Síða 1 af 1
Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mán 18. Nóv 2019 22:19
af benony13
Sælir spjallverjar !
Ég er svo gjörsamlega clueless í þessum málum og mig langaði að athuga hvort einhver hér hafi reynslu af þessum róbot sem er á tilboði hjá húsasmiðjunni
https://www.husa.is/netverslun/heimilis ... id=1841194Ég er með kött á heimilinu, tvær litlar stelpur og konu svo vélin þarf að geta tekið allar tegundir af hárum og ef smá matur er á gólfinu (mulið seríós eða álíka)
Eða á maður að fara aðra leið, ef svo hvaða ?
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mán 18. Nóv 2019 23:05
af Lexxinn
Mér finnst alltaf skrýtið þegar fyrirtæki geta ekki tilgreint hvaða tegund vörur eru á heimasíðunni.
Annars;
https://www.youtube.com/watch?v=voLX77w ... bcdTnJu4Tb
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mán 18. Nóv 2019 23:14
af g0tlife
Svo þú skoðar ekki verðin á öðrum síðum. Hópkaup lifir á þessu og þeir benta bara á þá sem selja inn á síðunni ''talaðu við hann sem er að selja'' voru svörin frá Hópkaup þegar ég kvartaði um þetta.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Þri 19. Nóv 2019 08:37
af Lexxinn
g0tlife skrifaði:Svo þú skoðar ekki verðin á öðrum síðum. Hópkaup lifir á þessu og þeir benta bara á þá sem selja inn á síðunni ''talaðu við hann sem er að selja'' voru svörin frá Hópkaup þegar ég kvartaði um þetta.
Ég mundi bara ekki íhuga það að kaupa svona robot eða slíkar vörur án þess að geta lesið mér eitthvað til um hana. Annars er ég duglegur að nota tineye fyrir image revers search, bendi móður minni t.d. mikið á hvernig íslenskra netverslanir nú til dags virka.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Þri 19. Nóv 2019 08:45
af brain
Þessi er frá Domo, Keypti minn frá Amazon
Hefur virkað vel !
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Þri 19. Nóv 2019 11:09
af ZiRiuS
brain skrifaði:Þessi er frá Domo, Keypti minn frá Amazon
Hefur virkað vel !
Domo Arigato Mr. Roboto?
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Þri 19. Nóv 2019 16:57
af benony13
Ég finn ekkert um þennan domo róbot, heitir þetta einhvað annað erlendis?
Miðað við vacum wars sem @lexxinn linkar á þá er Roborock langbest miðað við verð og gæði.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Þri 19. Nóv 2019 19:49
af kjartanbj
Persónulega mæli ég ekki með svona ryksugu róbot, þetta nær ekki í horn almennilega, skilur alltaf eftir sig helgidaga og maður þarf að fara yfir íbúðina áður en maður lætur þá í gang til þess að fjarlægja dót sem hann gæti flækst í, gafst upp og fékk mér venjulega ryksugu, mikið betri þrif og fljótlegra
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mið 20. Nóv 2019 08:28
af brain
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mið 20. Nóv 2019 11:53
af dori
Þetta er örugglega allt í lagi róbot fyrir þennan pening. Ég held samt að ég myndi ekki fá mér eitthvað sem er svona ódýrt og óþekkt.
Algjör forsenda fyrir mér að það sé eitthvað sem skynjar rýmið og er með einhverja leið til að þrífa herbergið skipulega. Líka algjör forsenda að það sé mikið af reviews um tækið.
Ef það ódýrasta sem t.d. þessi Vaccum Wars gæi á Youtube mælir með er út fyrir budget myndi ég frekar bíða og safna eða kaupa góða hefðbunda ryksugu og gera þetta sjálfur.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mið 20. Nóv 2019 12:47
af GullMoli
Er nýlega kominn með Roborock S6.. vægast sagt glæsilegt tæki. Tæki klárlega S4 ef þið viljið bara ryksugu og ekkert mopperí.
