Síða 1 af 1

Val á skrifstofutölvu KOMIÐ

Sent: Fim 21. Nóv 2019 19:42
af ColdIce
Kvöldið.
Mig vantar sæmilega borðtölvu fyrir netráp og Word vinnslu(skrifstofuvél).
Turninn má vera ca 100k
Sé að Tölvutek selur Thinkcentre Tiny, er það kannski bara málið?
Hún þarf ekki að vinna mikið en vil að hún geri það hratt.
Gætu þið leiðbeint mér aðeins með þetta?

Takk!

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 19:55
af Sam

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 20:18
af mainman
Þessi kostar reyndar aðeins meira en mér finnst geggjað að vélin skuli vera innbyggð í skjástandinn.
https://vefverslun.advania.is/tolvubuna ... Type=Ultra

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 20:40
af ColdIce
Þakka hugmyndirnar!
https://kisildalur.is/?p=2&id=4033
Væri ég betur settur með venjulega stærð þegar kemur að verði-performance?

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 22:11
af ColdIce
Er aðeins búinn að skoða og kominn í graut með þetta...
Hver af þessum er best bang for the buck? Alveg til í ábendingar um eitthvað annað! Væri líka til í að skoða notaða vél+skjá ef einhver er að selja

https://kisildalur.is/?p=2&id=4033
https://tolvutaekni.is/collections/skri ... ucts/53031
https://www.computer.is/is/product/tolv ... xelite-3ar

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 23:36
af DJOli
Tölvan frá Kísildal er langbest fyrir peninginn.
Keypti eina svona fyrir kúnna. Frábær vél. Þurfti þó að opna kassann eftir sendingu vestur á firði vegna þess að örgjörvaviftan hafði losnað. Minnsta mál að smella henni aftur á réttan stað.

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fim 21. Nóv 2019 23:57
af Klemmi
Performance/Price hlutfallið er já betra í "venjulegri" stærð.

Það er hins vegar ekki víst, og jafn vel ólíklegt, að þú þurfir slíkan kraft fyrir vefráp og Office vinnslu.
Ef þú hefur verið sáttur með hraðan í nútíma-fartölvum við slíka vinnslu, þá verðurðu sáttur með hann í svona smávélum.

Ef þú ert tilbúinn til að eyða 100þús kalli og ert bara með þessar kröfur til kraftsins, þá finnst mér engin spurning að fara í smátölvu. Ef þú vilt hins vegar hafa uppfærslumöguleika, vilt til dæmis geta breytt tölvunni einhverntíman seinna í leikjatölvu með því að smella í hana skjákorti, þá ferðu í tölvu í venjulegri stærð.

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fös 22. Nóv 2019 00:04
af Mossi__
Mér sýnist í fljótu að þessi:

https://tolvutaekni.is/collections/skri ... ucts/53031

sé skratti gott bang for the buck.


https://tolvutek.is/vara/lenovo-thinkce ... 3386537991

Þessi e.t.v. líka. Mín reynsla á Lenovo hefur ekki verið neitt annað en góð.

So er reyndar hefur mig persónulega alltaf langað til að tjékka á þessum vélum
https://www.att.is/product/asus-vivostick-smatolva

... ætla ekki að fara að halda því fram að þessi dugi fyrir þig.. en bara benda þér á hana ef þig langar líka að flippa.

2 gíg ram + 32gb EMMC "diskur"... :guy :guy :guy :guy :guy :guy



EDIT -

Þessi frá Kísildal er besta bang for the buck.

Re: Val á skrifstofutölvu

Sent: Fös 22. Nóv 2019 00:08
af Hjaltiatla
Það er Black Friday tilboð á Lenovo vélum ef þú ert með eitthvað millilendingarpósthólf til að láta senda á.
Dæmi:https://www.lenovo.com/us/en/desktops-and-all-in-ones/thinkcentre/m-series-tiny/ThinkCentre-M715q-Tiny/p/11TC1MT715Q#