Síða 1 af 1
Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Fös 27. Sep 2019 21:31
af GuðjónR
Vitið þið hvað það kostar ungling að taka bílpróf í dag?
Þá ökuskólarnir og ökukennslan hjá ökukennara?
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Fös 27. Sep 2019 21:33
af Dúlli
Er þetta ekki orðið um 300-350þ með ökutímum.
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Fös 27. Sep 2019 21:56
af Njall_L
Að því gefnu að allt gangi vel fyrir sig og farið sé í lágmark af ökutímum þá eru þetta yfirleitt 200-250 þúsund. Svo getur verið sniðugt að heyra í ökukennurum/skólum og fá tilboð í allan pakkann.
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Fös 27. Sep 2019 22:12
af Tóti
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Fös 27. Sep 2019 22:16
af Tóti
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Lau 28. Sep 2019 01:53
af Seedarinn
Ökutímar: Algengt (en breytilegt) verð er 9.000 kr. x20 (námsskrá segir til um amk 17 en flestir taka 20)
Ökuskóli 1 og 2: 27.000 kr. (Netökuskólinn)
Bókinn: 8.000 kr. (sniðugt að fá lánað hjá einhverjum sem keypti hana)
Ökuskóli 3: 43.500 kr.
Bóklega prófið: 4.000 kr, hvert skipti.
Verklega prófið: 10.900 kr.
=273.400~
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Mán 30. Sep 2019 22:07
af pattzi
Vá Sææællll
Kostaði minnir mig 150-200þ 2010-2011 þegar ég tók það :O
Gæti hafa verið meira því ég kláraði það svo ekki fyrr en 2012 og þurfti í Ö3
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Þri 01. Okt 2019 09:13
af worghal
sumir ökukennarar gera það oft að meta hæfni og skrifa þig bara eins og þú hafir verið alla tímana. svo það fer soldið eftir kennaranum hvort þú sért að fara að borga fyrir 20 tíma eða 10 tíma.
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Þri 01. Okt 2019 10:04
af kjartanbj
pattzi skrifaði:Vá Sææællll
Kostaði minnir mig 150-200þ 2010-2011 þegar ég tók það :O
Gæti hafa verið meira því ég kláraði það svo ekki fyrr en 2012 og þurfti í Ö3
Ég borgaði 60þús fyrir 20 árum , borgaði svo 200þ fyrir meiraprófið allt, kostar í dag ca 500-600þ
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Þri 01. Okt 2019 22:49
af pattzi
kjartanbj skrifaði:pattzi skrifaði:Vá Sææællll
Kostaði minnir mig 150-200þ 2010-2011 þegar ég tók það :O
Gæti hafa verið meira því ég kláraði það svo ekki fyrr en 2012 og þurfti í Ö3
Ég borgaði 60þús fyrir 20 árum , borgaði svo 200þ fyrir meiraprófið allt, kostar í dag ca 500-600þ
Já þetta er rosalegt
Pabbi Borgaði þetta annars hefði ég ábyggilega ekki tekið það fyrr en um 20 ára ...Fékk það 5 dögum fyrir 18 ára afmælisdaginn minn 2012 ...
Ég féll ss í bóklega og fór í fýlu ...
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Mið 02. Okt 2019 10:13
af Sydney
worghal skrifaði:sumir ökukennarar gera það oft að meta hæfni og skrifa þig bara eins og þú hafir verið alla tímana. svo það fer soldið eftir kennaranum hvort þú sért að fara að borga fyrir 20 tíma eða 10 tíma.
Lenti einmitt á einum svoleiðis, man ekki einu sinni hvort ég hafi farið upp í heila 10 tíma. Svo tók ég þetta áður en Ökuskóli 3 var til, þannig að ég slapp held ég fyrir 150 þús eða svo. Þetta var 2007-2008.
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Mið 02. Okt 2019 10:46
af kizi86
djöfull er var ég greinilega heppinn
ég borgaði ca 20þ fyrir bílprófið og heilar 5900kr fyrir meiraprófið hér fyrir nokkrum árum (lesist: alltof langt síðan, nenni varla að rifja upp hve langt síðan svo ég fari ekki í svona middle life crisis yfir hversu gamall ég sé
) ástæðan af hverju venjulega prófið var dýrara, er sú að ég þurfti að borga fyrir ökuskólann, en með klíkuskap og góðum tengslum, þurfti bara að borga fyrir læknisvottorð og ökuskírtenið hjá sýslumanni þegar ég tók meiraprófið.(bara vörubíll) (kallinn hennar mömmu er ökukennari, og á sínum tíma átti hann hlut í vörubílnum og ökuskólanum, og góður vinur hans var prófdómari hjá frumherja) svo þegar ég tók trailer réttindin, þá átti vinnuveitandi minn að greiða helminginn (þe borgaði allt saman, en átti svo að draga af launum mínum, hálfu ári eftir að ég fékk réttindin).... 5 mánuðum og 29 dögum eftir að ég náði prófinu, fór félagið á hausinn, svo aldrei var dregið af mér
Re: Hvað kostar bílpróf í dag?
Sent: Mið 02. Okt 2019 12:39
af Sydney
kizi86 skrifaði:djöfull er var ég greinilega heppinn
ég borgaði ca 20þ fyrir bílprófið og heilar 5900kr fyrir meiraprófið hér fyrir nokkrum árum (lesist: alltof langt síðan, nenni varla að rifja upp hve langt síðan svo ég fari ekki í svona middle life crisis yfir hversu gamall ég sé
) ástæðan af hverju venjulega prófið var dýrara, er sú að ég þurfti að borga fyrir ökuskólann, en með klíkuskap og góðum tengslum, þurfti bara að borga fyrir læknisvottorð og ökuskírtenið hjá sýslumanni þegar ég tók meiraprófið.(bara vörubíll) (kallinn hennar mömmu er ökukennari, og á sínum tíma átti hann hlut í vörubílnum og ökuskólanum, og góður vinur hans var prófdómari hjá frumherja) svo þegar ég tók trailer réttindin, þá átti vinnuveitandi minn að greiða helminginn (þe borgaði allt saman, en átti svo að draga af launum mínum, hálfu ári eftir að ég fékk réttindin).... 5 mánuðum og 29 dögum eftir að ég náði prófinu, fór félagið á hausinn, svo aldrei var dregið af mér
Textbook íslensk frændhyggja.