worghal skrifaði:smá hijack
nú var mér sagt að ég gæti tengt viðbótarlífeyrissparnaðinn við húsnæðislánið mitt og þá fer það sjálfkrafa að borga af því.
hvernig er það gert?
Getur látið mánaðarlegu greiðsluna renna inn á höfuðstól lánsins já, að hámarki 500þús á ári (per einstakling ef þið eruð tvö, samtals milljón),
sé þetta fyrsta eign. Þetta kemur ekki í stað mánaðarlegrar afborgunar á láninu.
Svo gildir þetta í 10 ár frá þeim tíma sem þú velur. Hinsvegar geturðu valið tímasetningu aftur í tíma.
Segjum að þú veljir janúar 2019, þá er tekin sú summa sem þú safnaðir í séreignasparnaðinn frá janúar 2019 til dagsins í dag og lagt inná þig (sem þú getur svo lagt sjálfur inná lánið, eða nýtt í annað). Mánaðarlegu greiðslurnar sem koma svo í kjölfarið fara beint inná höfuðstólinn sjálfkrafa, þessi eina staðgreiðsla er einhverra hluta vegna lögð beint inná bankareikning. Hinsvegar byrjar þetta 10 ára tímabil þá að telja frá janúar 2019.
Þessi möguleiki, að nýta séreignasparnaðinn svona, var framlengdur í sumar. Hann átti að hætta í júlí minnir mig. Býst ekki við öðru en að þetta verði framlengt aftur.
EDIT: Það er ansi mikið að gera hjá skattinum núna, tekur nokkra mánuði að fá þetta í gegn.
EDIT2: Að mínu mati er ein besta fjárfesting sem þú gerir, að greiða inná höfuðstólinn, svo ég mæli hiklaust með því að allir nýti sér þetta. Þetta eru 4 + 2%
SKATTFRJÁLST af launum. Einnig er vinnuveitanda heimilt að greiða meira en þessi 2% sé áhugi á því (upp að einhverju hámarki). Svo það er sterkur leikur að óska frekar eftir hærri prósentu þar í stað venjulegrar launahækkunar, þar sem þetta nýtist skattfrjálst í lánið.