Í fyrsta skiptið mappar hún húsið og skiptir niður í herbergi, eftir það geturðu svo sjálfur breytt herbergjaskipulaginu og t.d. skipti ég eldhúsinu í tvennt (þar sem matur og bakstur er og svo endinn þar sem eldhúsborðið er). Svo geturðu sett inn no-go svæði í appinu eða sýndarveggi.
Svo er ég búinn að setja upp dagskrá þar sem hún fer og ryksugar allt húsið annan hvern virkan dag. Get sett hana á sérstök herbergi eða ákveðið svæði líka. Sjúklega þægilegt ef að gestir hafa verið inní stofu og svo fer ég í að ganga frá og ég læt ryksuguna ryksuga í kringum sófann á meðan.
Sömuleiðis er hún mjög varkár og er ekki að klessa á veggi og þröskulda af miklu afli því hún sér að það er veggur eða whatever fyrir henni. Hafði áhyggjur af þessu því gólflistarnir eru hvítir.
Myndi aldrei nenna ryksugu nema að hafa svona app með. Nenni ekki að láta hana ryksuga ALLT eða ekkert.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mið 20. Nóv 2019 22:09
af Deucal
Ég myndi bara kaupa Roborock S5 eða S6 af Aliexpress.
Þeir fá bestu dóma (sjá vacuum wars á youtube), og er sjálfur búin að eiga S5 í svona 1 ár. Og hef átt iRobot þar á undan.
iRobot eru góðir og allt of dýrir í samanburði við Roborock.
Edit: Góð róbot ryksuga endist 5-9 ár með viðhaldi, og með góðum þá verður það notað og hafa ánægju að eiga svona tæki.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Mið 20. Nóv 2019 23:53
af Lexxinn
GullMoli skrifaði:Er nýlega kominn með Roborock S6..
Hvernig eru svona robotar að standa sig ef það eru þröskuldar í hurðum?
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 00:29
af Tiger
Hvaðan eru þið að kaupa Roborock?
Á ali eru nöfn og týpur alveg í spegettí, engin leið að finna S4 þar finnst mér.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 01:31
af dori
Tiger skrifaði:Hvaðan eru þið að kaupa Roborock?
Á ali eru nöfn og týpur alveg í spegettí, engin leið að finna S4 þar finnst mér.
Ég er með Roborock s50 (held ég, er svolítið ruglaður á þessum númerum hjá þeim). Er 99% um að ég hafi keypta hana á GearBest.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 08:18
af GullMoli
Lexxinn skrifaði:GullMoli skrifaði:Er nýlega kominn með Roborock S6..
Hvernig eru svona robotar að standa sig ef það eru þröskuldar í hurðum?
Það vill svo til að íbúðin mín er alveg þröskuldalaus fyrir utan baðherbergið sem er með 3-4cm þröskuld. Það er of mikið fyrir greyið en skilst að hann eigi alveg að tækla minni nokkuð ágætlega.
Sjálfur keypti ég hana á Gearbest, var á einhverju tilboði fyrir nokkrum vikum þannig að sendingarkostnaðurinn núllaðist alveg út. Tók svo 3 vikur að koma með skipi frá Þýskalandi.
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 13:02
af Viggi
Gearbest sendir ekki s5 til íslands en hefur einhver pantað þennnan hér og þurft að borga auka sendingarkostnað?
ISK 43,557 27%OFF | Roborock S50 S55 Xiaomi Vacuum Cleaner 2 Wet Dry Mijia APP Robot Mopping Sweeping Dust Sterilize Smart Planned Wash Mop
https://s.click.aliexpress.com/e/OdRHT7Gk
Re: Er varið í þennan ryksuguróbot ?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 15:39
af Lexxinn
Viggi skrifaði:Gearbest sendir ekki s5 til íslands en hefur einhver pantað þennnan hér og þurft að borga auka sendingarkostnað?
ISK 43,557 27%OFF | Roborock S50 S55 Xiaomi Vacuum Cleaner 2 Wet Dry Mijia APP Robot Mopping Sweeping Dust Sterilize Smart Planned Wash Mop
https://s.click.aliexpress.com/e/OdRHT7Gk
Miðað við það sem ég hef lesið á netinu er að s50=hvítur s5 go s55=svartur s5.