblökur af einhverjum útimörkuðum.

Við erum allir örrugir þarsem við sitjum læstir inní kompunum okkar við að yfirklukka

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 11:39
af Mossi__
Vírusar og lífverur þróast. Þarf engan vegin að vera að þetta sé eitthvað BioWarfare kukl. Leysir engan vanda og býr frekar til nýjan ef einhverjir armchair wizards fara að benda á hinn og þennan og koma með getgátur og kenningar.

Kína er þéttbýlt og mikill mannfjöldi þar. Þannig að auðvelt fyrir smitsjúkdóma að smitast hratt.

Mér skilst að þeir sem hafi látist séu aldraðir eða langveikir fyrir. Heilbrigt fólk nær sér (skilst mér).

Nýuppgötvuð þýðir ekki endilega ný. Afþví hún er nýuppgötvuð og fólk er hrætt þá er verið að senda mun fleiri sem eru með slæmt kvef í test fyrir Wuhan, sum eru jákvæð, sum eru neikvæð.

Hún uppgötvaðist fyrir hvað.. rétt um mánuði?

90.000 manns er (skelfilegt, vissulega) ekki mikill fjöldi í hlutfalli við mannsfjöldann í kína.

Bíðum og sjáum smittíðni þegar sjokkið er búið að jafna sig.

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 11:57
af arons4
https://www.youtube.com/watch?v=lk5XkhUKMDM
Þessi bjó þarna lengi og þjálfaði lækna fyrir hönd CDC, áhugavert myndband.

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 12:29
af Baldurmar
Mossi__ skrifaði:
Hún uppgötvaðist fyrir hvað.. rétt um mánuði?

90.000 manns er (skelfilegt, vissulega) ekki mikill fjöldi í hlutfalli við mannsfjöldann í kína.

Bíðum og sjáum smittíðni þegar sjokkið er búið að jafna sig.


Þetta, Wuhan er með 11 milljón íbúa og það er kínverska nýaárs fögnuður. Ótrúlegt (samsæriskenning númer x+1 ?) hversu fáir eru smitaðir

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 13:50
af blitz
DabbiGj skrifaði:Held að þetta sé slys, þ.e. fólk að borða villtar leðurblökur af einhverjum útimörkuðum.

Við erum allir örrugir þarsem við sitjum læstir inní kompunum okkar við að yfirklukka


https://www.zerohedge.com/health/man-be ... s-pandemic

:guy

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 14:27
af Diddmaster

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 16:25
af Hizzman
Við fengum heimsfaraldra 1720, 1820, 1920 og etv 2020... merkilegt?

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 17:09
af GullMoli
Hizzman skrifaði:Við fengum heimsfaraldra 1720, 1820, 1920 og etv 2020... merkilegt?


Ég skil ekki alveg þessa athugasemd. Ertu að gefa í skyn að þetta sé fyrirfram ákveðið?

https://en.wikipedia.org/wiki/Pandemic

Það voru vissulega heimsfaraldrar í gangi á þessum tímabilum. T.d. varu fleiri en bara einn í gangi árið 1820, og enginn þeirra sem byrjaði á þessum árum heldur var/voru ennþá í gangi. Megnið á þessu hefur verið til í hundruðir ára en dokkar upp í bylgjum reglulega, þar til við fórum loks að bólusetja.

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 17:40
af Manager1
Mæli með hlustun á nýjasta Í ljósi sögunnar hlaðvarps þáttinn. Þar er fjallað um SARS eða HABL eins og hann var kallaður á Íslandi, vírusinn sem breiddist út árið 2003. Það var líka Corona vírus sem byrjaði í Kína, mjög svipað dæmi og nú er að gerast.

Kínverjar voru mikið skammaðir af WHO og fleirum eftir SARS, því þeir létu eins og allt væri í góðu og þeir hefðu stjórn á aðstæðum, en raunin var sú að þeir vissu ekkert hvað var að gerast fyrr en um seinann, vírusinn var kominn út um allan heim.

