Síða 1 af 1

Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 15:05
af Hjaltiatla
Valitor segir upp tólf
https://www.vb.is/frettir/valitor-segir-upp-tolf/157296/

Tutt­ugu sagt upp hjá Íslands­banka
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/09/26/tuttugu_sagt_upp_hja_islandsbanka/

Arion fækkar starfsfólki um 100
https://www.vb.is/frettir/arion-faekkar-starfsfolki-um-100/157278/

Icelanda­ir seg­ir upp 87 flug­mönn­um
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/09/25/icelandair_segir_upp_87_flugmonnum/

Lesið þitt eitthvað djúsí slúður útúr þessum fréttum ?

Re: Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 15:18
af vesley
Uppsagnir bankana og Icelandair koma í sjálfu sér ekkert á óvart.
Það hefur verið venja hjá Icelandair að segja upp flugmönnum á þessum tíma og ráða þá aftur inn í kringum apríl, það sem gerir þetta aðeins óhefðbundnara núna er að það er ekki víst að þeir fái ráðningu aftur, er það vegna rekstarörðuleika sem skýrist mikið af kyrrsetningu 737-max.
Myndi segja það mögulega hafa verið tímabært hjá bönkum að hagræða í starfsfólki þar sem starfsemin færist meir og meir á netið og verður sjálfvirkara.

Re: Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 15:31
af Viktor
Kreppan er að nálgast botninn. Fólki sagt upp fyrir Q4 og hætta fyrir Q1 2020 :)
Verðum komin í full swing aftur árið 2021.

First quarter, Q1: 1 January – 31 March
Second quarter, Q2: 1 April – 30 June
Third quarter, Q3: 1 July – 30 September
Fourth quarter, Q4: 1 October – 31 December

Re: Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 16:29
af Hjaltiatla
Maður spyr sig, maður er einnig búinn að heyra af lyfjaskorti fyrr í vikunni
https://kjarninn.is/skodun/2019-09-26-thegar-markadurinn-bregst/

Ég bíð kannski aðeins með að fara að preppa :)

Re: Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 17:43
af Mossi__
Vesley- málið er að þessar uppsagnir hjá Icelandair eru spes.

Í síðustu kjarasambingur fékkst það í gegn að þessum árstíðarbundnu uppsögnum yrði hætt og fólkinu haldið en þá bara færti flug á móti.
Og þessar árstíðarbundnu uppsagnir hafa ekki verið stundaðar í nokkur ár.

Einnig er Icelandair að fresta lofuðum og umsömdum launahækkunum.. það veitir ekki á gott.

Fyrr í sumar var slatti af flugmönnum settir í 50% stöðu, vegna ástandsins sem pf flugstjórar cpru lækkaðir niður í flugmenn aftur.
Þetta síðastnefnda var stundað áður fyrr kringum árstíðirnar, og gátu flugstjórar verið nokkur ár að vaðpa á milli -stjóra og -manna. En við síðustu samninga fengu þeir líka í gegn að þessu yrði hætt og að flugstjórar héldu sinni stöðu.

Þannig að vegna ástands er Icelandair að svíkja þrjú gefin loforð. Árstíðarbundnar uppsagnir, árstíðarbundnar tignlækkanir, og lofaðar launahækkanir. Og það er eftir að þeir minnkuðu starfshlutfall nokkurns parts flugmannaflotans fyrr á árinu til að reyna að rétta úr kútnum.

Smá spúkí sko.

Þess má geta að hlutabréf í Icelandair hafa ekki verið lægri í um 7-8 ár minnir mig. Bréfin standa í 6.48 eftir lokun markaðs í dag.
2016 voru þau rúmlega 30.00, en síðan 2017 hafa þau farið lækkandi hratt (löngu fyrir Wow dramað). Hafa á síðustu 2 árum farið úr ca 16 yfir í tæp 7 og virðast vera á leið niður ennþá.

Og þetta er allt áður en að vesenið byrjaði, Wow og Max 8.

Þannig að þessar uppsagnir benda til bágrar stöðu en ekki árstíðarbundinnar ippsagna (kjarasamningsbrot).

Source- þekki flugmenn.

Re: Kólnun í Hagkerfinu ?

Sent: Fim 26. Sep 2019 17:59
af Revenant
Arðsemi íslensku bankanna af reglulegum rekstri er mjög slakur í alþjóðlegum samanburði. Ekki hjálpar sérstöku skattarnir á fjármálafyrirtæki.

Bankaskattur nemur 0,376% af heildarskuldum banka
Fjársýsluskattur er 5,5% af öllum launum og launatengdum gjöld

Bankar hafa því hvata til að fækka starfsfólki (og útvista þjónustu) og selja lán til þriðja aðila (þ.e. minnka heildarskuldir hjá sér) en semja svo um að innheimta þau áfram.