Þetta er alveg rétt hjá arons4, þetta ætti ekki að vera svona fyrst það er tímaliði, hann á að rjúfa strauminn alveg.
Ef við skoðum þetta aðeins, ef tímaliðinn virkar á þetta vandamál eiginlega ekki að geta gerst, helsta sem manni dettur í hug er eitthvað span sé í gangi, sem er langsótt eða að driverinn í led perunni haldi ljósi á henni, sem getur gerst en það er aldrei meira en einhverjar x sekúndur myndi ég halda. Rangar tengingar ættu í flestum tilfellum að slá út rafmagninu á greininni frekar en að búa til svona hegðun. Þannig að þetta á ekki að geta gerst.
En það er ekki alltaf allt eins og það á að vera. Ef við tökum sem dæmi ticino rofa sem er algengur í eldri stigahúsum, þá er rofaperan stök og stingst í smá holu í baki rofans, þá liggja tveir stuttir vírbútar frá perunni og maður þarf að tengja í þá, svona til að sjá þetta fyrir sér.
Til að lýsi á rofaperunni þarf hún að vera tengd milli fasa og núll, það gengur ekki að tengja annan endann inn á tímaliðann, þar sem þá kviknar bara á henni á sama tíma og loftaperunni.
Segjum svo að sá sem er að tengja rofann tengi fasann upp til loftaperunnar.
Hinn vírinn frá loftaperunni tengir hann bæði niður í tímaliðann og líka á annan enda rofaperunnar. Hinn endann á rofaperunni tengir hann á núll. Þá lýsir á rofaperunni, en í raun eru þá loftaperan og rofaperan raðtengd. Ef viðnám rofaperunnar er mörgum sinnum hærri en á glóðarperunni lýsir rofaperan en ekki víst að glóðarperan lýsi.
Þegar smellt er á veggrofann tengir tímaliðinn glóðarperuna beint á núllið og glóðarperan lýsir. Þannig að allt virkar eins og á að gera á yfirborðinu.
Ef nú skipt er um glóðarperuna og sett led pera í staðinn er hún með miklu hærra viðnám en glóðarperan, straumurinn minnkar eitthvað en spennan deilist í hlutfalli við viðnámið og það getur lýst á báðum perum.
Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að þetta sé svona, vona samt að ég sé amk. að hugsa þetta rétt, hef ekki unnið við rafmagn nokkuð lengi þar sem ég skipti um starfsvettvang og er kannski farinn að ryðga í þessu