Það virðist annað upp á teningnum núna, spítalar einangraðir með corona veikum einstaklingum einangraðir, hugsanlega corona veikir einstaklingar einangraðir á spítölum og m.a.s. heilu borgirnar einangraðar. En spurningin er hvort það hafi gerst of seint, hvort vírusinn er nú þegar kominn út um allan heim og smitið eigi bara eftir að uppgvötast.


Allt tal um samsæriskenningar og manngerðan vírus o.þ.h. er bara bull held ég, þessi gerð af vírusum er vel þekkt.

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 18:01
af Viggi
arons4 skrifaði:https://www.youtube.com/watch?v=lk5XkhUKMDM
Þessi bjó þarna lengi og þjálfaði lækna fyrir hönd CDC, áhugavert myndband.



Eru 2 með þessa rás. Hér er hinn gaurinn á sinni rás. Vita alveg hvað þeir eru að tala um

https://youtu.be/hSIt496d82s

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 18:32
af Hjaltiatla

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Mið 29. Jan 2020 22:12
af Graven
Hvað er málið með fimm ára forecast hjá CIA?

http://www.deagel.com/country/Iceland_c0094.aspx

Deyja 150k Íslendingar á næstu 5 árum?
og yfir milljarður á heimsvísu???

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Fim 30. Jan 2020 00:30
af nonesenze
Graven skrifaði:Hvað er málið með fimm ára forecast hjá CIA?

http://www.deagel.com/country/Iceland_c0094.aspx

Deyja 150k Íslendingar á næstu 5 árum?
og yfir milljarður á heimsvísu???


klikkaði á link og fékk bara 2017 fréttir?

forecast 2017 195.000 íbúar en 2025 6.9 billion
flott síða! mjög vedur.is

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Fös 31. Jan 2020 00:09
af DabbiGj
Hlustaði á mjög skemmtilega greiningu á því hvernig kínverska ríkisstjórnin er með ótrúleg tæki til að bregðast við svona faraldri langt framyfir allar aðrar ríkisstjórnir í heiminum en á sama tíma er það krafan um að allir ríkisstarfsmenn séu fullkomnir sem veldur því að þessu er leynt í upphafi sem veldur þvi að þetta verður mun verra en það þarf að vera.

Það er viðbjóður að sjá hvernig matarmarkaðirnir eru í kína, villt dýr sem er slátrað undir beru lofti, ekkert þrifið, fólk situr á búrum og hreinlæti er ekki hugtak sem þekkist.

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Fös 31. Jan 2020 00:36
af Viggi
komið nýtt live stream frá þeim um vírusinn. Lygavefurinn um þetta er ótrúlegur. Verður víst að taka mark á því sem kemur fram í fjölmiðlum með góðum fyrirvara

https://www.youtube.com/watch?v=rwXPeIwV_q4

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Fös 31. Jan 2020 07:40
af brain
Viggi skrifaði:komið nýtt live stream frá þeim um vírusinn. Lygavefurinn um þetta er ótrúlegur. Verður víst að taka mark á því sem kemur fram í fjölmiðlum með góðum fyrirvara

https://www.youtube.com/watch?v=rwXPeIwV_q4


Er ekki best að taka því sem kemur frá "þeim" líka með fyrirvara ?

Re: Það sem við vitum og vitum ekki um Kung FLú vírusinn

Sent: Sun 02. Feb 2020 19:33
af Graven
nonesenze skrifaði:
Graven skrifaði:Hvað er málið með fimm ára forecast hjá CIA?

http://www.deagel.com/country/Iceland_c0094.aspx

Deyja 150k Íslendingar á næstu 5 árum?
og yfir milljarður á heimsvísu???


klikkaði á link og fékk bara 2017 fréttir?

forecast 2017 195.000 íbúar en 2025 6.9 billion
flott síða! mjög vedur.is


skil þig ekki alveg, 2017 vísar í hvenær "núverandi" fólksfjöldatölurnar voru fengnar. Forecast er uppfært daglega. en nei þar sem að þessi einfalda upplýsingasíða er ekki nógu flott eða með facebook tökkum þá er þetta bara sorp í þínum augum :guy
og vedur.is er mjög fín síða, skil ekki afhverju allt þarf að vera eins og facebook eða bara á facebook til að fólk fari ekki að grenja. :guy