Síða 1 af 1
Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Þri 28. Jan 2020 18:34
af appel
Ég sé að það er mjög vinsælt í hinni stóru Ameríku að kaupa morgunmat hjá þessum skyndibitakeðjum, og þær eru með sér matseðil á morgnanna.
Þegar ég horfi á Ísland þá virðist sem enginn staður sé með svona, allir þessir staðir opna bara um 11 leytið, amerískir franchise staðir sem eru með morgunverðarmatseðil í bna.
Vilja íslendingar ekki svona? Erum við ekki eins morgunhress og bandaríkjamenn? Hvað útskýrir þennan menningarmun?
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Þri 28. Jan 2020 18:38
af arons4
Bakarí í mínu sveitarfélagi eru opnuð fyrir 8 á morgnanna. Galli við svona morgunmatar kerfi hinsvegar gæti þítt það að það þurfi að loka fyrr eða bæta við auka vakt og ekkert víst að slíkt standi undir sér.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Þri 28. Jan 2020 19:39
af Opes
Veit ekki alveg hversu eftirsóknavert það er að vera eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að matarvenjum haha.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Þri 28. Jan 2020 19:41
af Revenant
Íslendingar eru 350 þúsund, með dýr aðföng og mjög háan launakostnað (í alþjóðlegum samanburði).
Viðskiptamódel svona staða gengur út á mikla sölu með litlum tilkostnaði.
Morgunmatur fyrir 1000-2000kr laðar ekki marga Íslendinga að.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 00:30
af Sporður
Það er náttúrulega rík hefð fyrir því að veitingastaðir bjóði upp á morgunmat í Bandaríkjunum. Skyndibitakeðjurnar eru bara að þjónusta þá hefð. Bjuggu hana ekki til.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 02:39
af DJOli
Gat mætt niður í sjoppu í mínu bæjarfélagi kl. 8 á morgnanna og fengið mér 2-3 slísur af nýbakaðri pizzu.
Æðislegir tímar. Vona að nýju eigendur sjoppunnar taki þessa hefð upp þegar þau opna aftur.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 07:22
af Moldvarpan
Subway á fitjum er opið allan sólahringinn og þar er morgunmatar matseðill líka. Veit ekki með subway í höfuðborginni.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 10:30
af tonycool9
Ég er persónulega mjög hrifinn af því að geta farið á stað og fengið mér egg og beikon,pönnukökur,vöfflur osfrv.
Allt frá Denny's til minni staða sem bjóða uppá betri gæði,fýla þetta alltsaman og mér finnst leiðinlegt að það sé ekki svona stemning á Íslandi
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 10:50
af worghal
Grái kötturinn opnar klukkan 6 á morgnanna og þeir eru með geggjaðan morgunmat!
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 11:30
af appel
worghal skrifaði:Grái kötturinn opnar klukkan 6 á morgnanna og þeir eru með geggjaðan morgunmat!
Rándýrt þar
Amerískar pönnukökur, 1700 kr. (lítill skammtur!)
Beygla með rjómaosti og sultu, 1300 kr.
Hef einu sinni borðað þar, og þó maður kom út saddur þá var maður nettó léttari komandi út en þegar maður fór inn því maður þurfti að punga út svo miklu fyrir þetta.
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 12:01
af worghal
appel skrifaði:worghal skrifaði:Grái kötturinn opnar klukkan 6 á morgnanna og þeir eru með geggjaðan morgunmat!
Rándýrt þar
Amerískar pönnukökur, 1700 kr. (lítill skammtur!)
Beygla með rjómaosti og sultu, 1300 kr.
Hef einu sinni borðað þar, og þó maður kom út saddur þá var maður nettó léttari komandi út en þegar maður fór inn því maður þurfti að punga út svo miklu fyrir þetta.
þá verð ég að taka undir með öðrum hérna á þræðinum, velkominn til íslands.
ef það er verðlagið sem þú ert á höttunum eftir en ekki morgunmaturinn sjálfur, þá ertu í vitlausu landi
Re: Amerískar skyndibitakeðjur og morgunmatur
Sent: Mið 29. Jan 2020 13:17
af einarhr
Prikið var opið frá kl 8 með amerískan morgunverð, nú er búið að breyta í matseðlinum í vegan.